Skólaslit þessa skólaárs

Skólaslit þessa skólaárs

3.6.2020

Skólaslit 10. bekkjar föstudaginn 5. júní
Útskrift 10. bekkjar fer fram föstudaginn 5. júní. Þetta skólaárið ætlum við að leyfa hverjum og einum bekk að njóta útskriftarinnar saman. Með hverjum nemanda mega fylgja að hámarki 5 gestir.
Athygli er vakin á því að ekki verður kaffihlaðborð að þessu sinni.
Við útskrifum bekkina í þessari röð:
kl. 15:00 10. KJ
kl. 16:00 10. ÓS
kl. 17:00 10. KP
kl. 18:00 10. JTS

Skólaslit 1.-9. bekkjar mánudaginn 8. júní
Skólaslitin hjá 1.-9. bekk verða óbreytt nema að því leyti að foreldrum/forsjáraðilum verður ekki boðið að koma með börnum sínum að þessu sinni. Nemendur 1. og 2. bekk mæta á sitt heimasvæði og fylgja umsjónarkennara sínum niður í sal. Nemendur í 3. - 9. bekk mæta beint í salinn og fara síðan upp á sitt heimasvæði eða í sína heimastofu með umsjónarkennara/um í framhaldinu.

Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
kl. 09:00 Skólaslit 1. og 2. bekkjar (nemendur mæta kl. 08:45 á sitt heimasvæði)
kl. 09:30 Skólaslit 3. og 4. bekkjar
kl. 10:00 Skólaslit 5.-7. bekkja
kl. 10:30 Skólaslit 8. og 9. bekkjar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is