Söngkeppni Mosans og Skarðsins var haldin í gær í Hraunvallaskóla

28.11.2019

Keppnin er undankeppni fyrir Söngkeppni Hafnarfjarðar sem verður haldin í janúar. Sigurvegarar úr þeirri keppni fá svo sæti í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í mars í Laugardalshöll.

13 atriði voru skráð til keppni og voru þau hvert öðru flottara. Salurinn var frábær og mættu um 150 manns að horfa á keppnina. Starfsfólk Mosans og Skarðsins stigu á stokk í 14. atriðinu og fengu salinn með sér í fjöldadans og -söng sem allir í salnum tóku þátt í.

Dómarar í keppninni voru Árni Guðmundsson, bassaleikari og faðir félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar, Kolbeinn Sveinson í Sprite Zero Klan og Móeiður Júníusdóttir, sönkona og íslenskukennari og stóðu þau sig frábærlega eins og allir hinir þetta kvöld.

Tvö atriði frá hvorri félagsmiðstöð komust áfram og frá Skarðinu voru það þær Hekla Sif og Perla Dís með lagið I don’t want to be you anymore og Hekla Sif með lagið Skyscraper. Frá Mosanum voru það þau Bergdís Hrönn með lagið Imagine og Jón Ragnar, Erlendur Snær, Sveinbjörg Júlía, Svandís Helga og Aron Þór með lagið Total eclipse of the heart.

Óskum við þeim til hamingju með það sigurinn.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is