8.2.2016 : Hæfileikaríkir unglingar í Hraunvallaskóla

Grunnskólahátíðin var haldin í byrjun febrúar í Íþróttahúsinu í Strandgötu og voru unglingarnir okkar til fyrirmyndar. Venjan er að allir skólar sýni atriði í Gaflaraleikhúsinu yfir daginn og fluttu þær Emilía Íris og Birgitta Björk lagið Hallelujah. Félagsmiðstöðvarnar keppa einnig sín á milli hver gerir flottustu auglýsinguna og unnu okkar stelpur, þær Ieva, Gyða María, Eneka, Vaka, og Weronika Skawinska. Tinna Björk og Viktor Breki voru kynnar á ballinu.  Hildur, Helena og Saga Rún sungu sigurlagið sitt úr söngkeppninni. Emmsje Gauti, Friðrik Dór og Jón Jónsson komu frá á hátíðinni ásamt plötusnúðunum í Basic house effect. Að balli loknu skutluðu rútur öllum unglingum heim.

Svo er margt búið að vera að gerast í Mosanum.....

...meira

2.2.2016 : Framhaldsskólakynningar

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!

Næstkomandi fimmtudag, 4. febrúar, verður kynning á námsframboði framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og forráðamenn þeirra. Kynning þessi er frá kl. 17:00-18:30 og fer fram í aðalsal Flensborgarskóla. Hver framhaldsskóli verður með kynningarbás þar sem námsframboð og inntökuskilyrði verða kynnt.  Þeir framhaldsskólar sem verða með kynningarbás eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn í Ármúla, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn og Verzlunarskóli Íslands.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Hafnarfjarðarbær

Opni skólinn

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn.

...meira
Hafnarfjarðarbær

Heilsueflandi grunnskóli

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.

...meira
Hafnarfjarðarbær

SMT skólafærni

Hraunvallaskóli styðst við SMT skólafærni til að skapa gott andrúmsloft í skólanum. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is