11.4.2014 : Fyrirlestur um rafrænt einelti

Miðvikudaginn 23. apríl nk. ætlum við í Hraunvallaskóla að bjóða bæði nemendum og foreldrum barna á mið- og unglingastigi upp á fyrirlestur um rafrænt einelti.   Hafþór Birgisson tómstunda- og félagsmálafræðingur  hefur farið víða og haldið fyrirlestra um þetta efni.  Þetta er einn þáttur í forvarnarverkefninu gegn einelti sem nefnist „Stöndum saman“ en við í Hraunvallaskóla höfum verið að vinna að þessu brýna verkefni  í vetur.   Fyrirlestrarnir eru sem hér segir: 

...meira

7.4.2014 : Litla upplestrarkeppnin

LiHafnarfjarðarbærtla upplestrarkeppnin var haldin 3. og 4. apríl hjá 4. bekk, þar sem hver og einn nemandi keppir við sjálfan sig. Í raun er réttara að tala um hátíð frekar en keppni. Stífar æfingar voru búnar að vera hjá nemendum og ekki hægt að segja annað en þeir hafi staðið sig frábærlega vel. Foreldrum var boðið að koma ásamt 3. bekk skólans. Eftir keppnina var boðið uppá veitingar á heimasvæði 4.bekkjar. Að lokinni keppninni fengu nemendur afhent viðurkenningarskjöl.

...meira

7.4.2014 : Skóladagatal 2014-15 og Brosið

Skóladagal Hraunvallaskóla fyrir skólaárið 2014-2015 er tilbúið. Smellið á myndina til að sjá betur. Fréttabréf skólans, Brosið, er komið út í þriðja skiptið á þessu skólaári. Efnistök eru fjölbreytt að venju. Njótið vel. Smellið hér til að lesa.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is