Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla

13.8.2018

Þetta er fjórða árið sem efnt er til samkeppninnar og er gaman að segja frá því að vel hefur tekist til síðustu þrjú ár. Þátttaka hefur verið góð og ljóst að marga góða rithöfunda er að finna í skólum landsins. Nú fer keppnin að festa sig í sessi og vonumst við til að fá enn fleiri sögur þetta árið.

Þema keppninnar er „skóladagurinn minn“ en höfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í efnistökum. Keppt er í fimm flokkum:

·         Leikskólinn

·         Grunnskólinn 1. – 4. bekkur

·         Grunnskólinn 5. – 7. bekkur

·         Grunnskólinn 8. – 10. bekkur

·         Framhaldsskólinn

 Frestur til að skila smásögu er til miðnættis 20. september. Handritum ber að skila í textaformati (ekki pdf) á netfangið smasaga@ki.is.

MUNIÐ:

·         Sagan þarf að hafa titil og má ekki vera lengri en 3.000 orð.

·         Nafn höfundar, bekkjar og skóla.

·         Nafn tengiliðs og símanúmer hjá nemendum í leik- og grunnskólum.

·         Sagan má ekki hafa birst opinberlega.

Verðlaun fyrir bestu sögurnar í öllum flokkum verða veitt á Alþjóðadegi kennara þann 5. október. Nánari upplýsingar um dagskrá þess dags síðar. Verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni.

Við biðjum ykkur að vekja athygli á smásagnasamkeppninni og um leið hvetjum við ykkur til að fagna Alþjóðadegi kennara með okkur.

Með kveðju og von um góða þátttöku,
Kennarasamband Íslands


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is