19.12.2014 : Gleðileg jól

Starfsmenn Hraunvallaskóla óska nemendum, foreldrum/forráðamönnum og landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við viljum jafnframt benda á að jólabrosið er komið út en efnistök þar eru fjölbreytt að venju. Það má nálgast hér. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar. Skrifstofa skólans er lokuð frá kl. 13 föstudaginn 19. desember en opnar aftur 5. janúar.

15.12.2014 : Jólaskemmtanir

HafnarfjarðarbærSkemmtanir og stofujól hjá nemendum í 1.- 7. bekk verða föstudaginn 19. desember á eftirfarandi tímum:

1. og 4. bekkur kl. 8:30 - 10:00
2. og 6. bekkur kl. 9:30 - 11:00
3. og 7. bekkur kl. 10:30 - 12:00

5. bekkur sér um helgileikinn á öllum skemmtunum.

Nemendurbyrja á því að mæta á sitt heimasvæði til umsjónarkennara. Þar verða litlu jólin haldin hátíðleg. Nemendur mega koma með smákökur í nesti eða sparinesti. Að litlu jólunum loknum hefst skemmtun á sal.

Jólaskemmtun unglingadeildar er fimmtudaginn 18. des. kl. 19:00.
...meira

9.12.2014 : Þráðlaust net fyrir nemendur

Í Hraunvallaskóla er búið að opna fyrir þráðlaust net fyrir nemendur. Til að komast inn á þráðlausa netið þurfa nemendur aðgengisorð sem þeir fá hjá umsjónarkennara sínum og geta eftir það komist inn á netið með eigin snjalltæki, s.s. snjallsíma og spjaldtölvur. Sérhver nemandi á þráðlausu neti verður þannig auðkenndur og um notkun nemenda á þráðlausa netinu gilda skólareglur og tölvureglur í skólanum.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is