8.10.2019 : Danskir nemendur í heimsókn

Danskir-MVIMG_20191008_110028Í dag komu 23 nemendur frá Danmörku í heimsókn til okkar í Hraunvallaskóla ásamt kennurum þeirra. Nemendurnir sem eru 15 ára og koma úr Bernadotteskole í Kaupmannahöfn hittu jafnaldra sína í Hraunvallaskóla og fræddu þá um danska menningu, land og þjóð. Að því loknu var farið um skólann í smærri hópum undir leiðsögn nemenda í Hraunvallaskóla sem sögðu frá skólastarfinu okkar. Heimsóknin kemur til vegna tengsla sem mynduðust gegnum ERASMUS+ verkefnis sem lauk núna á vordögum og Hraunvallaskóli og Bernadotteskole voru þátttakendur í ásamt þremur öðrum skólum í Rúmeníu, Finnlandi og Norður Írlandi. 

...meira

8.10.2019 : Skólalóðin plokkuð

Nemendur sjá um að halda skólalóðinni okkar fínni - árgangarnir skiptast á um að týna upp ruslið sem fokið hefur inn á lóðina. Í þessari viku er það 8. bekkur sem sér um að hreinsa lóðina og auðvitað eru þau að standa sig frábærlega vel.

...meira

4.10.2019 : Gulldrekalottó í næstu viku

Nú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 7. október og stendur yfir í 2 vikur.

Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans ( matsal, göngum og skólalóð). Jákvætt andrúmsloft skapast sem leiðir til betri hegðunar.

Allir nemendur geta verið með í leiknum.

Leikurinn gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10 bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“.

Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum.
Nemendur sem fá „Gulldreka“ fara með hann til ritara, skila „Gulldrekanum“ og draga númer. Þau skrifa númerið sem þau drógu, nafnið sitt, bekk og dagsetningu á þar til gerðan miða og líma hann upp á „Gulldrekalottóspjaldið“ sem er fyrir framan hjá ritara.

Að leik loknum er dreginn út vinningsröð á báðum lottóspjöldum og þeir nemendur sem eiga miða í þeim röðum koma sem fulltrúar árgangsins í veislu og taka á móti viðurkenningu fyrir þátttökuna sem allir í árganginum njóta.

Með skólakveðju,

SMT- teymið

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is