15.8.2017 : Skólasetning

 Skólasetning er sem hér segir þriðjudaginn 22. ágúst:

  • Kl. 08:30    2. og 3. bekkur
  • Kl. 09:00    4. og 5. bekkur
  • Kl. 09:30    6. og 7. bekkur
  • Kl. 10:00    8., 9. og 10. bekkur
Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara sama dag. Nánari upplýsingar koma frá umsjónakennara þegar nær dregur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. – 10. bekk miðvikudaginn 23. ágúst

1. bekkingar mæta í örstutta  „skólasetningu“ á sal kl. 08:10, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

...meira

18.7.2017 : Kennara vantar til að vinna með frábærum nemendum næsta vetur!

WP_20170301_08_49_36_ProVið vekjum athygli á að enn vantar kennara til að vinna með frábærum nemendum í Hraunvallaskóla næsta vetur. Sjá nánar hér

...meira

18.7.2017 : Gjaldfrjáls skóli í Hafnarfirði

20170405_103444249_iOSFræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Með þessu stuðlar Hafnarfjarðarbær að frekari jöfnuði, minnkuðu kolefnaspori og minni sóun. Auk þess sem hagkvæmni næst í innkaupum og mögulega hagkvæmni í kennslustofunni. Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is