Nemendaverndarráð og Brúin
Nemendaverndarráð starfar samkvæmt reglugerð um grunnskóla. Hlutverk þess er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.
Frá skólaárinu 2020 er starfandi undirteymi frá nemendaverndarráði Hraunvallaskóla sem nefnist brúarteymi. Í brúarteymi sitja, auk starfsfólks frá skólanum, ráðgjafi frá Fjölskyldu- og skólaþjónustu og ráðgjafi frá Mennta- og lýðheilsusviði. Brúarteymið starfar eftir verklagi Brúarinnar sem mótað hefur verið af Hafnarfjarðarbæ frá 2018. Verklag Brúarinnar er í takt við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi hér á landi þann 1. janúar 2022 og hefur m.a. það markmið að samþætta þjónustu innan og á milli þjónustukerfa og efla þannig stuðning við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Þjónustu og stuðningi við börn er, með tilkomu Brúarinnar, skipt upp í 3. stig. Á stigi 1 eru verklag og úrræði innan skólans virkjuð. En þau eru eftirfarandi:
- SMT skólafærni
- Stuðningur umsjónarkennari
- Stuðningskennsla
- Námsver unglinga
- Glymur (tímabundið athvarf fyrir nemendur með flókinn hegðunarfrávik)
- Þroskaþjálfun (félagsfærni, sjónrænt skipulag, umbunarkerfi og.fl.)
- ÍSAT kennsla fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku
- Náms- og starfsráðgjafi
- Skóla- og frístundaliðar til stuðnings nemendum
- Lausnateymi
Ef árangur er ekki sem skildi getur nemendaverndarráð sett einstök erindi í viðeigandi ferli hjá brúarteyminu í samræmi við starfsreglur nemendaverndarráðs og brúarteymis. Hlutverk brúarteyma er þá að kortleggja stöðu barns og leita sameiginlegra lausna, barni og fjölskyldu þess til stuðnings. Í brúarteymi er nám, hegðun, þroski og/eða líðan barns rædd með samþykki foreldra og viðunandi úrræði á stigi 2. og 3. virkjuð til að bregðast við erfiðleikum eða aðstæðum barnsins.

Í nemendaverndarráði sitja:
Skólastjóri, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar, námsráðgjafi og deildarstjóri tómstundamiðstöðvar.
Í brúarteyminu sitja:
Aðstoðarskólastjóri sérverkefna, deildarstjóri stoðþjónustu, deildarstjórar stiga, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar ásamt ráðgjafa frá Fjölskyldu- og barnamálasviði og ráðgjafa frá Mennta- og lýðheilsumiðstöð
Tengiliðir farsældar eru:
Linda Hrönn Helgadóttir- Deildarstjóri yngsta stigs
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir - Deildarstjóri miðstigs
Hjördís Bára Gestsdóttir - Deildarstjóri unglingastigs
Anna Rut Pálmadóttir - Deildarstjóri stoðþjónustu
- Nýrri færsla
- Nýrri færsla