Viðurkenningar fræðsluráðs

23.4.2018

Óskað er eftir tilnefningum, ásamt örstuttum rökstuðningi til viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðar. 

1. Markmið viðurkenninga fræðsluráðs Hafnarfjarðar á farsælu skólastarfi er að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs í samfélaginu. Fræðsluráð mun veita einstaka skólaverkefnum sem unnin hafa verið í skólasamfélaginu í Hafnarfirði sérstaka viðurkenningu og athygli.

2. Þeir sem starfa í stofnunum á fræðslusviði í Hafnarfirði eru gjaldgengir til viðurkenningar, hvort sem þær eru starfræktar á vegum bæjarfélagsins eða af sjálfstæðum aðilum.

3. Viðurkenningu er hægt að veita allt frá tveimur starfsmönnum til alls starfsfólks viðkomandi skóla, með verkefni sem:

  • hafa verið unnin af frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð
  • hafa viðhaft samvinnu kennara/starfsfólks til að þróa kennslufræði
  • innihalda sérstaka aðra þætti sem vakið hafa athygli

4. Viðurkenningin skal veitt árlega. Mögulegt er að veita eina til þrjár viðurkenningar á hverju ári en það er ákvörðun fræðsluráðs hverju sinni.

5. Allir geta sent inn tillögur um tilnefningar til verðlaunanna sem þurfa að berast skrifstofu fræðslu og fristundarþjonustu fyrir 8. maí . 

Fræðsluráð tekur afstöðu til tilnefninga og val er kynnt í lok maí.

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is