Upplestrarkeppnin sett

16.11.2018

Á degi íslenskrar tungu er hefð að setja Upplestrarkeppni grunnskóla. Nemendur í 4. og 7. bekk mættu að setningu annars vegar litlu og svo stóru upplestrakeppninni.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það.  Sjá nánar.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is