18.2.2019 : Vetrarfrí

Miðvikudagurinn 20. febrúar er skipulagsdagur samkvæmt skóladagatali. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag en opið er í Hraunseli fyrir þá sem hafa skráð sig þar. Fimmtudaginn 21. febrúar og föstudaginn 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hraunsel er lokað þá daga. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. febrúar. Venju samkvæmt er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.

Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana

Winter break – free admission to the swimming pools and a lot of fun things to do at the museums and library

Ferie zimowe – darmowe wejście na baseny oraz wiele ciekawych zajęć w Bibliotece oraz Muzeach w Hafnarfjörður

...meira

15.2.2019 : Nemendum líður vel í Hraunvallaskóla

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt niðurstöðum mælinga í Skólapúlsinum þá líður nemendum vel í Hraunvallaskóla. Einelti mælist marktækt undir landsmeðaltali og samband nemenda og kennara er traust og gott. Niðurstöður eru almennt mjög jákvæðar og marktækur jákvæður munur er á eftirfarandi matsþáttum:

  • Þrautseigja í námi
  • Trú á eigin vinnubrögð í námi
  • Trú á eigin námsgetu
  • Sjálfsálit
  • Stjórn á eigin lífi
  • Einelti
  • Samsvörun við nemendahópinn
  • Samband nemenda við kennara

Nemendur upplifa einnig að þeir séu virkir í tímum, þeim líður vel, borða hollt og finnst vera agi í kennslustundum. Það sem mælist undir meðaltali (ekki marktækur munur) er ánægja af lestri og náttúrufræði. Hér má sjá samanburð á niðurstöðum mælinga frá því í október og janúar.

...meira

15.2.2019 : Fyrirlestur um jákvæð samskipti á mánudaginn

Við minnum á þessa skemmtilegu fræðslu!

51279064_10156087692507913_791931156940455936_o

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is