Útskrift og skólaslit

5.6.2023

Þriðjudaginn 6. júní útskrifast nemendur úr 10. bekk skólans. Þetta er stór stund sem við fáum að upplifa saman.
Útskriftin er á eftirtöldum tímum:
kl. 16:00 Útskrifast 10. ÓS
kl. 17:00 Útskrifast 10. JTS
kl. 18:00 Útskrifast 10. KJ
Hverjum nemanda er frjálst að bjóða með sér allt að 5 gestum og hlökkum við til að sjá ykkur öll saman á þessum merku tímamótum.

Skólaslit 1.-9. bekkja
Skólaslit 1.-9. bekkja verða miðvikudaginn 7. júní og eru foreldrar/forsjáraðilar hjartanlega velkomnir.
Skólaslitin eru á eftirtöldum tímum eftir árgöngum:
kl. 09:00 Skólaslit hjá 1.-3. bekk
kl. 09:30 Skólaslit hjá 4.-6. bekk
kl. 10:00 Skólaslit hjá 7.-9. bekk
kl. 10:00 Skólaslit hjá fjölgreinadeild
Nemendur mæta á sal skólans og fara síðan með sínum umsjónarkennurum og taka á móti vitnisburði fyrir skólaárið.

Hraunsel
Hraunsel opnar kl. 09:30 fyrir þá nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is