Vinnum saman

27.10.2020

Á þessum tímum er mikilvægt að við stöndum saman um að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis í orðum og gjörðum. Undanfarið höfum við í skólanum orðið vör við að viðhorf til ofbeldis hefur breyst til hins verra og þá erum við að tala um ofbeldi í víðum skilningi þ.e. bæði í orðum og í gjörðum. Dæmi um þetta er að hópar hafa verið að setja upp slagsmál til að kanna viðbrögð þeirra sem koma að, gera upp mál með hótunum og notast er við uppnefningar sem tengjast þjóðernum, kynhneigð, niðrandi orðum um konur o.fl. Einnig hefur borið á að atburðir, leiknir/raunverulegir, ásamt fleiru, séu settir inn á samskiptaforrit s.s. Tic Toc. 

Nýlega sendi Lögreglan frá sér auglýsingu þar sem varað er við hegðun sem þessari og viljum við biðja ykkur foreldrar/forsjáraðilar góðir að horfa á hana með barni ykkar https://www.facebook.com/logreglan/videos/3370477229699418


Í morgun var rætt við Vöndu Sigurðardóttur m.a. um harðara orðbragð krakka í dag: https://www.visir.is/k/9e484c72-ed48-44ee-ac04-b20e5beaf7e5-1603788939070?fbclid=IwAR2rjc2UwxD-7wXGUoTToE7EWu2ZkvxFF2DvLk1ME1OidlIpopjM4oE1jWA

Einnig viljum við benda á Kastljós frá 7. október, þar sem er fjallað um þetta breytta viðhorf til ofbeldis: https://www.ruv.is/frett/2020/10/07/hafa-latid-fjarlaegja-sjo-sidur-sem-syna-ungmenni-slast?fbclid=IwAR16nBPCvKlq9ld6s9CN_WqB6ac65a0etlC27G3gKauopoURu4bb83_6CmA.

Það er mikilvægt að börn fái skýr skilaboð um hvað er í lagi og hvað ekki - frá okkur öllum. Einnig er mikilvægt að við öll höldum áfram að skipta okkur af ef við sjáum eitthvað athugavert í gangi því, jú, það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Að lokum minnum við á útivistartíma sem er sem hér segir:
12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20:00.
13-16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22:00.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is