7.12.2018 : Forritunargleði

 

Hour of Code/klukkurstund forritunar verkefninu sem Hraunvallaskóli tekur þátt í nú í fyrsta sinn lýkur í dag föstudaginn 7.desember. Það er gaman að segja frá því að nú hafa allir nemendur skólans prófað að forrita. Á mánudeginum forrituðu 8. - 10.bekkur og 2. - 6.bekkur, 7. - og 1.bekkur hittust svo á fimmtudeginum og forrituðu saman í klukkustund. Krakkarnir foru frábærir og fóru létt með þetta.

 

 

...meira

3.12.2018 : Hour of Code - klukkustund kóðunar í Hraunvallaskóla

 Vikan 3. - 7.desember er alþjóðleg vika forritunar. Á síðunni Hour of Code https://hourofcode.com/us eru fjöldi forritunarverkefna eða áskorana fyrir krakka á aldrinum fjögurra til átján ára á mörgum tungumálum.  Hraunvallaskóli tók þátt í slíkri áskorun í dag og var einn af rúmlega 20 skólum á landinu með slíkt verkefni. Nemendur í 8. - 10. bekk heimsóttu nemendur á yngsta stigi og kenndu yngri nemendum forritun gegnum skemmtilega leiki. Þetta gekk mjög vel þökk sé nemendum unglingastigs sem stóðu sig frábærlega í þessu hlutverki.  

Á miðstigi forrituðu 5. og 6. bekkur og næsta miðvikudag mun 7.árgangur heimsækja 1.bekk til að forrita með þeim.

Síða verkefnisins er öllum opin og við hvetjum nemendur til að nýta sér hana.

...meira

30.11.2018 : Jólaföndur forelrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélagsins verður ekki á morgun, laugardag, eins og kemur fram á skóladagatali. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is