Skólafélagsráðgjafi

Skólafélagsráðgjafi í Hraunvallaskóla er Hafdís Inga Helgu- og Hinriksdóttir. Hægt er að hafa samband við skólafélagsráðgjafa með því að senda póst á hafdish@hraunvallskoli.is

Skólafélagsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðru sérfræðifólki sem koma að starfi nemenda. Hann er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og leitar lausna í málum þeirra. Félagsráðgjafi hefur sérþekkingu umfram aðrar starfsstéttir á barnaverndarlögum og úrræðum samfélagsins. Helstu verkefni eru:

Félagsleg og persónuleg ráðgjöf og stuðningur

  • veitir nemendum stuðning og aðstoð vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem hindra að nemandi njóti sín í námi og í félagslegum samskiptum.
  • veitir ráðgjöf varðandi ýmis réttindamál sem varða nemendur og gætir þess að ekki sé brotið á hagsmunum þeirra.

Forvarnir gegn ofbeldi og andfélagslegri hegðun

  • situr í eineltisteymi skólans og veitir málum sem tengjast forvörnum gegn einelti forgöngu.
  • sinnir fræðslu, könnunum, greiningu og úrvinnslu á ofbeldismálum (bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi)
  • veitir nemendum sem hafa orðið þolendur ofbeldis eða áfalla stuðning og fræðslu ásamt því að greina andfélagslega hegðun nemenda og nemendahópa.
  • er í viðbragðsteymi skólans vegna ofbeldismála.
  • er hluti af starfsmannateymi hegðunarathvarfs skólans (Glymur)

Samvinna, ráðgjöf og stuðningur við kennara og starfsfólks

  • veitir kennurum ráðgjöf og stuðning vegna nemendamála sem lúta að líðan, hegðun eða heimilisaðstæðum nemenda.
  • er til staðar og leiðbeinir starfsmönnum sem hafa orðið fyrir áföllum innan skólanna s.s. orðið fyrir ofbeldi af hálfu nemenda, foreldra eða samstarfsfélaga.

Samvinna, ráðgjöf og stuðningu við foreldra og forráðamenn

  • veitir foreldrum/forráðamönnum ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem snúa að börnum þeirra og geta hindrað að barn geti notið sín í námi og í félagslegum samskiptum.

Þróun úrræða og verkefna

  • skipuleggur eða sér um margvíslega hópavinnu í kringum vanda nemenda s.s. hóp fyrir kvíðafull börn, félagsfærniþjálfun og sjálfstyrkingarnámskeið.
  • kemur að þróun sértækra og almennra úrræða fyrir nemendur í samstarf við sérfræðinga og stofnanir utan og innan skólans.

Teymisvinna og samstarfsfundir

  • situr í Brúarteymi.
  • er teymisstjóri verkefnisins Heilsueflandi grunnskóli.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is