13.3.2018 : Hraunvallaskóli í 2. sæti í boðsundskeppni grunnskólanna

Þessir glæsilegu nemendur í miðdeild lentu í 2. sæti í boðsundskeppni grunnskólanna sem haldin var í Ásvallalaug í morgun. Er þetta í annað árið í röð sem Hraunvallaskóli nær þessum frábæra árangri. Til hamingju krakkar!

Bodsundskeppni

 

...meira

9.3.2018 : Samræmd gleði

Ég held það sé óhætt að segja að það sé samræmd gleði hjá nemendum og kennurum að loknum samræmdum prófum. Þrátt fyrir mikið álag á nemendum, endalausa bið og að detta út sí og æ - þá stóðu þau sig eins og hetjur. Eftir stærðfræðiprófið í gær sem gekk mjög vel tæknilega séð þá áttum við von á því sama í dag en því miður var sú ekki raunin og prófinu var frestað. Sjá tilkynningar frá Menntamálastofnun á FB vef þeirra.  Við óskum öllum og sérstaklega 9. bekkingum frábæra helgi og treystum að þau hlakki til ferðarinnar að Laugum í næstu viku.

...meira

8.3.2018 : Stærðfræði í 1. bekk

Stærðfræði er heldur betur skemmtileg eins og sjá má á andlitum þessara fyrstu bekkinga sem leysa alls kyns áhugaverðar og litríkar stærðfræðiþrautir.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is