18.1.2017 : Samtalsdagur

WP_20170111_10_19_26_ProSamtalsdagur verður fimmtudaginn 26. janúar. Foreldrar skrá sig í viðtal í gegnum Mentor, opnað var fyrir skráningar í dag miðvikudag og er opið til 23. janúar. Þeir sem eiga fleiri en eitt barn geta þá bókað tímana sjálfir og ráðið hvernig þeir raða þeim niður svo fremi sem tímar verði lausir.  

...meira

11.1.2017 : Aukið upplýsingaflæði

WP_20161005_13_07_15_ProEitt af því sem var ákveðið af rýnihópum starfsfólks, nemenda og foreldra síðastliðið vor var að stofna Facebooksíður allra árganga. Síðurnar eiga að vera vettvangur til að auka upplýsingaflæði milli heimilis og skóla og gefa okkur tækifæri til að sýna allt það frábæra starf sem hér er unnið. Stofnaðir hafa verið lokaðir hópar fyrir alla bekki sem ekki höfðu þegar facebooksíðu undir stjórn kennara. Allir geta fundið síðuna en aðeins meðlimir geta séð innlegg. Til að gerast meðlimur þarf samþykki einhvers með admin réttindi á síðunni. 

...meira

28.12.2016 : Gleðileg jól

DSCN9797Nemendur og starfsfólk Hraunvallaskóla senda ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum gott samstarf á liðnu ári. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2017 sem verður gjöfult og gott. Kennsla hefst að nýju eftir jólafrí fimmtudaginn 5. janúar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is