29.6.2016 : Lestrarstefna Hraunvallaskóla

,,Ó voldugu álfkonur gefið nýfæddu barni mínu ekki aðeins heilsu, fegurð, ríkidæmi og allt hitt sem þið eruð vanar að koma stormandi með – gefið barni mínu lestrarhungur”                              

   (Astrid Lindgren)

Árið 2014 fékk Hraunvallaskóli styrk úr Nýsköpunarsjóði fræðsluráðs í Hafnarfirði til að efla lestrarkennslu í skólanum og læsi nemenda. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í gerð lestrarstefnu fyrir skólann og myndað lestrarteymi sem átti að vinna að mótun stefnunnar. Við gerð stefnunnar voru hafðir til hliðsjónar þeir þættir sem Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur skilgreint og lagt upp með í lestrarkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hér má lesa lestrarstefnu Hraunvallaskóla.

...meira

7.6.2016 : Sumarbrosið

SumarbrosiðBrosið er komið út í síðasta skiptið á þessu skólaári. Efnistök eru fjölbreytt að venju og gefa góða mynd af því góða skólastarfi sem við stöndum fyrir í Hraunvallaskóla. Smellið hér til að lesa Brosið. ...meira

3.6.2016 : Vel heppnað málþing í unglingadeild Hraunvallaskóla í dag

Í dag fór í fyrsta sinn fram málþing nemenda í unglingadeild Hraunvallaskóla. Viðstaddir voru allir nemendur unglingadeildar, kennarar, stjórnendur og starfsfólk Hraunvallaskóla ásamt góðum gestum; þeim Vigfúsi Hallgrímssyni, Ingibjörgu Einarsdóttur, og Þórdísi Helgadóttur frá Skólaskrifstofu og Rósu Guðbjartsdóttur formanni fræðsluráðs.          

Málþingið er liður í auknu nemendalýðræði sem vel kemur heim og saman við áherslur nýrrar Aðalnámskrár. Kynnir var Anna Sara Róbertsdóttir úr 10. IÞG og fundarstjórar þeir Magnús Karl Reynisson og Viktor Andri Vestmann Kristinsson úr 10. HBG. Í upphafi var sýnt myndband um fjölmenningu í Hraunvallaskóla sem unnið var af Önnu Söru Róbertsdóttur og Krístínu Helgu Eyjólfsdóttur úr 10. IÞG. Eftir það voru flutt sjö framsöguerindi. Ieva Voisiatite og Edvinas Gecas úr 9. HAH fjölluðu um undirbúning og aðbúnað nemenda með annað móðurmál en íslensku. Magnús Ernir Tjörvason úr 8.KP sagði frá reynslu sinni af því að vera erlendur nemandi í Danmörku, Hjördís Helga Ægisdóttir úr 8. BH fjallaði um íþróttir og stress og Heiða Karen Fylkisdóttir úr 8.KH fjallaði um sundkennslu í Hraunvallaskóla út frá sjónarhorni stúlkna.  Máni Þór Magnason úr 10. HBG bekk fjallaði um valgreinar og hvernig val myndi helst gagnast nemendum og Albert Elías Arason úr 10. HBG fjallaði um mikilvægi samfelldrar stundaskrár og heimanám.

Eftir framsöguerindin fóru fram pallborðsumræður þar sem tekið var á móti fyrirspurnum úr sal og  stjórnendur og kennarar sátu fyrir svörum. Málþingið var í alla staði vel heppnað og er sannarlega komið til að vera.


...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is