2.10.2015 : Lestur er lífsins leikur

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Þjóðarátaki í læsi hefur verið hleypt af stokkunum og hafnfirsk skólayfirvöld skrifuðu undir þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn nú á dögunum. Unnið hefur verið að sameiginlegri áætlun um bættan árangur hafnfirskra skólabarna í lestri á síðustu misserum með aðkomu fulltrúa frá öllum leik- og grunnskólum í bæjarfélaginu. Við í Hraunvallaskóla erum virkir þátttakendur í þessu verkefni og ætlum að leggja aukna áherslu á þennan þátt skólastarfsins næstu misserin.

Á samtalsdegi fengu öll heimili afhentan bæklinginn
Lestur er lífsins leikur. Hann inniheldur ítarlegar upplýsingar um hvaða próf og kannanir verða lögð fyrir í öllum grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar og hvaða viðmið eru sett um viðbrögð.  Við í Hraunvallaskóla höfum lagað okkar starf að þessum áherslum og hlökkum til að takast á við þetta krefjandi og mikilvæga verkefni í samstarfi við ykkur. Sameiginlegt markmið okkar allra er að nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju við lok grunnskólanáms.
...meira

27.9.2015 : Skipulagsdagur 28. september og samtalsdagur 1. október

Mánudaginn 28. september er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla samkvæmt skóladagatali. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag. Fimmtudaginn 1. október er samtalsdagur í Hraunvallaskóla. Þá koma foreldrar/forráðamenn og barn saman í skólann og hitta umsjónarkennara sinn. Samtölin fara fram á heimasvæðum. Foreldrar fá nánari upplýsingar um samtalstíma frá umsjónarkennara. Við minnum á að allir kennarar eru til viðtals þennan dag. Nemendur í 7. bekk eru með köku- og kaffisölu á samtalsdaginn og biðjum við alla foreldra um að styrkja gott málefni en verið er að safna fyrir nemendaferð í skólabúðir. Athugið að einungis er tekið við peningum.

23.9.2015 : Útivistartíminn

Virðum reglurnar

Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar undanþágur verða æ fátíðari og foreldrar látnir vita um slíkt.

Foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma, taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni og foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum.

Virkir foreldrar

Þátttaka foreldra í Foreldrarölti hefur stutt við að útivistartíma sé framfylgt auk þess sem það að foreldrar hittast gefur þeim tækifæri á að standa enn betur saman því að huga að velferð barna.

Foreldrar, stöndum saman að því að tryggja að börnin okkar alist upp í heilbrigðu umhverfi.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is