18.3.2019 : Notkun spjaldtölva

26. mars verður haldin kynning fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í Hraunvallaskóla um notkun spjaltölva í kennslu og námi. Allir foreldrar eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega
foreldra 5. til 8.bekkja til að mæta. Kynningin verður haldin í fyrirlestrasalnum kl:17:30 - 18:30.

...meira

7.3.2019 : Nemandi í Hraunvallaskóla vann forritunarkeppni grunnskólanna í Tækniskólanum

fyrstasæti (2)Forritunarkeppni grunnskólanna var haldin 2. mars 2019. Keppnin er haldin árlega og er opin öllum grunn­skóla­nem­endum í 8. – 10. bekk sem hafa áhuga á for­ritun. Þemað í ár var retró tölvu­leikir. Notast var við for­rit­un­armál í textaham og í boði voru fríar pizzur og bolir fyrir alla þátt­tak­endur. Allir kepp­endur fengu viðurkenn­ing­ar­skjöl og verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Kristinn Vikar Jónsson nemandi í Hraunvallaskóla fékk verðlaun fyrir fyrsta sætið. Við óskum honum hjartanlega til hamingju!        

...meira

6.3.2019 : Fræðsla um kvíða hjá börnum og unglingum

Kvidi-53595369_10156149884817913_4905273077790670848_oNú er komið að því að fræðast betur um vellíðan barnanna okkar. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, heldur fyrirlestur um kvíða hjá börnum og unglingum fyrir foreldra í Hraunvallaskóla. Steinunn hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar þar sem hún m.a leggur áherslu á að greina á milli kvíða (sem er tilfinning og hluti af lífinu) og kvíðaröskunar (sem þarf að fá meðferð við). Við hvetjum foreldra til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hlusta á Steinunni og þiggja ráð úr viskubrunni hennar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is