Stofujólin yfir á 17. des.

10.12.2021

Samkvæmt skóladagatali þá ætti síðasti skóladagur fyrir jólafrí í 1.-7. bekk að vera mánudaginn 20. des. Óskað var eftir því frá Mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar að við reyndum að finna lausn á því að færa þennan síðasta dag fram fyrir helgina. Ástæða þess er að ef upp kemur smit í einhverjum árgangi þá sleppa þeir nemendur sem eiga að fara í sóttkví við að vera í sóttkví um jólin. Við viljum að allir sem hugsast geta eigi gleðileg jól og mikla samveru um jólin og höfum því fært stofujólin á föstudaginn 17. des. Það verður því enginn skóli mánudaginn 20. des. Hraunsel opnar kl. 08:00 mánudaginn 20. des. fyrir þá sem hafa skráð vistun á þessum degi.

Stofujólin á föstudeginum verða frá kl. 15:30-17:00 á heimasvæðum nemenda í 1.-7. bekk. Nemendur klára skóladaginn sinn, fara heim og koma síðan aftur. Þessi tími er sambærilegur við þann tíma sem þau hefðu ella komið á mánudeginum.

Enginn breyting verður á unglingadeildinni en stofujólin hjá þér eru fimmtudaginn 16. des. kl. 18:30-20:00. Frá kl. 20:00 verður opið í Mosanum fyrir þá sem vilja halda áfram með gleðina.

Á stofujólum mega nemendur koma með smákökur, umsjónarkennarar skipuleggja jólalega hluti eins og að skiptast á jólakortum, lesa jólasögu, eiga jólaspjall og ýmislegt meira jólalegt. Helgileikurinn sem 5. bekkur sér um á hverju ári verður tekin upp og spilaður fyrir alla árganga inn á heimasvæðum.

Alltaf gaman ef nemendur mæta sparilegir og jafnvel með jólahúfur, jólaspangir eða bara í jólasveinabúning.

Njótið helgarinnar og munið hvað samveran er mikilvæg um jólin.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is