Mötuneyti

Drekahreiðrið

Það er stefna okkar í Hraunvallaskóla að bjóða ávallt upp á hollan og góðan heimilismat. Haustið 2007 var farið að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í Hraunvallaskóla sem eldaður er á staðnum. Nemendur borða á sal skólans og er þeim skipt í fimm hópa.  Nemendur leikskólans borða einnig í matsalnum.  Haustið 2017 var samið við Skólamat ehf. til að sjá um rekstur mötuneytis Hraunvallaskóla.  Hægt er að kaupa hádegismat og ávexti- og grænmeti í nestisstund að morgni. Einnig bjóðum við upp á hafragraut á morgnana áður en nemendur fara í sína fyrstu kennslustund. Hafragrauturinn er öllum að kostnaðarlausu.


Skolamatur

 

Verð
Verða á skólamáltíð í áskrift í Hafnarfirði er 533 kr. Einnig er hægt að kaupa 10 miða kort á 9.013 kr. Verð fyrir ávaxta- og grænmetisáskrift er 123 kr. á dag og síðdegishressing er 258 kr. á dag. 

Áskrift
Fyrsta áskriftartímabil gildir frá fyrsta skóladegi til lok september. Frá og með október til apríl fylgir hvert áskriftartímabil almanaksmánuði, frá fyrsta til síðasta dags mánaðar. Síðasta áskriftartímabil vetrarins gildir frá byrjun maí til skólaloka. Ekki er hægt að kaupa mataráskrift fyrir hluta úr áskriftartímabili. Áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli áskriftartímabila nema beiðni um breytingu eða uppsögn berist með sannanlegum hætti fyrir 25. mánaðarins á undan. Hægt er að skrá í áskrift hér https://askrift.skolamatur.is/. Hægt er að skrá sig í hádegismat eftir dögum þ.e. ekki er nauðsynlegt að skrá áskrift alla daga vikunnar.

Breyting eða uppsögn
Breyting eða uppsögn áskriftar ber að senda með tölvupósti á netfangið skolamatur@skolamatur.is. Staðfesting uppsagnar er send til baka í tölvupósti og tekur þá gildi við upphaf næsta áskriftartímabils, eða í lok annars áskriftartímabils ef um það er beðið. Uppsögn þarf að berast fyrir 25. mánaðarins á undan svo hún taki gildi næsta mánuð. Áskrift ber að greiða í upphafi áskriftartímabils. Gjalddagi greiðslukrafna er 1. dagur áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar. Reikningar teljast samþykktir nema gerðar séu sannanlegar athugasemdir eigi síðar en 7 dögum eftir upphaf áskriftartímabils. Mataráskrift er einungis fyrir skráðan áskrifanda. Ekki er heimilt að nýta mataráskriftina fyrir annan en skráðan áskrifanda.

Hollt – Gott - Heimilislegt
Skólamatur vinnur eftir ströngum gæðastöðlum við undirbúning og framleiðslu máltíða, hreinlætiseftirlit og rannsóknir á hráefni og aðföngum. Úrtakskannanir eru gerðar á hráefni á rannsóknarstofunni Sýni. Þar er það efnagreint og innihaldslýsingar birgja sannreyndar. Hjá fyrirtækinu starfar næringarfræðingur og tryggir samstarf hans við matreiðslumeistara að allur matur innihaldi þau næringarefni sem nemendum, starfsfólki og öðrum viðskiptavinum eru nauðsynleg.

Skólamatur notar aðeins hágæða hráefni og er allt kjöt, fiskur og kartöflur frá viðurkenndum íslenskum framleiðendum. Hvorki MSG né matarolía með transfitusýrum er notuð í matinn. Máltíðirnar eru flestar forlagaðar í miðlægu eldhúsi og síðan snöggkældar. Lokaeldun fer fram í mötuneytunum sjálfum nema þar sem aðstaða er ekki fyrir hendi en þá er maturinn fulleldaður í eldhúsi Skólamatar og sendur í mötuneytin í hitakössum. Á hverjum degi er boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbar og sér starfsfólk mötuneytanna um að brytja það niður og bera fram.

Á heimasíðu Skólamats má finna upplýsingar um matseðla, áskrift og annað hagnýtt http://www.skolamatur.is/.

 

 

 

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is