Takk fyrir knúsið!

8.11.2022

 Í dag á baráttudegi gegn einelti tóku nemendur, starfsfólk og foreldrar utan um skólann okkar með því að búa til samfellda keðju hringinn í kringum skólann. Með þessu táknræna knúsi viljum við í Hraunvallaskóla sýna hverju öðru og samfélaginu öllu væntumþykju og hlýju um leið og við minnum á mikilvægi vináttu og jákvæðra samskipta. Þetta skemmtilega knús er liður í vinaviku sem núna stendur yfir í Hraunvallaskóla undir yfirskriftinni "Vinátta og jákvæð samskipti". Í þessari viku leggjum við sérstaka rækt við verkefni sem snúa að samskiptum og vináttu og vikan endar á því að við endurnýjum undirskrift okkar á vináttusáttmála skólans. Það var gaman að sjá hversu margir foreldrar komu og tóku þátt og knúsuðu skólann með okkur. Öflugt samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs og þurfum við öll sem samfélag að vera samstíga og ábyrg í því að leiðbeina börnum okkar um alvarleika ofbeldis og eineltis.

38D10FE9-E829-4C96-8950-E3BCCD9CF718

05E4A6E4-6ED7-4013-BF3C-C4D01F11E4F7
Knus-1


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is