Innra mat
Framúrskarandi skólastarf
Umbótateymi
Við skólann er starfandi umbótateymi sem er skipað eftirfarandi aðilum:
Lars Jóhann Imsland skólastjóriGuðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri
Ásta Björk Björnsdóttir aðstoðarskólastjóri
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir deildastjóri miðstigs
Linda Hrönn Helgadóttir deildastjóri yngsta stigs
Anna Rut Pálmadóttir deildastjóri stoðþjónustu
Sara Pálmadóttir deildastjóri Tómstundamiðstöðvar
Með umbótateyminu starfar þróunarfulltrúi grunnskóla, Vigfús Hallgrímson. Hlutverk hans er að veita ráðgjöf og vera leiðbeinandi í þeirri í vinnu sem teymið tekur sér fyrir. Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymsins og tengiliður við matsteymi skólans (Skólaráð). Deildarstjórar fylgja eftir umbótavinnu innan síns stigs. Teymið gerir sér starfsáætlun fyrir skólaárið og skiptir með sér verkum. Hlutverk umbótateymis er að:
- Vinna starfsáætlun skólans
- Vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Hraunvallaskóla - kafli 83)
- Fylgja eftir umbótaáætlun/umbótastarfi innan skólans.
- Greina niðurstöður kannanna (Skólapúls, vinnustaðagreining, samræmd próf o.fl.) og kynna fyrir hagsmunaaðilum, koma með tillögur að umbótastarfi í kjölfarið og fylgja eftir innan skólans.
Umbótstarf í Hraunvallaskóla styðst við leiðbeiningar frá MMS. Sjá hér: Leiðbeiningar um innra mat frá MMS
Umbótaáætlanir
Mats-, símenntunar-, umbóta- og þróunaráætlun birtist á hverju ári í Starfsáætlun Hraunvallaskóla, 4. hluti kafli 83. Þar má nánar kynna sér áherslur og afrakstur umbótastarfs fyrir viðkomandi skólaár.
Eldri gögn:
- Umbótaáherslur 2017-2020
- Skipulag innra mats skólaárið 2017-2018
- Umbótaáætlun vegna ytra mats 2017
- Umbótaáætlun í tengslum við bókun 1 í kjarasamningu FG og SÍ í desember 2016
- Sjálfsmatsáætlun Hraunvallaskóla 2013-2016
Skólapúlsinn
Haustið 2013 varð Hraunvallaskóli þátttakandi í Skólapúlsinum sem er veftækt kerfi sem miðar að upplýsingaöflun meðal nemenda, foreldra og starfsfólks í formi kannana sem gerðar eru eftir samræmdu ferli fyrir allt landið. Á grundvelli upplýsingaöflunar í Skólapúlsinn geta skólar séð niðurstöður sínar á móti meðaltali annarra þátttakenda (skóla) í Skólapúlsinum. Niðurstöður úr skólapúlsinum er teknar saman ár hvert og birtast í starfsáætlun skólans (4. hluti kafli 83).
- Nýrri færsla
- Nýrri færsla