Sálfræðingur

Skólasálfræðingur er Þóra Kristín Flygenring

 Mennta- og lýðheilsusvið starfar eftir reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla nr. 585/2010.

Starfsreglur um meðferð beiðna frá foreldrum um sérstakan stuðning fyrir nemanda

 ,,Telji foreldrar að börn þeirra hafi sérþarfir og þurfi á sérstökum stuðningi í námi að halda geta þeir komið slíkri beiðni á framfæri við umsjónarkennara barnsins eða skólastjórnendur. Hver skóli skal setja sér starfsreglur um meðferð slíkra mála, m.a. um skráningu og varðveislu beiðna foreldra, annað verklag, samstarf og málshraða.“

Reglugerð um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010, 7. grein.

Telji foreldrar að börn sín hafi sérþarfir og þurfi sérstakan/aukinn stuðning í grunnskóla geta þeir komið ósk um það á framfæri við skóla barnsins með formlegum hætti. Um afgreiðslu málsins gilda eftirfarandi reglur:

  1. Beiðni er skráð á sérstakt eyðublað sem skal vera aðgengilegt á heimasíðu skólans.
  2. Beiðni skal senda skrifstofu grunnskólans og stíluð á skólastjóra.
  3. Erindið er tekið fyrir á næsta fundi í nemendaverndarráði skólans þar sem það er skráð í fundargerð. Á þeim fundi er tekin ákvörðun um meðferð erindisins, hvort það þurfi frekari úrvinnslu eða hvort hægt er að svara því strax.
  4. Við afgreiðslu erindis skal skóli taka mið af skyldum skóla og réttindum nemenda í samræmi við Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010 auk almennra laga og reglna um meðferð opinberra mála (sérstaklega stjórnsýslulög og upplýsingalög sem eru í gildi á hverjum tíma).
  5. Skriflegt svar með rökstuðningi er sent til foreldra / forráðamanna nemandans innan 25 - 35 daga (innan starfstíma skólans) frá móttöku erindisins.
  6. Leiði erindi til þess að barn fái aukinn stuðning í skóla, stuðlar skólinn að samstarfi við foreldra um framkvæmd (í skóla og heima) í samræmi við sérþarfir barnsins og einstaklingsnámskrá þar sem það á við.
  7. Beiðnin og önnur gögn vegna málsins eru varðveitt í einstaklingsmöppu nemandans í skjalaskáp skólans og lúta reglum um varðveislu og skráningu trúnaðargagna.
  8. Þessar reglur gilda um alla grunnskóla sem Hafnarfjarðarbær starfrækir og taka gildi við undirritun fræðslustjóra Hafnarfjarðar.

Skólasálfræðingur er Þóra Kristín Flygenring


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is