26.4.2016 : Umferðaröryggi

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. 

Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi. 

...meira

14.4.2016 : Orðaþrenna

Orðaþrenna vikunnar er nýtt verkefni í skólanum og er tilgangur þess að auðga orðaforða nemenda og efla lesskilning. Þrjú orð eru tekin fyrir vikulega og taka kennarar og starfsmenn skólans þátt í að nota þessi orð sumir munnlega og aðrir skriflega.  Að viku liðinni eru ný orð valin og svo koll af kolli. Orðin eiga það sameiginlegt að að heyrast ekki oft í daglegu tali en eru  algeng í lesmáli og einkenna tal þroskaðra málnotenda. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að taka þátt í verkefninu með okkur en góður orðaforði er lykillinn að lesskilningi og farsælu námsgengi. Sum orðin hafa margræða merkingu og geta skapað skemmtilegar umræður og stemningu. Orðaþrenna vikunnar 18.-24. apríl er:

...meira

12.4.2016 : Nýtt veglegt Bros

Brosið er komið út í 3. skiptið í vetur. Brosið er óvenju veglegt að þessu sinni enda frá mörgu að segja í fjölmennasta skóla landsins. Smellið hér til að lesa um líflegt og skemmtilegt skólastarf þar sem frábærir nemendur og starfsmenn eru í öndvegi.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is