Skráning í samtöl á samtalsdaginn

24.1.2022

Þriðjudaginn 1. febrúar er rafrænn samtalsdagur í Hraunvallaskóla þar sem foreldri/forsjáraðili og barn eru saman að tala við umsjónarkennara í gegnum Google Meet. Skráningar í samtölin eru eins og áður í gegnum Mentor og opna kl. 08:00 þriðjudaginn 25. jan. og loka kl. 23:59 fimmtudaginn 27. jan. Ef foreldri/forsjáraðili skráir sig ekki á tíma á þessu tímabili mun umsjónarkennari gefa viðkomandi nemanda tíma í samtal í tölvupósti.
Umsjónarkennarar senda ykkur link á samtalið í tölvupósti föstudaginn 28. jan. eða mánudaginn 31. jan. Ef þið hafið ekkert fengið að þessum tíma liðnum hafið þá endilega samband við umsjónarkennara.
Þeir sem eru að fara í samtal með túlki fá þær tímasetningar sendar í tölvupósti og þurfa því ekki að skrá sig inn. Þeir fá líka sendan link á samtalið í tölvupósti föstudaginn 28. jan. eða mánudaginn 31. jan.

Hér er myndband um hvernig skal bóka samtal í Mentor fyrir þá sem ekki kunna eða eru óöruggir:

https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is