Fréttir

11.6.2019 : Sumarbrosið

Sumarbrosið er komið út. Lesið og njótið!

Brosid-4.-tbl.-2018-2019

...meira

11.6.2019 : Opnunartími skrifstofu

Ithrottadagur-MVIMG_20190605_104438Skrifstofa skólans er lokuð frá 18. júní og opnar aftur 12. ágúst. STARFSFÓLK HRAUNVALLASKÓLA ÓSKAR NEMENDUM OG FORRÁÐAMÖNNUM GLEÐILEGS SUMARS.

...meira

3.6.2019 : Skólaslit

Skólaslit hjá 10. bekk miðvikudaginn 5. júníGruskid-20196MG_20190603_091739

Skólaslit hjá 10. bekk kl. 17:00.

Skólaslit hjá 1.-9. bekk fimmtudaginn 6. júní

Skólaslit verða á eftirtöldum tímum:

kl. 09:00 1. og 2. bekkur

kl. 09:30 3., 4. og 5. bekkur

kl. 10:00 6., 7., 8. og 9. bekkur

...meira

3.6.2019 : Opið hús

Grusk-2019400100dPORTRAIT_00100_BURST20190603090418588_COVERMánudagurinn 3. júní OPIÐ HÚS Á mánudaginn er opið hús milli 08:30 og 10:30 í Hraunvallaskóla þar sem nemendur og kennarar eru búnir að leggja mikla vinnu í ákveðin verkefni. Það er mismunandi hvaða verkefni eru unnin í árgöngum en allir velkomnir að kíkja inn á svæðin og skoða. Endilega takið með mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur og frænkur og jafnvel vini og kunningja. Dagskráin á svæðunum er svona: 1. bekkur Verður með samveru á sínu svæði milli 08:30 og 09:00. 2. bekkur Verður með ratleik sem er framkvæmdur með foreldrum viðkomandi nemanda. 3. bekkur Verður með sýningu sem viðkomandi nemandi leiðir sína foreldra um. 4. bekkur Verður með sýningu sem viðkomandi nemandi leiðir sína foreldra um. 5. bekkur Verður með sýningu um Ísland. 6. bekkur Verður með opnar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Norðurlandanna. 7. bekkur Verður með kynningar á bakpokaferðalagi um Evrópu. Í 8.-10. bekk verður hver nemandi með sitt áhugasviðsverkefni til sýnis. Hlökkum til að sjá ykkur öll hér á svæðum skólans að skoða það frábæra starf sem nemendur eru að vinna.

...meira

28.5.2019 : Hraunsel

ATH! síðasti skráningardagur fyrir Hraunsel er 15.júní 

...meira

27.5.2019 : Valáfangar 2019 – 2020

Kæru nemendur í verðandi 8., 9. og 10. bekk

Nú er komið að því að velja sér valáfanga fyrir næsta skólaár. Best væri ef nemendur og foreldrar geri þetta saman og vandi vel til verka. Hlekkurinn opnar kl: 18 - það er búið að opna.

Byrjið á því að lesa ykkur vel og vandlega til um alla valáfanga sem í boði verða á skólaárinu í bæklingnum Þitt er valiðog merkið við þá valáfanga sem ykkur þykja áhugaverðir.

Notið svo öftustu síðuna í bæklingnum til að merkja við valáfanga sem þið viljið vera í, á hverju tímabili fyrir sig og merkjið einnig við „til vara“ ef ske kynni að áfanginn sem þið völduð sé orðinn fullbókaður.

- Opnið vefslóðann inn á valkönnunina t.d. með því smella hér

- Fylgið fyrirmælum sem upp koma eins og að skrá fullt nafn, kennitölu og „verðandi“ árgang á næsta skólaári, þ.e. nemendur í núverandi 8. bekk velja 9. bekkur o.s.frv. 

- Ekki er hægt að breyta vali og því er nauðsynlegt að vanda sig og velja út frá eigin áhuga en ekki annarra. Þegar búið er að smella á „STAÐFESTA“ er ekki aftur snúið og valið þitt orðið fast!

Gangi ykkur sem allra best

Kveðja,

Hjördís B. Gestsdóttir

Deildarstjóri unglingadeildar

Hraunvallaskóli

...meira

24.5.2019 : GRÚSKIÐ!

Gruskid-MVIMG_20180601_093039Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð í Hraunvallaskóla að loknum vorprófum að nemendur einhenda sér í áhugasvið- og þemaverkefni í lok maí. Útfærslan er örlítið mismundandi eftir deildum en það sem er sameiginlegt með Grúski á öllum stigum er að nemendur vinna að verkefnum sem þeir tengja við áhugamál sín og/eða námsefni sem þeir hafa unnið að í vetur sem vakið hafa sérstakan áhuga þeirra. Áhersla er á hlutbundna vinnu og samþættingu námsgreina og þá aðallega við íslensku og náttúru- og samfélagsgreinar. Verkefnin eru metin samkvæmt hæfniviðmiðum í skólanámskrá og einkunn birt á vitnisburðaskjali nemenda. Að Grúski loknu er blásið til sýningar og foreldrum boðið á opið hús á samtalsdegi í júní á uppskeruhátíð Grúsksins. Þá iðar Hraunvallaskóli af lífi og gleði þegar nemendur, foreldrar og starfsmenn koma saman og líta augum allan þann afrakstur sem orðið hefur til þá 6 daga sem Grúskið stendur yfir.

...meira

23.5.2019 : Drekasprettur 2019

Drekaspretti lauk formlega mánudaginn 13. maí. Það var frábært að sjá áhugann og lestrargleðina þessar tvær vikur og allir stóðu sig með prýði. Allir nemendur í yngri- og miðdeild fá viðurkenningarskjöl þar sem fram kemur hversu margar mínútur árgangurinn las bæði í heild og að meðaltali. Í yngri deild stóðu 4.bekkingar uppi sem sigurvegarar og í miðdeild sigraði 7. bekkur eins og meðfylgjandi myndir af verðlaunaafhendingunni sýna. Drekasprettur í unglingadeild stóð yfir seinni vikuna og þar varð 8. ÁRB hlutskarpastur. Þau fá kökuveislu og bikar að launum fyrir frækilega frammistöðu.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is