27.5.2016 : Gagnlegur fundur um málefni Hraunvallaskóla

Í gær fór fram góður fundur um málefni Hraunvallaskóla undir fyrirsögninni Opinn fundur – Hvernig bætir sprunginn skóli við sig fleiri nemendum. Á fundinn mætti fjöldi foreldra, bæjarstjóri, fræðslustjóri, formaður fræðsluráðs, stjórnendur skólans og aðrir velunnarar. Tvö erindi voru flutt en það fyrra var samantekt úr nemendahluta og foreldrahluta Skólapúlsins en það seinna var um næsta skólaár og áherslur á nýju skólaári. Öll stefnum við að góðri líðan nemenda, góðum námsárangri og því náum við best með öflugri samvinnu heimilis og skóla og góðu upplýsingaflæði. Því höfum við ákveðið að fara í lausnaleit með foreldrum, nemendum og starfsfólki þann 6. júní kl. 14-16. Við óskum eftir 3-4 fulltrúum foreldra á hverju stigi til að taka þátt í rýnihóp til að efla og hlúa að skólastarfinu. Hvetjum við alla til að stíga fram og bjóða fram krafta sína í þetta skemmtilega verkefni. Áhugasamir geta sent póst á skólastjóra lars@hraunvallaskoli.is.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is