28.1.2015 : Lífshlaupið

Hraunvallaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Lífshlaupinu 2015. Lífshlaupið er átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið verður ræst miðvikudaginn 4. febrúar og stendur að þessu sinni til 17. febrúar. Landsmenn hafa tekið Lífshlaupinu gríðarlega vel. Heildarfjöldi þátttakenda jókst á milli ára um 2,7% og var árið 2014 21.974 en 21.400 árið 2013. Aukningin var mest í vinnustaðakeppninni en þar jókst þátttakan um 9,0%.

...meira

23.1.2015 : Vibbi í vör

HafnarfjarðarbærSöngvarinn, knattspyrnumaðurinn og Ísland Got Talent dómarinn Jón Ragnar Jónsson kom í heimsókn síðastliðinn fimmtudag og ræddi við nemendur í 8. bekk. Heimsóknin er liður í forvarnarátaki Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar geg tóbaksneyslu barna og ungmenna. Áherslan nú beinist að munntóbaksforvörnum og hefur Jón Ragnar tekið þátt í átakinu síðustu ár.
...meira

22.1.2015 : Frábær frammistaða í Söngkeppni Hafnarfjarðar

HafnarfjarðarbærSöngkeppni Hafnarfjarðar var haldin í síðastliðið miðvikudagskvöld í Hrauninu í Víðistaðaskóla. Í keppninni voru 14 atriði, öll glæsileg.

Keppendur Mosans voru Eyþór Eysteinsson og Ragna Steinunn Arnarsdóttir sem bæði koma úr 10. bekk. Þau stóðu sig með stakri prýði en Eyþór söng lagið Svartur afgan og Ragna Steinunn söng Minning.

Meða dómarar réðu ráðum sínum stigu svo þrír drengir úr Hraunvallaskóla á stokk og voru með frábært skemmtiatriði. Þetta voru þeir Hjörtur Ingi Halldórsson, Magnús Dagur Guðmundsson og Karl Viðar Pétursson en þeir tóku lagið On my playstation og vöktu mikla lukku viðstaddra.

Eyþór gerði sér lítið fyrir og vann söngkeppnina og vann sér með því sæti í Söngkeppni SAMFÉS sem haldin verður í Laugardalshöll 14. mars næstkomandi. Þar mun hann syngja ásamt þeim Telmu Kolbrúnu Elmarsdóttur og Ingu Steinunni Henningsdóttir frá Ásnum í Áslandsskóla.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og velgengni í söngkeppni SAMFÉS í mars.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is