21.5.2015 : Hæfileikakeppni miðdeildar

HafnarfjarðarbærHin árlega hæfileikakeppni miðdeildar var haldin á sal skólans í morgun. Að venju voru fjölmörg frábær atriði á dagskrá og voru dómararnir sannarlega ekki öfundsverðir af hlutverki sínu. Keppnin í morgun staðfesti það sem við sem störfum hér höfum alltaf vitað; Hraunvallaskóli er stútfullur af hæfileikaríkum krökkum. Öllum nemendum sem tóku þátt er kærlega þakkað fyrir sitt framlag í keppnina.

...meira

15.5.2015 : Sólin skín á Hraunvallaskóla

Það var mega stemmning á Vorhátíð Foreldrafélags Hraunvallaskóla í gær. Hátíðin er einnig hverfishátíð og margir íbúar skreyttu húsin sín eftir ákveðnu litaþema og fóru í keppni um hver væri bestur í að skreyta. Þrátt fyrir slæma veðurspá þá rættist úr veðrinu því sólin braust fram og vinda lægði. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

 

 

 

 

13.5.2015 : Vorhátíð

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is