20.11.2014 : Skipulagsdagur

Föstudagurinn 21. nóvember er skipulagsdagur í Hraunvallaskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður.

19.11.2014 : JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGSINS

JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGSINS Í HRAUNVALLASKÓLA VERÐUR LAUGARDAGINN 22. NÓVEMBER KL: 10- 13.

 FÖNDUR VERÐUR TIL SÖLU Á VÆGU VERÐI. TAKIÐ MEÐ YKKUR GAMALT STÍGVÉLI EF ÞIÐ EIGIÐ ÞVÍ VIÐ ÆTLUM AÐ MÁLA ÞAU OG SKREYTA. NAUÐSYNLEGT ER AÐ TAKA SKÆRI MEÐ OG GOTT ER AÐ HAFA PENNAVESKIÐ LÍKA.

Í FJÁRÖFLUNARSKYNI FYRIR VÆNTANLEGA ÚTSKRIFTARFERÐ MUNU KRAKKAR Í 10. BEKK SJÁ UM KAFFISÖLUNA. VIÐ GETUM AÐEINS TEKIÐ VIÐ REIÐUFÉ EKKI GREIÐSLUKORTUM.

HLÖKKUM TIL AÐ EIGA MEÐ YKKUR NOTALEGA SAMVERUSTUND ÞAR SEM VIÐ FÖNDRUM, DREKKUM KAKÓ , BORÐUM PIPARKÖKUR OG KOMUMST Í JÓLAGÍRINN.

JÓLAKVEÐJA; FORELDRAFÉLAG HRAUNVALLASKÓLA

12.11.2014 : Líf og fjör í 2. bekk

Hafnarfjarðarbær

Hvað er í gangi þegar nokkrir nemendur í 2. bekk standa frammi á gangi og kasta skónum sínum? Svarið er einfalt; þau eru að læra! Viðfangsefnið í stærðfræði hjá krökkunum þessa stundina er mælingar. Verkefni dagsins snerist um að kasta skónum sínum og mæla hversu langt hann fór með þremur mismunandi aðferðum. Krakkarnir höfðu greinilega gaman að þessari skemmtilegu kennslustund og voru einstaklega flink í að mæla.

Það er sannarlega gaman í 2. bekk!

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is