Innra mat

Framúrskarandi skólastarf

Umbótateymi

Við skólann er starfandi umbótateymi sem er skipað eftirfarandi aðilum:

 •  Skólastjóri
 •  Aðstoðarskólastjóri – almennra verkefna
 • Deildarstjórar stiga (yngsta-, mið- og unglingastig)
 •  Deildarstjóri stoðþjónustu
 • Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar
 • Aníta Ómarsdóttir fulltrúi kennara
 • Eva Hauksdóttir fulltrúi kennara
 • Ivanka Sljivic fulltrúi kennara
 • Katrín Kristjánsdóttir fulltrúi kennara
 • Sigfríð Andradóttir – fulltrúi starfsmanna

Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymsins og tengiliður við matsteymi skólans (Skólaráð). Deildarstjórar fylgja eftir umbótavinnu innan síns stigs. Teymið gerir sér starfsáætlun fyrir skólaárið og skiptir með sér verkum.  Hlutverk umbótateymis er að:

 • Vinna starfsáætlun skólans
 • Vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Hraunvallaskóla - kafli 83)
 • Fylgja eftir umbótaáætlun/umbótastarfi innan skólans.
 • Greina niðurstöður kannanna (Skólapúls, vinnustaðagreining, samræmd próf o.fl.) og kynna fyrir hagsmunaaðilum, koma með tillögur að umbótastarfi í kjölfarið og fylgja eftir innan skólans.

Umbótstarf í Hraunvallaskóla styðst við leiðbeiningar frá MMS. Sjá hér: Leiðbeiningar um innra mat frá MMS

Umbótaáætlanir

Mats-, símenntunar-, umbóta- og þróunaráætlun birtist á hverju ári í Starfsáætlun Hraunvallaskóla, 4. hluti kafli 83. Þar má nánar kynna sér áherslur og afrakstur umbótastarfs fyrir viðkomandi skólaár.    

Skólapúlsinn

Haustið 2013 varð Hraunvallaskóli þátttakandi í Skólapúlsinum sem er veftækt kerfi sem miðar að upplýsingaöflun meðal nemenda, foreldra og starfsfólks í formi kannana sem gerðar eru eftir samræmdu ferli fyrir allt landið. Á grundvelli upplýsingaöflunar í Skólapúlsinn geta skólar séð niðurstöður sínar á móti meðaltali annarra þátttakenda (skóla) í Skólapúlsinum. Niðurstöður úr skólapúlsinum er teknar saman ár hvert og birtast í starfsáætlun skólans (4. hluti kafli 83).

 Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is