13.5.2019 : Hæfileikakeppni miðdeildar

Mánudaginn 6. maí var Hæfileikakeppni miðdeildar haldin. Þar komu þrír fulltrúar hvers árgangs fram með atriði. Atriðin voru fjölbreytt og öll virkilega flott enda er óhætt að segja að dómararnir áttu í miklum erfiðleikum með að ákveða vinningashafa.

1. sæti: Danshópurinn Congo´s; Baldvina Þurý, Ragnheiður Jenný, Halldór Ingi og Daníel. 6. bekk

2. sæti: Karítas, Guðrún Inga og nokkrir áhorfendur með söng, píanóspil og dans. 7. bekk

3. sæti: Ísól spilaði á ukulele 5. bekkur

3. sæti: Ísak Nói með píanóspil. 7. bekk

Frumlegasta atriðið: Karítas og Guðrún Inga og nokkrir áhorfendur með söng, píanóspil og dans. 7. bekkur

...meira

9.5.2019 : Hraunvallaskóli vann íþróttakeppni 9. bekkja í Hafnarfirði

Á hverju ári er haldin íþróttakeppni milli allra 9. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar. Mótið fer fram til skiptis á Ásvöllum og í Kaplakrika en keppt er í ýmiskonar greinum. Þetta árið fór keppnin fram í Kaplakrika. Allur 9. bekkurinn okkar fór því þangað, ýmist til að keppa eða hvetja sinn skóla. Krakkarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu íþróttakeppnina annað árið í röð því 9. bekkur í fyrra sigraði keppnina líka á síðasta ári. Sigruðu handboltann og fótboltann, lentu í öðru sæti í frjálsum og þriðja sæti í bandý. Komu krakkarnir því heim með fjóra bikara í fararteskinu, einn fyrir handboltann, einn fyrir fótboltann, einn bikar fyrir sigurinn til eignar og einn farandbikar. Flottur árangur hjá flottum krökkum!

...meira

7.5.2019 : Bókabrall

Bókabrall er samstarfsverkefni bókasafns- og upplýsingafræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Með Bókabrallinu viljum við vekja athygli á samstarfi okkar bókasafnsfræðinganna og mikilvægi safnanna í öllu skólastarfi. Brallið í ár var haldið dagana 2. og 3. maí. Það er fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og er nokkurskonar þrautakeppni þar sem 3 – 5 nemendur vinna saman að því að leysa þrautir sem tengjast bókmenntum. Í ár útbjuggum við fimm þrautir fyrir hvert af eftirfarandi aldursstigum; 1.-2. bekkir, 3.-5. bekkir og 6.-7. bekkir. Hér í Hraunvallaskóla var gríðarlega góð þátttaka og mátti sjá nemendur út um allan skóla í líflegum samræðum um ýmis konar rithöfunda, bókatitla, gæludýr sögupersóna, kvikmyndir gerðar eftir bókum, vináttu í bókum og margt fleira.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is