23.9.2020 : Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Hlaup-1Það voru hressir og brosandi krakkar sem tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær þriðjudaginn 22. september. Nemendur létu blautt veður ekki á sig fá og hlupu eða gengu vasklega merktan hring um skólahverfið. Allir nemendur fóru í það minnsta einn hring og margir kusu að fara fleiri. Eftir því sem leið á hlaupið batnaði líka veðrið og allir komu glaðir aftur í hús til að halda áfram með verkefnin sín.

...meira

17.9.2020 : Tilkynning - Sóttvarnir

ImagesKæru foreldrar/forsjáraðilar
Því miður eru fréttir af covid smitum undanfarna daga alls ekki góðar. Það sýnir okkur enn og aftur að við megum ekki láta deigan síga og að þessari baráttu er ekki lokið hjá okkur. Það er því ENN MEIRI ástæða til að skerpa á sóttvörnunum og brýna allar aðgerðir okkar. Við þurfum að gera allt sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir smit í skólanum okkar og koma í veg fyrir að stór hópur þurfi að fara í sóttkví. Ég vil því ítreka einstaklingsbundnar sóttvarnar með handþvotti og spritti og 1M regluna. Eins er mikilvægt að takmarka alla óþarfa umferð fullorðinna um skólann okkar. Foreldrar/forsjáraðilar eru því vinsamlegast beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna nema brýna nauðsyn beri til.

...meira

10.9.2020 : Skipulagsdagur

Á morgun föstudaginn 11. september er skipulagsdagur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is