18.10.2016 : Síminn liggur niðri

Símkerfi skólans er bilað. Unnið er að viðgerð.Hægt er að senda póst á hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is

14.10.2016 : Bleiki dagurinn

IMG_1364Í dag var bleiki dagurinn tekinn alla leið í Hraunvallaskóla. Efnt var til keppni á milli árganga og starfsfólks og var gaman að sjá hvað það voru margir sem tóku þátt. Sigurvegarar keppninnar voru 1.,3. og 5. bekkur en það var ekki hægt að gera upp á milli og þeir því allir sigurvegarar. Sama gilti með starfsfólk en þeir starfshópar sem unnu þá keppni voru 1.bekkur, 3.bekkur og list og verkgreinakennarar. Við erum svo stolt af samstöðunni í Hraunvallaskóla og stuðningi okkar við bleiku slaufuna :) Hér er hægt að sjá myndir frá bleika deginum okkar í Hraunvallaskóla :)

                                                                     
...meira

6.10.2016 : Vinaliðar

IMG_1914Vinaliðaverkefnið er að hefja göngu sína í skólanum okkar á næstu vikum. Þetta verkefni er norskt að uppruna og er það starfrækt í rúmlega 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið er einnig starfrækt í Svíþjóð og Danmörku með góðum árangri og stofnendurnir eru þegar byrjaðir að kynna verkefnið í  Þýskalandi og Bretlandi. Á Íslandi hefur Árskóli á Sauðárkróki séð um útbreiðsluna og hafa 30 grunnskólar, víðs vegar um landið, nú þegar innleitt verkefnið. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum ýmss konar í frímínútum og skapa með því betri skólaanda.  Verkefnið er starfrækt á öllum stigum en við ætlum að hefja verkefnið í 1. – 4. bekk. Skólinn hefur skrifað undir samning um að hafa verkefnið í a.m.k. þrjú ár.  Aðalmarkmiðið er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. Í Hraunvallaskóla eru Kolbrún Jónasdóttir námsráðgjafi og Sigrún Sverrisdóttir umsjónarkennari verkefnastjórar Vinaliðaverkefnisins. Einnig er hægt að lesa sér meira til um verkefnið á heimasíðunni: https://tackk.com/vinalidar

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is