Fréttir

25.5.2018 : Valáfangar 2018-19

Nú er komið að því að nemendur velji sér valáfanga fyrir næsta skólaár.
Best væri ef nemendur og foreldrar geri þetta saman og vandi vel til verka.Þegar nemandi smellir á valáfanga sést strax hvort hann fái pláss eða hvort orðið sé fullt í hann á þessu tímabili og því er nauðsynlegt að vera tilbúin með annað val til vara sem hægt er að velja sér. Ef ekki er orðið fullt og nemandi nær sæti þá er sætið örugglega tryggt.

  • Ekki velja aftur sama valáfanga á öðru valtímabili því þá ógildist valið þitt og þú gætir misst af því sem þú ert þegar búinn að velja. 
  • Skrá þarf fullt nafn og kennitölu nemanda.
  • Ekki er hægt að velja nema einu sinni og því er mikilvægt að vanda valið sitt og velja “rétt”!
  • Þegar búið er að smella á “STAÐFESTA” er ekki aftur snúið og valið þitt orðið fast!

Smelltu á meira til að nálgast könnunina.

Við minnum þau sem eru í utanskólavali að fylla út eyðublaðið á Valsíðunni

Gangi ykkur vel og góða helgi,

Hjördís

Deildarstjóri unglingadeildar

...meira

25.5.2018 : Foreldradagur kennara

Það var virkilega mikið fjör hjá 4. bekk þegar Jón faðir Kristbjargar kennara kom í heimsókn og sýndi krökkunum hvernig á að flaka fisk og gera að. Þau fengu einnig að snerta og halda á fiskum. Þeim fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og voru alsæl.

...meira

24.5.2018 : Gagnvirkar sögur

Í upplýsinga- og tæknimennt bjó hvíti hópurinn (6. bekkur) til gagnvirkar sögur. Gagnvirkar sögur leyfa lesandanum að ráða hvað gerist næst og var mikið fjör hjá hópnum að búa til skemmtilegar sögur. Hér má sjá 3 gagnvirkar sögur - góða skemmtun :)

Öðruvísi hlutir

Dauði eða líf

Salah

...meira

24.5.2018 : Skráning í frístund

Í dag átti að opna fyrir skráningu í frístundaheimilin fyrir veturinn 2018-2019. Það er verið að setja upp nýtt skráningarkerfi sem er því miður ekki tilbúið eins og er. Við setjum inn tilkynningu um leið og það gerist og þið getið þá byrjað að skrá.

...meira

18.5.2018 : Geimfari - já, GEIMFARI!

Í dag kláraði 7. bekkur þemað um geimskipið og kynntu fyrir hvert öðru. Svo stórkemmtilega vildi til að geimfari (já þetta er rétt lesið alvöru geimfari!) og fylgdarlið hans hringdu í skólann í morgun og vildu endilega heimsækja árgang og vera með smá fyrirlestur um geimferðir. Ótrúlegt en satt!! Sjöundi bekkur var svo heppin að verða fyrir valinu og hittu krakkarnir og hlustuðu á alvöru geimfara. Hann sagði skemmtilega frá og sýndi myndir en hann var líka með frábæran boðskap til nemendanna um að hafa skýra sýn um framtíðina og velja sér eitthvað sem þau hafa virkilegan áhuga á og stefna þangað strax með metnaði. Frábært og alveg öruggt að krakkarnir munu muna lengi eftir þessu. Þau voru með skemmtilegar spurningar sem tengdust verkefnunum eins og hvernig er endurvinnsla um borð, hvað þau gera gera við þvag og saur og fl.

...meira

15.5.2018 : Vorferðir framundan

Það er mikið um að vera síðustu vikurnar í skólanum og eru vorferðir á dagskrá hjá yngsta- og miðstigi. Vorferðir eru sem hér segir:1. bekkur 30. maí2. bekkur 4. júní3. bekkur 25. maí4. bekkur 23. maí5. bekkur 4. júní6. bekkur 5. júní7. bekkur 4. og 5. júníUnglingadeildin kemur svo til með að vera á einhverju flakki síðustu vikuna.

...meira

8.5.2018 : Blautur dagur

6. bekkur fór í Siglingaklúbbinn Þyt og átti góðan og blautan dag :)

...meira

4.5.2018 : Hæfileikakeppni miðdeildar

Það var mikil og góð samkeppni í hæfileikakeppninni og virkilega gaman að sjá öll atriðin. 

Birkir Snær úr 7. bekk með aðstoð Stefáns og Gísla unnu frumlegasta atriðið í Hæfileilakeppninni en hann las frumsamið ljóð og aðstoðarmenn léku. Í 3ja sæti voru Maríóbrothers en það voru Andri Steinn, Ari Freyr, Hilmir, Mikael Úlfur, Bartozs og Magnús Ingi úr 6. bekk. Í 2. sæti var N&B hópurinn þær Baldvina og Natalía í 5. bekk. Bergdís okkar í 7. bekk vann svo keppnina með því að syngja og spila á gítar lagið Halelúja. Til hamingju öll sömul.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is