23.2.2015 : Stóra upplestrarkeppnin í Hraunvallaskóla

Hafnarfjarðarbær
Stóra upplestrarkeppnin í Hraunvallaskóla var haldin í morgun við hátíðlega athöfn á sal þegar tólf lesarar lásu textabrot og tvö ljóð. Óhætt er að segja að keppendurnir hafi verið hverjum öðrum betri og var dómnefndin ekki öfundsverð að hlutverki sínu. Að lokum völdu þau þó þrjá keppendur, tvo aðalmenn og einn varamann, til þess að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni í Hafnarfirði sem fram fer í Hafnarborg í mars. Aðalmenn eru þær Ágústa Ýr Óskarsdóttir og Lilja Rut Valgarðsdóttir en varamaður er Hjördís Helga Ægisdóttir.
...meira

20.2.2015 : Skipulagsdagur og vetrarfrí

Við minnum foreldra og nemendur á að í miðvikudaginn 25. febrúar er skipulagsdagur starfsfólks og því engin kennsla. Á fimmtudag og föstudag er svo vetrarfrí.


Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. mars.
...meira

18.2.2015 : Öskudagur

Það var fjör hjá okkur í dag á öskudeginum. Mjög margir voru í búningum og karnivalstemning var í húsinu. Í unglingadeild var svo spiluð félagsvist sem nemendur voru mjög ánægðir með.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is