18.9.2019 : Mótun nýrrar menntastefnu

Þann 24. september verður aðilum skólasamfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum boðið á kynningarfund um mótun nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð 2020 -2030 þar sem verkefnið verður kynnt og útlistað frekar, annar fundurinn verður kl. 15:00-15:45 í Víðistaðaskóla (starfsstöð við Hrauntungu) og hinn kl. 17:15 - 18:00 í Hraunvallaskóla. Um er að ræða sama efni á báðum fundum. Hér má lesa nánar um þetta mikilvæga verkefni. 

...meira
Hafnarfjarðarbær

30.8.2019 : Skólakynningar

Á hverju hausti fara fram skólakynningar fyrir foreldra/forráðamenn allra árganga í Hraunvallaskóla. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá alla foreldra/forráðamenn á þessum kynningum því nám barnanna kemur okkur öllum við. Með góðri yfirsýn og jákvæðri samvinnu allra hlutaðeigandi má ávallt vænta betri árangurs. Hér fyrir neðan má sjá niðurröðun skólakynninga:

3. bekkur – þriðjudaginn 3. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

7. bekkur – fimmtudagur 5. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

2. bekkur – föstudagur 6. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

4. bekkur – þriðjudagur 10. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

5. bekkur – miðvikudagur 11. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

6. bekkur – fimmtudagur 12. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

10. bekkur – mánudagur 16. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

8. bekkur – þriðjudagur 17. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

9. bekkur – miðvikudagur 18. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta í skólann á réttum tíma samkvæmt stundaskrá kl. 8:15 og verða í gæslu í Mosanum meðan á skólakynningu stendur. Nemendur í miðdeild mæta í skólann kl. 9:00 þá daga sem skólakynningar fara fram í þeirra árgangi og nemendur í unglingadeild kl. 9:15.

Sérstakt skólafærninámskeið verður haldið fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. bekk miðvikudaginn 4. september kl. 17:30 – 20:00 . Nánari upplýsingar verða sendar til þeirra foreldra.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur,

Starfsfólk Hraunvallaskóla

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is