22.8.2019 : Skólasetning fimmtudaginn 22. ágúst

Skólasetning fer fram á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst sem hér segir:

kl. 08:30 Skólasetning 2. og 3. bekkur

kl. 09:00 Skólasetning 4. og 5. bekkur

kl. 09:30 Skólasetning 6. og 7. bekkur

kl. 10:00 Skólasetning 8., 9. og 10. bekkur

Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtaltíma, sem þau fá með símtali, til umsjónarkennara 22. ágúst

Föstudaginn 23. ágúst mæta 1. bekkingar í örstutta „skólasetningu“ á sal kl. 08:15, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

...meira

21.8.2019 : Matarmálin

Gruskid-20195IMG_20190603_091504Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Skólamat um að sjá um skólamáltíðir í bænum til næstu 4 ára. Hægt er að skrá nemendur í mat á www.skolamatur.is Við hvetjum ykkur til að nýta þessa þjónustu en verð á skólamáltíð til foreldra er óbreytt frá síðasta skólaári eða 463 kr.

Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund, þ.e. frá 7:55 til 8:30, og byrjum við fyrsta kennsludaginn á því. Grauturinn verður afgreiddur hér í matsalnum.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar. Verð fyrir ávaxtaáskrift 102 kr per dag. Borga þarf fyrir 1 mánuð í einu.  Ef foreldrar hafa spurningar, ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við þá til að senda fyrirspurn á skolamatur@skolamatur.is

...meira

21.8.2019 : Ástundunarreglur

Gruskid-IMG_20180601_094528Frá haustinu 2019 taka við samræmdar reglur um skólasókn innan Hafnarfjarðar, þ.e. um fjarvistir/seinkomur, brottrekstra úr tímum og leyfi/veikindi nemenda. Tilgangur þess er að samhæfa reglur um skólasókn í grunnskólunum og viðbrögð við þeim. Í því felst að það sé ekki mismunandi eftir skólum hvernig er brugðist við minnkandi skólasókn nemenda og það sem stundum er nefnt „skólaforðun“

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is