30.11.2016 : Jólaföndur

21.11.2016 : Fyrirlestur um einhverfu

Föstudaginn 25. nóvember kl. 13:30 til 15.00 verður Aðalheiður Sigurðardóttir með fyrirlestur um einhverfu fyrir starfsfólk skólans. Við viljum einnig bjóða foreldrum að koma og hlusta á fyrirlesturinn. Aðalheiður hefur á undanförnum mánuðum haldið áhugaverða fyrirlestra í skólum og leikskólum um fjölbreytileika einhverfunnar. Hún miðlar á einlægan hátt af reynslu sinni sem móðir einhverfrar stúlku og þeirra samstarfi við skólann þeirra í Noregi. Helstu markmið með þessum fyrirlestrum er að vekja athygli á ólíkum birtingarmyndum einhverfunnar og breyta viðhorfum um staðalímyndir og minnka fordóma. Einnig er mikil áhersla lögð á að hvetja til samstarfs á milli foreldra og skóla og hvernig það samstarf getur bætt lífsgæði barna. Ef þið viljið kynna ykkur þetta eitthvað frekar þá er hún með vefinn: Ég er Unik.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is