Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í öllum skólum

13.3.2020

Í morgun á blaðamannafundi kom fram að skólastarf í grunnskólum mun halda áfram þrátt fyrir samkomubann á öðrum stöðum. Grunnskólum er skylt að halda áfram en þó með breyttu sniði. Í dag komu nemendur með Ipad (5.-10. bekkur) og námsgögn með sér heim úr skólanum. Ástæðan fyrir því er að við erum byrjuð að undirbúa breytt skólastarf og ef til samkomubanns kemur hvað varðar grunnskóla.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann þennan mánudag.

Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast vel með tölvupóstum frá okkur. En umfram allt skulum við halda ró okkar og vinna hlutina saman því þá gengur allt svo miklu betur.

Njótið helgarinnar.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is