Dagskrá framundan

Grúskið

Í yngri deild vinna árgangar að ákveðnu þemaverkefni sem ákveðið er strax að hausti. Afrakstur þemans er til sýnis á opnu húsi.

Í miðdeild vinna árgangar að ákveðnu þemaverkefni. Hver árgangur tekur fyrirfram ákveðið þema:
5. bekkur: Landnám Íslands eða Ísland
6. bekkur: Norðurlöndin
7. bekkur: Evrópa
Á opnu húsi er afrakstur vinnu sýndur fyrir gesti

Unglingar vinna að áhugasviðsverkefni í 6 heila skóladaga þar sem stundatöflu er þjappað saman. Á sjötta degi er uppsetning verkefnis á svæði og allt gert klárt fyrir opið hús þar sem verkin verða til sýnis fyrir gesti og gangandi.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is