28.10.2014 : Höfundur í heimsókn

HafnarfjarðarbærBrynja Sif Skúladóttir rithöfundur kom í heimsókn á bókasafn Hraunvallaskóla í dag. Hún ræddi við nemendur í 7. bekk um ímyndunaraflið og las upp úr væntanlegri bók sinni Nikký og baráttan um bergmálstréð. Nemendur höfðu gaman að og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja úr sinni sögugerð.

Annars viljum við benda á að bókasafn Hraunvallaskóla er komið með síðu á Facebook sem við hvetjum ykkur til að líka við enda er ávallt margt um að vera þar. Þið finnið síðuna með því að skrifa Bókasafn Hraunvallaskóla í leitargluggann.
...meira

17.10.2014 : Bleikur dagur

Fimmtudagurinn 16. október var bleikur dagur í Hraunvallaskóla. Nemendur og starfsmenn mættu í skólann í einhverju bleiku til að vekja athygli á góðu málefni en október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Sumir tóku þetta alla leið eins og myndin sýnir.

14.10.2014 : Vetrarfrí

Vetrarfrí er í Hraunvallaskóla 20. og 21. október. Nemendur mæta ekki í skólann þessa daga.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is