Skólaráð

Skólaráð starfar í Hraunvallaskóla samkvæmt lögum um grunnskóla frá júní 2008 og eftir reglugerð sem sett var í desember 2008.  Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.  Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.  Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.  Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.  Skólanefnd, sbr. 6. gr. getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Í skólaráði Hraunvallaskóla eiga sæti:

 • Skólastjóri
 • Formaður og varaformaður nemendaráðs
 • Tveir fulltrúar kennara
 • Einn fulltrúi starfsmanna
 • Tveir fulltrúar foreldra
 • Einn fulltrúi úr grenndarsamfélaginu

Skólaráð 2020-2021

 • Lars Jóhann Imsland skólastjóri
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri
 • Fulltrúi kennara – Margrét Hildur Ríkharðsdóttir
 • Fulltrúi kennara – Hrönn Garðarsdóttir
 • Fulltrúi starfsmanna – Hugrún Ketel
 • Fulltrúi foreldra – Dröfn Sigurðardóttir
 • Fulltrúi foreldra –Arna Rut Hjartardóttir
 • Fulltrúi grenndarsamfélags – Helga Helgadóttir
 • Fulltrúar nemenda eru – Logi Már Magnason og Sigurður Sindri Hallgrímsson

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is