15.8.2016 : Innkaupalistar skólaárið 2016-2017

Innkaupalistar

Eftirfarandi innkaupalistar eru tilbúnir fyrir skólarið 2016-2017 

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

unglingadeild

5.8.2016 : Skólaaskur

Skolaaskur_pHafnafjarðarbær hefur gert samning við Skólaask um rekstur mötuneyta leikskóla og grunnskóla. Skólaaskur mun taka að sér rekstur mötuneyta og lögð verður áhersla á þrjá mikilvæga þætti: næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun.

Í upphafi skólaárs þarf að skrá öll börn í mataráskrift í gegnum heimasíðu Skólaasks, sjá vefslóð: http://skolaaskur.is/skr%C3%A1ning.html  – hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir. Áskrift framlengist sjálfkrafa um einn mánuð nema ef áskrift sé sagt upp eða breytt. Allar breytingar hvort heldur er varða dagaval, greiðslumáta eða uppsögn skal gera fyrir 21. hvers mánaðar undan þeim mánuði sem breytingum er ætlað að taka gildi.

...meira

4.8.2016 : Skólasetning

IMG_0349Skrifstofa skólans opnar mánudaginn 8. ágúst. Skólasetning er sem hér segir mánudaginn 22. ágúst:

  • Kl. 08:30    8., 9. og 10. bekkur
  • Kl. 09:00    2. og 3. bekkur
  • Kl. 09:30    4. og 5. bekkur
  • Kl. 10:00    6. og  7. bekkur

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst nema hjá nemendum í unglingadeild sem byrja samkvæmt stundaskrá 22. ágúst.

Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara mánudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennara þegar nær dregur.

 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is