15.3.2017 : Viltu bætast í hópinn?

Hraunvallaskóli auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. Eingöngu hægt að sækja um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars.

Nánari upplýsingar gefur Lars Jóhann Imsland, skólastjóri, í síma 5902800 eða í gegnum netfangið  lars@hraunvallaskoli.is

...meira

8.3.2017 : Hraunvallaskóli í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

WP_20170307_19_28_39_ProLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hafnarborg í gær. Þar kepptu tveir fulltrúar frá öllum grunnskólum Hafnarfjarðar til úrslita. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir. Lesnir voru kaflar úr Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ, nemendur fluttu eitt ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og annað sjálfvalið. Krakkarnir voru hafnfirskri æsku til mikils sóma og gerðu dómnefndinni talsvert erfitt fyrir. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmála-ráðherra, afhenti nemendum öllum viðurkenningar fyrir frækna frammistöðu og við vorum sérstaklega stolt af okkar fulltrúum, þeim Helenu Hauksdóttur og Sveinbjörgu Júlíu Kjartansdóttur úr 7. Hamingju, sem stóðu sig frábærlega. Sveinbjörg Júlía hafnaði í 3. sæti sem er glæsilegur árangur.

...meira

21.2.2017 : Stóra upplestrarkeppnin

Í gær, mánudaginn 20. febrúar, fór Stóra upplestrarkeppnin fram hér hjá okkur í Hraunvallaskóla. 12 nemendur úr 7. bekkjum  kepptu um að verða fulltrúar okkar á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Hafnarborg 7. mars nk.

Það voru þau; Daníel Lúkas Tómasson, Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Helena Hauksdóttir, Rannveig Þóra Karlsdóttir og Sandra Karen Daðadóttir úr 7. Hamingju og Arndís Diljá Óskarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Össur Haraldsson, Tryggvi Magnús Ragnarsson og Elva Katrín Ómarsdóttir úr 7. Farsæld sem kepptu til úrslita.

Krakkarnir stóðu sig með prýði og lásu af stakri snilld. Í fyrri umferð keppninnar lásu þeir valda kafla úr sögunni ,,Flugan sem stöðvaði stríðið“ eftir Brynhildi Björgvinsdóttur og í þeirri seinni ljóð að eigin vali.

Sú hefð hefur skapast að fulltrúar frá síðasta ári koma fram á hátíðinni. Dagur Snær Hilmarsson annar vinningshafanna frá því í fyrra las ljóð í upphafi keppninnar og Vala Marie Unnarsdóttir las stutta kynningu á höfundinum Brynhildi Björgvinsdóttur og sögunni sem keppendur lásu upp úr.

Í dómnefnd sátu Ingibjörg Einarsdóttir, einn stofnenda keppninnar, Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hvaleyrarskóla og Jóhann Skagfjörð, aðstoðarskólastjóri í Fellaskóla.

Á meðan dómnefnd var að störfum sáu hæfileikaríkir nemendur úr 7. bekkjum um tónlistaratriði. Erlendur Snær Erlendsson lék á píanó, Ragnhildur Sara Bergsdóttir spilaði á saxófón, Jón Ragnar Einarsson lék á píanó og Inga Lára Gunnarsdóttir á gítar. Einnig voru leikin rapplög sem nemendur 7. bekkja hafa verið að semja við íslensk ljóð í tónmenntatímum hjá Þórunni Jónsdóttur tónmenntakennara.

Úrslitin urðu þau að Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir og Helena Hauksdóttir verða fulltrúar okkar í Hafnarborg í ár. Rannveig Þóra Karlsdóttir var valin til vara.

Við erum stolt af krökkunum sem stóðu sig afar vel og sýndu mikinn metnað. Upplestrarkeppnin-i-7.bekk-urslitahopurUpplestrarkeppnin-vinningshafar

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is