Skipulagsdagur og skólakynningar

8.9.2022

Á morgun föstudag er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla og nemendur því heima meðan kennarar og starfsfólk skipuleggja áframhaldandi starf og sinnir endurmenntun. Hraunsel er opið og hefur skráningu verið lokað þangað.

Í næstu viku hefjast skólakynningar og eru þær haldnar á heimasvæðum viðkomandi árgangs. Þriðjudaginn 13. sept. mun 8. bekkur ríða á vaðið og hefst kynningin kl. 08:30, nemendur mæta í skólann kl. 09:35. Miðvikudaginn 14. sept. er kynning fyrir 2. bekk og hefst kynningin þar kl. 08:15 og nemendur mæta í skólann kl. 08:15. Fimmtudaginn 15. sept. mun síðan 5. bekkur verað með sína kynningu og hefst hún kl. 08:15, nemendur mæta í skólann kl. 09:15.

Við hvetjum foreldra til að mæta og fá kynningu á því frábæra starfi sem fram fer í skólanum og þannig styrkjum við meðal annars samband heimili og skóla.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is