Skipulag stoðþjónustu

Í Hraunvallaskóla er áhersla á að allir nemendur séu fullvirtir og fullvirkir einstaklingar án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Við leitum því allra leiða til að öll börn geti stundað nám við sitt hæfi í skólanum.

Við stoðþjónustu skólans starfa kennarar sem sinna stuðningskennslu, þroskaþjálfar, sálfræðimenntaðir starfsmenn, náms- og starfsráðgjafi, skólafélagsráðgjafi og skóla- og frístundaliðar sem sinna stuðningi við nemendur. Deildarstjóri stoðþjónustu er Anna Rut Pálmadóttir annar@hraunvallaskoli.is sem sér um daglegt skipulag stoðþjónustu. Yfirumsjón og skipulag stoðþjónustunnar er á ábyrgð aðstoðarskólastjóra sérverkefna, Ástu Bjarkar Björnsdóttur astabjork@hraunvallaskoli.is

Að vori sækja umsjónarkennarar um stuðningskennslu og/eða annars konar stuðning fyrir nemendur sína fyrir næsta skólaár. Umsóknir eru afgreiddar út frá skipulagi stoðþjónustu skólans. Nemendum er forgangsraðað eftir stöðu þeirra í námi og öðrum forsendum, tekið er mið af greiningargögnum ef það á við. Forgangsröðun er endurskoðuð í kjölfar skimunarprófa, við annaskipti og oftar ef þörf er á.

Námsaðstoð á kennslusvæðum og í námsverinu Keili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.

Markhópur:

· Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum.

· Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í öllum greinum og vinna út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

· Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir.

· Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu.

· Að efla félags- og jafningjafærni nemenda.

· Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni.

Leiðir: Stuðningskennari kemur á kennslusvæði og aðstoðar nemendur í samvinnu við umsjónarkennara og/eða nemendur fara í Keili í ákveðnar kennslustundir á viku, þar sem þeir fá tækifæri til að vinna í litlum hópi með aðstoð stuðningskennara.

Námsaðstoð á kennslusvæðum fyrir nemendur í 5.- 7. bekk

Markhópur:

· Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum.

· Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í öllum greinum og vinna út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

· Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir.

· Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu.

· Að efla félags- og jafningjafærni nemenda.

· Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni.

Leiðir: Stuðningskennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara.

Námsaðstoð á kennslusvæðum fyrir nemendur í 8.- 10. bekk

Markhópur:

· Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum.

Markmið:

· Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir.

· Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu.

Leiðir: Stuðningskennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara.

Sértæk námsaðstoð í námsveri unglinga fyrir nemendur í 8. – 10. bekk

Markhópur:

· Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í þeim greinum sem þeir sækja í námsverið og vinna þar út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

· Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir.

· Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu.

· Að efla félags- og jafningjafærni nemenda.

· Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni.

Leiðir: Nemendur geta sótt kennslu í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði og ensku í námsveri þar sem unnið er að settum markmiðum hvers og eins með aðstoð kennara. Aukin áhersla á félagslega færni nemenda s.s. gegnum samræður og spil.

Athvarfið Glymur - Sérstök aðstoð vegna nemenda í 1. – 10. bekk með alvarleg frávik í hegðun

Markhópur:

· Hegðun einstaklings hefur neikvæð áhrif í daglegu lífi, s.s. í námi og samskiptum við aðra.

· Hegðunin getur verið ógnandi og hefur slæm og truflandi áhrif á starfsfólk og aðra nemendur.

Markmið:

· Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir.

· Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu.

· Að efla félags- og jafningjafærni nemenda.

· Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni.

Leiðir:

· Nemendur koma í Glym (skammtímaúrræði)

Nemendur geta, um ákveðinn tíma, dvalið í Glym allan skóladaginn sinn.

Nemendur geta komið í Glym ákveðnar kennslustundir yfir daginn, t.d. síðustu kennslustund dags þegar úthald og sjálfsstjórn er á þrotum.

Nemendur geta byrjað og endað skóladaginn í Glym.

Aðstoð við nemendur með annað móðurmál en íslensku.

Markhópur:

· Nemendur með annað móðurmál en íslensku og hafa litla eða enga færni í íslensku máli.

Markmið:

· Að þjálfa nemendur í íslensku máli.

· Að þróa þekkingargrunn og læsi.

· Að stuðla að félagslegri vellíðan nemenda.

Leiðir:

· Nemendur koma ákveðnar kennslustundir í viku þar sem áhersla er á kennslu í grunnorðaforða og eða flóknari orðaforða, læsi og menningu. Fjöldi kennslustunda hvers og eins fer eftir hversu lengi þeir hafa dvalið á íslandi og stöðu þeirra í íslensku. Unnið er í gegnum samræður, leiki spil og fleira.

· Kennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara.

Þroskaþjálfun

Þroskaþjálfar koma að þjálfun nemenda með fötlun í samstarfi við umsjónarkennara, stuðningskennara og skóla- og frístundaliða. Þroskaþjálfar skipuleggja m.a. námsaðstæður, aðlaga námsmarkmið og námsgögn, meta þjálfunarárangur og endurskoða markmið ásamt samstarfsaðilum. Þeir hafa m.a. að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku nemenda með fötlun og gæta hagsmuna þeirra.

Markhópur:

· Nemendur með fötlun

· Nemendur með flókin vanda

· Nemendur með slakan félagslegan þroska

Markmið:

· Að efla félags- og jafningjafærni nemenda

· Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

· Efla sjálfshjálp og sjálfstæði nemenda

· Efla færni í daglegum athöfnum

Leiðir: Sjónrænt skipulag, félagsfærnisögur, TEACCH-aðferðir, Cat – kassinn, ART námskeið og fleira.

Skóla- og frístundaliðar

Skóla- og frístundaliðar eru kennurum til aðstoðar varðandi nemendur með fötlun og aðra nemendur sem þurfa sértæka aðstoð. Þeir fylgja nemendum eftir allan daginn eða hluta úr degi, fer eftir þörfum hvers og eins. Skóla- og frístundaliðar vinna í samstarfi og undir leiðsögn kennara, stuðningskennara og þroskaþjálfa.

Markhópur:

· Nemendur með fötlun

· Nemendur með flókin vanda

· Nemendur með slakan félagslegan þroska

Markmið:

· Efla sjálfshjálp og sjálfstæði nemenda

· Styðja og leiðbeina nemendum í félagslegum samskiptum


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is