Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar frá 2. desember

Til foreldra og starfsmanna í grunnskólum Hafnarfjarðar

1.12.2020

Til foreldra og starfsmanna í grunnskólum Hafnarfjarðar

Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar frá 2. desember.

Ný sóttvarnartilmæli komu í dag og kveða á um óbreyttar sóttvarnir í landinu, a.m.k. í eina viku í viðbót. Eftir yfirferð skólastjórnenda varðandi skólastarfið var það sameiginleg niðurstaða að halda óbreyttu skipulagi í kennslu allra grunnskóla bæjarins fram að jólafríi nemenda. Það verður reynt að auka sveigjanlega og fjölbreytni í kennslu eins og kostur er. Desember er tími jólaundirbúnings sem er hluti af hefðbundnu grunnskólastarfi í desember og það verður áfram. Þessi ákvörðun byggir á því viðhafa festu og öryggi í öllum aðgerðum okkar út frá sóttvörnum og vera ekki stöðugt að gera breytingar.

Um áramót er stefnt að því að auka kennslu í 5.-10. bekkjum og það skipulag verður kynnt foreldrum í upphafi nýs árs. Það eru þó takmörk á því hve mikið er unnt að auka kennslumagn nema að létt verði á öllum á takmörkunum í skólastarfi, s.s. aflétta kennsluhólfum, fjölda fullorðinna sem má eiga samskipti daglega í skóla og grímuskyldu hjá elstu nemendunum. Aflétting og ný tilmæli eru forsenda þess að hægt sé að taka upp fulla íþrótta- og sundkennslu, valhópa og margvíslegar smiðjur sem eru skipulagðar þvert á bekki og árganga innan og milli skóla, auk þess að taka upp hefðbundið samstarf allra sem starfa í skóla sem þarf til að skólastarfið nái sem best markmiðum sínum.

Við vonumst til þess að aðventan og jólin verði fjölskyldum ykkar gleðileg og færi öllum hvíld og farsæld til að takast á við skólastarfið enn frekar á nýju ári.

Hafnarfirði 1. desember 2020.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is