26.6.2014 : Laus störf í Hraunvallaskóla

Hraunvallaskóli auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:

  •             Kennsla á yngsta stigi
  •             Kennsla á miðstigi
  •             Sérkennsla
  •             Þroskaþjálfi
  •            Stuðningsfulltrúi
  •            Skólaliði

Allar upplýsingar gefa Lars Jóhann Imsland skólastjóri og Guðrún Sturlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri. Umsóknarfrestur er til 30. júní  2014. Umsóknir skulu berast til: lars@hraunvallaskoli.is)

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið

 

 

18.6.2014 : Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa skólans lokar 21. júní og opnar aftur 11. ágúst.

Foreldrar eru hvattir til að kíkja við á næstu dögum til að fara yfir óskilamuni.

11.6.2014 : Vorbrosið

Brosið, fréttablað Hraunvallaskóla, er komið út. Efnistök eru fjölbreytt að venju. Starfsfólk Hraunvallaskóla óska nemendum og foreldrum gleðilegs sumars og ánægjulegra stunda í sumarleyfinu. Skólasetning verður 22. ágúst.

Smellið á myndina til að lesa vorbrosið.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is