27.3.2015 : Frábærum fjölgreindaleikum lokið

HafnarfjarðarbærDagana 24. - 26. mars voru Fjölgreindaleikar Hraunvallaskóla haldnir. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur og flökkuðu hóparnir á milli fjölda stöðva í þrjá daga. Sumir völdu sér að vera í sérverkefnum alla dagana. Í morgun var svo haldin samvera á sal fyrir alla nemendur. Myndband frá samverunni má sjá með því að smella á ...meira.

...meira

25.3.2015 : Sólmyrkvamyndir

Hafnarfjarðarbær

Nemendur og starfsfólk Hraunvallaskóla fjölmennti út á skólalóð síðastliðinn föstudag til að fylgjast með sólmyrkvanum. Allir nemendur voru fræddir um hættur þess að horfa með berum augum í sólina og fengu svo sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness gaf þeim. Er þeim þakkað kærlega fyrir gott framtak. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega morgni.

...meira

24.3.2015 : Fjölgreindaleikar

Vikuna 24. - 27. mars verður þemavika í Hraunvallaskóla. Þessa viku  ætlum við að vera með Fjölgreindaleika í skólanum þar sem nemendur frá 1. - 10. bekk eru saman í hópum, fara um skólann og leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á mismunandi hæfni.  Munu leikarnir standa frá þriðjudegi til fimmtudags. Nemendur á unglingastigi verða hópstjórar og varahópstjórar og verða yngri nemendum til halds og trausts. Mæting er kl. 8:10 alla daga og hætt kl. 13:10 nema á föstudeginum en þá verður skertur skóladagur sem lýkur 11:10. Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega þessa daga þar sem stöðvarnar eru á mismunandi stöðum í skólanum.  ...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is