Valáfangar 2018-19

25.5.2018

Nú er komið að því að nemendur velji sér valáfanga fyrir næsta skólaár.
Best væri ef nemendur og foreldrar geri þetta saman og vandi vel til verka.Þegar nemandi smellir á valáfanga sést strax hvort hann fái pláss eða hvort orðið sé fullt í hann á þessu tímabili og því er nauðsynlegt að vera tilbúin með annað val til vara sem hægt er að velja sér. Ef ekki er orðið fullt og nemandi nær sæti þá er sætið örugglega tryggt.

  • Ekki velja aftur sama valáfanga á öðru valtímabili því þá ógildist valið þitt og þú gætir misst af því sem þú ert þegar búinn að velja. 
  • Skrá þarf fullt nafn og kennitölu nemanda.
  • Ekki er hægt að velja nema einu sinni og því er mikilvægt að vanda valið sitt og velja “rétt”!
  • Þegar búið er að smella á “STAÐFESTA” er ekki aftur snúið og valið þitt orðið fast!

Könnunina má nálgast hér.


Gangi ykkur vel og góða helgi,

Hjördís

Deildarstjóri unglingadeildar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is