16.3.2020 : Skipulag á skólastarfi næstu vikur

Eins og aðstæður eru á þessari stundu er því miður ekki hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi. Það verður því með gjörbreyttu sniði og takmarkað eins og áður hefur komið fram. Á meðan á neyðarstigi stendur er verkefni okkar allra að halda börnum og ungmennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Kennarar og annað starfsfólk mun gera sitt besta til þess að skóla- og heimanám nemenda verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa.

Nemendur mæta í skólann á morgun þriðjudag eins og hér segir:

...meira

15.3.2020 : Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tekur gildi frá miðnætti í kvöld. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf getur ekki verið með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá þriðjudeginum 17. mars. Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í grunnskólunum og aðeins starfsfólk mætir i skóla. Síðdegis þann dag mun hver skóli senda foreldrum nánari upplýsingar um framkvæmd skólastarfsins frá þriðjudeginum.

English below

...meira

13.3.2020 : Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í öllum skólum

Í morgun á blaðamannafundi kom fram að skólastarf í grunnskólum mun halda áfram þrátt fyrir samkomubann á öðrum stöðum. Grunnskólum er skylt að halda áfram en þó með breyttu sniði. Í dag komu nemendur með Ipad (5.-10. bekkur) og námsgögn með sér heim úr skólanum. Ástæðan fyrir því er að við erum byrjuð að undirbúa breytt skólastarf og ef til samkomubanns kemur hvað varðar grunnskóla. 

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann þennan mánudag.

Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast vel með tölvupóstum frá okkur.
En umfram allt skulum við halda ró okkar og vinna hlutina saman því þá gengur allt svo miklu betur.

Njótið helgarinnar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is