ÚRSLIT Í SKÓLAHREYSTI

28.5.2021

Í dag fengum við símtal um að lið hafi dottið út og gæti ekki tekið þátt í úrslitum vegna meiðsla. Okkur var boðið að koma og taka þátt í úrslitunum í staðinn. Úrslitin eru á morgun í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Við að sjálfsögðu þáðum boðið með þökkum og liðið okkar allt tilbúið að taka þátt, frábærir nemendur sem við höfum hér í skólanum. Þjálfararnir eru búnir að hrista rykið af skipulaginu og eru klárir.
Liðið okkar er þannig skipað:
Lið kvenna: Karítas Kristín Traustadóttir, Karen Eva Birgisdóttir og til vara Hekla Hergilsdóttir
Lið karla: Tristan Snær Daníelsson, Andri Steinn Ingvarsson og til vara Jason Sigþórsson
Þjálfarar: Jóhann Ingi Guðmundsson og Ingvar Þór GuðjónssonGangi ykkur rosalega vel og það verður gaman að sjá ykkur í TV á morgun laugardag.

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is