17.9.2014 : Fréttir frá Mosanum

Við opnuðum Mosann 3. september síðastliðinn og það hefur verið mikið fjör hingað til hjá okkur og roslega góð mæting. Í vetur verðum við með opið fyrir unglingadeildina kl.19:30-22 á mánudögum og miðvikudögum en á föstudögum verður opið kl.17-22 en þá ætlum við að hafa klúbbastarf í gagni.

...meira

16.9.2014 : Aðalfundur foreldrafélags Hraunvallaskóla verður haldinn 18. september kl: 19:30

Hefðbundin fundardagskrá verður á sínum stað þar sem að farið verður yfir síðasta skólaár, reikninga, kosið í nýja stjórn o.fl.  Önnur málefni verða rædd og vill stjórnin heyra hvað það er sem brennur á foreldrum! Foreldrafélagið er vettvangur þar sem að hin ýmsu mál eru rædd og hefðbundnir atburðir skipulagðir eins og jólaföndur, vorhátíð og einn af mikilvægustu liðunum FORELDRARÖLTIÐ. Síðasta ár var virkilega skemmtilegt hjá félaginu og eru háleit markmið í ár m.a. að hafa fjölmennasta aðalfund í sögu skólans! Það er fullt af verkum sem þarf að vinna því óskum við einnig eftir nýjum meðlimum!

 

11.9.2014 : Skertur skóladagur föstudaginn 12. september

Föstudaginn 12. september er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali. Nemendur í unglingadeild mæta samkvæmt stundatöflu en nemendur í 1.-7. bekk eru hjá sínum umsjónarkennara, þar af leiðandi eru hvorki list- og verkgreinar né íþróttir/sund hjá þeim. Kennslu lýkur hjá öllum nemendum kl. 11.10.

 

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is