Fréttir

16.8.2018 : Skólasetning 22. ágúst 2018

Skólasetning fer fram á sal skólans sem hér segir:

kl. 08:30  Skólasetning 2. og 3. bekkur

kl. 09:00  Skólasetning 4. og 5. bekkur

kl. 09:30 Skólasetning 6. og 7. bekkur

kl. 10:00 Skólasetning 8., 9. og 10. bekkur

Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtaltíma, sem þau hafa fengið samkvæmt símtali, til umsjónarkennara 22. ágúst

1. bekkingar mæta í örstutta  „skólasetningu“ á sal kl. 08:15, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

...meira

13.8.2018 : Hraunsel

Í dag verða sendir út staðfestingarpóstar til foreldra þeirra barna sem sótt hafa um að komast í Hraunsel í vetur.

Það er LOKAÐ í Hraunseli miðvikudaginn 22. ágúst en við opnum fimmtudaginn 23. ágúst kl.13:20.

...meira

13.8.2018 : Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla

Þetta er fjórða árið sem efnt er til samkeppninnar og er gaman að segja frá því að vel hefur tekist til síðustu þrjú ár. Þátttaka hefur verið góð og ljóst að marga góða rithöfunda er að finna í skólum landsins. Nú fer keppnin að festa sig í sessi og vonumst við til að fá enn fleiri sögur þetta árið.

Þema keppninnar er „skóladagurinn minn“ en höfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í efnistökum. Keppt er í fimm flokkum:

...meira

7.8.2018 : Við erum mætt

Nú er sumarfríið brátt á enda hjá nemendum og við erum mörg hver mætt og farin að gera allt klárt fyrir skólasetningu. Hlökkum til að sjá ykkur miðvikudaginn 22. ágúst við skólasetningu. Skrifstofan opnar þó ekki fyrr en 15. ágúst.

...meira

19.6.2018 : Opið fyrir skráningu!

Búið er að opna fyrir skráningu í Hraunsel fyrir veturinn 2018-2019.

Farið inn á “Mínar síður” á www.hafnarfjordur.is og skráið börnin.

Skráningin verður opin til 15. júlí nk.

...meira

19.6.2018 : Frábært fólk óskast

Við í Hraunvallaskóla erum að leita eftir frábæru fólki til að koma og bætast í okkar yndislega hressa og skemmtilega hóp starfsmanna. Okkur vantar: Baðvörð, kennara í upplýsingatækni, dönskukennara, textílkennara, sérkennara, umsjónarkennara á miðstigi og deildarstjóra UT. Þið megið endilega dreifa þessu fyrir okkur - allar nánari upplýsingar er að finna á ráðningarvef Hafnarfjarðar.

...meira

14.6.2018 : Leikjanámskeið

Það er auðvitað nýtt leikjanámskeið fyrir 1. - 3. bekk að byrja 18. - 22. júní. 35376891_10155363795472097_5570590699084054528_n

...meira

11.6.2018 : Allt á fullu

Hér á bæ er allt á fullu og verið að ganga frá og undirbúa komandi starfsár, setið á þróunarfundum og mikið spjallað um skipulag eins og sjá má á myndunum. Smá saman kemur starfsfólk til með að týnast í sumarfrí með sól í hjarta þó hún sé ekki á lofti :) Gleðilegt sumar öll.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is