3.6.2020 : Grúskdagar í Hraunvallaskóla 2020 ,,Ferðumst innanhúss“

Mynd-3_1591201204823Grúskdagar í Hraunvallaskóla 2020 ,,Ferðumst innanhúss“ Opið hús sem hefur mörg undanfarin ár verið uppskeruhátíð þemadaga að vori í Hraunvallaskóla, fór fram með óhefðbundnum en skemmtilegum hætti í morgun. Þar sem ekki var hægt að bjóða foreldrum að skoða afrakstur Grúsksins hjá okkur þetta árið ákváðum við að ,,Ferðast innan húss“ og bjóða árgöngum að skoða hver hjá öðrum. 

...meira

3.6.2020 : Skólaslit þessa skólaárs

Nú fer að líða að lokum þessa óvenjulega skólaárs. Skipulag skólastarfs hefur verið margbreytilegt og eiga nemendur og starfsfólk heiður skilið fyrir aðlögunarhæfni sína aftur og aftur. Við höldum áfram á sömu braut og berum ábyrgð í okkar samfélagi. Við skólaslit höfum við hingað til boðið foreldra/forsjáraðila velkomna með börnum sínum. Sökum aðstæðna ætlum við að breyta því skipulagi í 1.-9. bekk og útfærsla á útskrift 10. bekkjar verður með breyttu sniði.

Skólaslit 10. bekkjar föstudaginn 5. júní
Útskrift 10. bekkjar fer fram föstudaginn 5. júní. Þetta skólaárið ætlum við að leyfa hverjum og einum bekk að njóta útskriftarinnar saman. Með hverjum nemanda mega fylgja að hámarki 5 gestir.
Athygli er vakin á því að ekki verður kaffihlaðborð að þessu sinni.
Við útskrifum bekkina í þessari röð:
kl. 15:00 10. KJ
kl. 16:00 10. ÓS
kl. 17:00 10. KP
kl. 18:00 10. JTS

Skólaslit 1.-9. bekkjar mánudaginn 8. júní
Skólaslitin hjá 1.-9. bekk verða óbreytt nema að því leyti að foreldrum/forsjáraðilum verður ekki boðið að koma með börnum sínum að þessu sinni. Nemendur 1. og 2. bekk mæta á sitt heimasvæði og fylgja umsjónarkennara sínum niður í sal. Nemendur í 3. - 9. bekk mæta beint í salinn og fara síðan upp á sitt heimasvæði eða í sína heimastofu með umsjónarkennara/um í framhaldinu.

Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
kl. 09:00 Skólaslit 1. og 2. bekkjar (nemendur mæta kl. 08:45 á sitt heimasvæði)
kl. 09:30 Skólaslit 3. og 4. bekkjar
kl. 10:00 Skólaslit 5.-7. bekkja
kl. 10:30 Skólaslit 8. og 9. bekkjar


...meira

27.5.2020 : Glæsilegir fulltrúar Hraunvallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni og í smásagnakeppni 8.-10. bekkja

MVIMG_20200526_165948Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Víðistaðakirkju í gær og voru þau Júlía Lind Sigurðardóttir og Arnar Logi Ægisson nemendur í 7. bekk fulltrúar okkar að þessu sinni. Þau stóðu sig frábærlega í annars jafnri og hátíðlegri keppni. Það var fulltrúi Hvaleyrarskóla sem fór með sigur að hólmi í þetta skiptið og fulltrúar Lækjarskóla og Setbergsskóla komu svo í næstu tvö sæti. Jón Ragnar Einarsson nemandi í 10. ÓS komst aftur á móti á pall því hann varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni í 8.-10. bekkja veturinn 2019-2020. Hraunvallaskóli átti líka hæfileikaríka nemendur sem sáu um tónlistaflutning á hátíðinni en 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is