Skipulag stoðþjónustu og sérkennslu

Námsaðstoð A

Námsaðstoð fyrir nemendur í 1.-7. bekk (fer fram á heimasvæðum)

Markhópur: Nemendur sem ekki hafa náð lágmarksfærni í ákveðnum námsgreinum/kjarnagreinum  

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum 
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu

Leiðir:  Sérkennari kemur inn á kennslusvæði í ákveðnar kennslustundir. Þar stuðlar hann að bættum námsárangri hjá sínum markhóp í samvinnu við umsjónarkennara

Námsaðstoð B 

Sértæk námsaðstoð fyrir nemendur í 2.–7. bekk (fer fram í námsverinu Keili)

 Markhópur: Nemendur með náms- og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæðum

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 • Að efla félags- og jafningjafærni nemenda
 • Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðum hverju sinni

Leiðir: Nemendur sækja ákveðnar kennslustundir í Keili þar sem unnið er að settum markmiðum hvers og eins með aðstoð sérkennara og þroskaþjálfa. Aukin áhersla á félagslega færni nemenda s.s. gegnum samræður og spil.

 Námsver C

 Námsaðstoð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk (fer fram í námsveri á svæði unglingadeildar)

 Markhópur: Nemendur með náms-  og/eða þroskaraskanir og geta, á grundvelli þess, ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast á heimasvæð. Nemendur sem ekki hafa náð lágmarksfærni í ákveðnum námsgreinum/kjarnagreinum  

Markmið:

 • Að efla færni nemenda í ákveðnum námsgreinum og/eða þroskaþáttum í samræmi við metnar þarfir
 • Að efla úthald og einbeitingu við verkefnavinnu
 • Að stuðla að félagslegri vellíðan nemenda.
 •  Að auka færni nemenda í að takast á við aðstæður og kenna þeim að velja útgönguleiðir sem hæfa aðstæðunum.

Leiðir: Sumir nemendur sækja flestar sínar kennslustundir í námsverið meðan aðrir nemendur sækja einungis fáar stundir þar á viku. Unnið er að settum markmiðum hvers og eins.

Námsaðstoð D

Aðstoð við nemendur með annað móðurmál en íslensku (fer fram í námsveri, Keili)

 Markhópur:Nemendur  með annað móðurmál en íslensku og hafa litla eða enga færni í íslensku máli

Markmið:  

 • Að þjálfa nemendur í íslensku máli
 • Að þróa þekkingargrunn og læsi
 • Að stuðla að félagslegri vellíðan nemenda

Leiðir: Nemendur koma ákveðnar kennslustundir á viku í nýbúakennslu þar sem áhersla er á kennslu í orðaforða, læsi og menningu. Unnið er í gegnum samræður, leiki spil og fleira.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is