Skipulag stoðþjónustu og sérkennslu

Í Hraunvallaskóla er áhersla á að allir nemendur séu fullvirtir og fullvirkir einstaklingar án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Við leitum því allra leiða til að sem flest börn geti stundað nám við sitt hæfi í skólanum.

Í Hraunvallaskóla er allra leiða leitað til að öll börn geti stundað nám við sitt hæfi í skólanum.  Við  stoðþjónustu skólans  starfa  sérkennarar/kennarar sem sinna sérkennslu,  þroskaþjálfar, sálfræðimenntaður starfsmaður, náms- og starfsráðgjafi, skólafélagsráðgjafi og stuðningsfulltrúar.  Yfirumsjón og skipulag stoðþjónustu er á ábyrgð deildarstjóra stoðþjónustu, Ástu Björk Björnsdóttur. Hægt er að hafa samband við deildarstjóra með því að senda póst á astabjork@hraunvallaskoli.is

Námsverið Keilir – Sérstök námsaðstoð fyrir nemendur í 1. – 4. bekk

 Markhópur:

 • Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum
 • Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í öllum greinum og vinna út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

 •  Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 •  Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 •  Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

Leiðir: Nemendur fara í Keili, í ákveðnar kennslustundir á viku, þar sem þeir fá tækifæri til að vinna í litlum hópi með aðstoð sérkennara.  

Námsaðstoð á kennslusvæðum fyrir nemendur í 5.- 7. bekk  

Markhópur: 

 • Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum.  
 • Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í öllum greinum og vinna út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 • Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

 Leiðir: Sérkennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara

Námsaðstoð á kennslusvæðum fyrir nemendur í 8.- 10. bekk 

 Markhópur: 

 • Nemendur sem þurfa aukna eða sértæka aðstoð til að geta fylgt markmiðum síns árgangs í kjarnagreinum.  

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu

 Leiðir: Sérkennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara

Sértæk námsaðstoð í námsveri unglinga fyrir nemendur í  8. – 10. bekk

 Markhópur: 

 • Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum. Þeir fylgja ekki markmiðum árgangs í öllum greinum og vinna út frá sinni einstaklingsnámskrá.

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 • Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

 Leiðir: Nemendur sækja allar kennslustundir í kjarnagreinum í námsverinu þar sem unnið er að settum markmiðum hvers og eins með aðstoð sérkennara. Aukin áhersla á félagslega færni nemenda s.s. gegnum samræður og spil.

  Athvarfið Glymur - Sérstök aðstoð vegna nemenda í 1. – 10. bekk með alvarleg frávik í hegðun

 Markhópur:

 • Hegðun einstaklings hefur neikvæð áhrif í daglegu lífi, s.s. í námi og samskiptum við aðra. Hegðunin getur verið ógnandi og hefur slæm og truflandi áhrif á starfsfólk og aðra nemendur.

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 • Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

 Leiðir:

 • A – Glymur  – fyrirbyggjandi aðgerðir

Starfsmaður Glyms kemur á kennslusvæði, gerir virknigreiningu, veitir ráðgjöf og aðstoðar kennara við að setja upp stuðningsúrræði á svæðinu. 

 •    B – Glymur – nemendur koma í Glym (ekki langtímaúrræði)

Nemendur geta, um ákveðinn tíma, dvalið í Glym allan skóladaginn sinn. Nemendur geta komið í Glym ákveðnar kennslustundir yfir daginn, t.d. síðustu kennslustund dags þegar úthald og sjálfsstjórn er á þrotum. Nemendur geta byrjað og endað skóladaginn í Glym.

 Aðstoð við nemendur með annað móðurmál en íslensku. 

 Markhópur:

 • Nemendur  með annað móðurmál en íslensku og hafa litla eða enga færni í íslensku máli

Markmið:  

 • Að þjálfa nemendur í íslensku máli
 •  Að þróa þekkingargrunn og læsi
 • Að stuðla að félagslegri vellíðan nemenda

 Leiðir: Nemendur koma ákveðnar kennslustundir á viku í nýbúakennslu þar sem áhersla er á kennslu í orðaforða, læsi og menningu. Unnið er í gegnum samræður, leiki spil og fleira. Kennari kemur inn á kennslusvæði til að aðstoða ákveðna nemendur. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara

 Nemendur í 1 bekk, sem hafa litla færni í íslensku, er boðið upp á heimanám eftir skóla   tvisvar sinnum í viku.  

 Þroskaþjálfun

 Markhópur:

 • Nemendur með fötlun
 • Nemendur með flókin vanda
 • Nemendur með slakan félagslegan þroska

 Markmið:

 • Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni
 • Efla sjálfshjálp og sjálfstæði nemenda
 • Efla færni í daglegum athöfnum

 Leiðir: Sjónrænt skipulag, félagsfærnisögur, TEACCH-aðferðir, Cat – kassin, ART námskeið og fleira.

 Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúar eru kennurum til aðstoðar varðandi nemendur með fötlun og aðra nemendur sem þurfa sértæka aðstoð.  Stuðningsfulltrúar fylgja nemendum eftir allan daginn eða hluta úr degi. Fer eftir þörfum hvers og eins. 

Markhópur:

 • Nemendur með fötlun
 • Nemendur með flókin vanda
 • Nemendur með slakan félagslegan þroska

 Markmið:

 • Efla sjálfshjálp og sjálfstæði nemenda
 • Styðja og leiðbeina nemendum í félagslegum samskiptumHraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is