Náms- og starfsráðgjafi

Námsráðgjafi skólans er Guðný Eyþórsdóttir. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi í síma 5902800 eða gegnum gudnyey@hraunvallaskoli.is

Áhersla skólans í náms- og starfsráðgjöf er má skipta í fjóra meginflokka: Fyrirbyggjandi, græðandi, fræðandi og þroskandi.

  • Fyrirbyggjandi: Það grundvallast á því að skapa hverjum nemanda sem bestar aðstæður í skólanum og greiðan aðgang að aðstoðarmanni.
  • Græðandi: Er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi.
  • Fræðandi: Safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf, annast náms- og starfsfræðslu eða aðstoðar þá sem sinna henni sem og fræðslu um námstækni. Hann sinnir tengslum við önnur skólastig og atvinnulíf.
  • Þroskandi: Stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur

  • Persónuleg ráðgjöf miðar að því að veita nemendum stuðning svo að þeir nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.
  • Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif að þau hamla nemandanum í námi. Vandamálin geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg eða tengd samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni

Ólíkum nemendum henta ólíkir námsstílar. Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur finni út hvaða leiðir skila þeim bestum árangri. Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum m.a. með:

  • Að skipuleggja og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
  • Skipulagningu á námi
  • Minnis-, lestrar- og glósutækni
  • Vinnulag í einstökum greinum
  • Ritgerðarsmíð
  • Skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku

Hópráðgjöf og fræðsla

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, t.d. vegna náms- og starfsvals, námstækni og samskiptamála.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is