7.11.2018 : Brosið er mætt :)

Eins og alltaf er fréttablað Hraunvallaskóla stútfullt af fréttum enda alltaf nóg skemmtilegt um að vera í skólanum. Það eru 16 blaðsíður af frábærum fréttum um okkur öll. 

...meira

25.10.2018 : Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson flytur fyrirlestur í Hraunvallaskóla mánudaginn 29. október, kl. 20:00. 

Í fyrirlestrinum fjallar Þorgrímur um hvatningu um að standa sig frábærlega í lífinu, bera ábyrgð á eigin vegferð, setja sér markmið, hjálpa hvert öðru, sýna samkennd og huga að litlu hlutunum dags daglega sem breyta lífi okkar. Hann fjallar um sterka liðsheild og notar landsliðið í fótbolta sem dæmi, segir sögur og sýnir myndbönd sem hreyfa við öllum.

Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir foreldrar og forráðamenn hjartanlega velkomnir. Sjáumst á mánudaginn!

...meira

17.10.2018 : Vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Sjá dagskrá meðfylgjandi, einnig á pólsku og ensku.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is