16.1.2020 : Heimsókn í álverið

Þessi glæsilegi hópur nemenda úr 10. ÓS og 10 KJ heimsóttu álverið í Straumsvík í gær. Farið var með hópinn í kynnisferð um álverið. Byrjað var í matsalnum þar sem hópurinn fékk sódavatn (úr áldósum) og kremkex. Bjarni Már upplýsingafulltrúi álversins fræddi þau um starfsemi og svo var haldið í göngutúr um svæðið, inn í steypuskála og kerskála og voru krakkarnir til fyrirmyndar í alla staði. Ferðin var liður í náminu í náttúrugreinum - efnafræði og vistfræði og er álversferðin að verða fastur liður hjá 10. bekk. Með í för frá skólanum voru Ásgeir Rafn Birgisson, Ólafur Sigvaldason og Símon Örn Birgisson.

...meira

15.1.2020 : SÖNGKEPPNI HAFNARFJARÐAR Í KVÖLD!

Við eigum 2 atriði í keppninni....hlökkum til að sjá marga stuðninsmenn á staðnum!
ÁFRAM Bergdís Hrönn Óladóttir, Sveinbjörg Júlía Scheving Kjartansdóttir, Svandis Helga, Jón Ragnar Einarsson, Erlendur Snær Erlendsson og Aron Þór Björgvinsson :) 

Gangi ykkur vel <3


P.s. ekki hægt að borga með korti á staðnum!

...meira

13.1.2020 : Gul viðvörun!

RoskunGul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til þess að fylgjast með veðurspá og færð næstu daga. Foreldrar og forráðamenn eru beðin um að fylgjast með aðstæðum í fyrramálið og er hvatt til þess að börnum yngri en 12 ára sé fylgt í skólann í fyrramálið, þriðjudag 14. janúar.

Enska:
A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is