Fréttir

15.6.2020 : Sumarfrí

Gleðilegt sumar öll sömul. Skólanum hefur nú verið lokað en við erum hér enn á staðnum og hægt að hringja í síma 590 2800 ef ykkur vantar að ná í okkur. 

Leikjanámskeið eru í gangi til 3. júlí og hægt að ná í þau í síma 664 5757.

...meira

15.6.2020 : Brosið

Sumarbrosid

Sumarbrosið er komið út. Lesið og njótið! 

...meira

3.6.2020 : Grúskdagar í Hraunvallaskóla 2020 ,,Ferðumst innanhúss“

Mynd-3_1591201204823Grúskdagar í Hraunvallaskóla 2020 ,,Ferðumst innanhúss“ Opið hús sem hefur mörg undanfarin ár verið uppskeruhátíð þemadaga að vori í Hraunvallaskóla, fór fram með óhefðbundnum en skemmtilegum hætti í morgun. Þar sem ekki var hægt að bjóða foreldrum að skoða afrakstur Grúsksins hjá okkur þetta árið ákváðum við að ,,Ferðast innan húss“ og bjóða árgöngum að skoða hver hjá öðrum. 

...meira

3.6.2020 : Skólaslit þessa skólaárs

Nú fer að líða að lokum þessa óvenjulega skólaárs. Skipulag skólastarfs hefur verið margbreytilegt og eiga nemendur og starfsfólk heiður skilið fyrir aðlögunarhæfni sína aftur og aftur. Við höldum áfram á sömu braut og berum ábyrgð í okkar samfélagi. Við skólaslit höfum við hingað til boðið foreldra/forsjáraðila velkomna með börnum sínum. Sökum aðstæðna ætlum við að breyta því skipulagi í 1.-9. bekk og útfærsla á útskrift 10. bekkjar verður með breyttu sniði.

Skólaslit 10. bekkjar föstudaginn 5. júní
Útskrift 10. bekkjar fer fram föstudaginn 5. júní. Þetta skólaárið ætlum við að leyfa hverjum og einum bekk að njóta útskriftarinnar saman. Með hverjum nemanda mega fylgja að hámarki 5 gestir.
Athygli er vakin á því að ekki verður kaffihlaðborð að þessu sinni.
Við útskrifum bekkina í þessari röð:
kl. 15:00 10. KJ
kl. 16:00 10. ÓS
kl. 17:00 10. KP
kl. 18:00 10. JTS

Skólaslit 1.-9. bekkjar mánudaginn 8. júní
Skólaslitin hjá 1.-9. bekk verða óbreytt nema að því leyti að foreldrum/forsjáraðilum verður ekki boðið að koma með börnum sínum að þessu sinni. Nemendur 1. og 2. bekk mæta á sitt heimasvæði og fylgja umsjónarkennara sínum niður í sal. Nemendur í 3. - 9. bekk mæta beint í salinn og fara síðan upp á sitt heimasvæði eða í sína heimastofu með umsjónarkennara/um í framhaldinu.

Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
kl. 09:00 Skólaslit 1. og 2. bekkjar (nemendur mæta kl. 08:45 á sitt heimasvæði)
kl. 09:30 Skólaslit 3. og 4. bekkjar
kl. 10:00 Skólaslit 5.-7. bekkja
kl. 10:30 Skólaslit 8. og 9. bekkjar


...meira

27.5.2020 : Glæsilegir fulltrúar Hraunvallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni og í smásagnakeppni 8.-10. bekkja

MVIMG_20200526_165948Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Víðistaðakirkju í gær og voru þau Júlía Lind Sigurðardóttir og Arnar Logi Ægisson nemendur í 7. bekk fulltrúar okkar að þessu sinni. Þau stóðu sig frábærlega í annars jafnri og hátíðlegri keppni. Það var fulltrúi Hvaleyrarskóla sem fór með sigur að hólmi í þetta skiptið og fulltrúar Lækjarskóla og Setbergsskóla komu svo í næstu tvö sæti. Jón Ragnar Einarsson nemandi í 10. ÓS komst aftur á móti á pall því hann varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni í 8.-10. bekkja veturinn 2019-2020. Hraunvallaskóli átti líka hæfileikaríka nemendur sem sáu um tónlistaflutning á hátíðinni en 

...meira

26.5.2020 : Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák

Hraunvallaskóli kom sá og sigraði á Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák. Þorsteinn Emil Jónsson sigraði í flokki unglingadeildar og fékk bikar og fartölvu að launum. Í öðru sæti varð Andri Fannar bekkjarbróðir hans og munaði aðeins einu stigi á þeim félögum. Í flokki miðdeildar lenti Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir í þriðja sæti. Keppnislið Hraunvallarskóla vakti mikla athygli á mótinu - bæði fyrir frumlegan klæðaburð en einnig fyrir háttvísi, jákvæðni og hæfileika á skákborðinu. Vonandi verður þetta vísir að frekari sigrum Hraunvallaskóla í skákinni í framtíðinni. Krakkarnir eiga á hrós skilið en auk Þorsteins, Andra og Ragnheiðar kepptu þeir Össur Haraldsson og Atli Steinn Arnarsson fyrir hönd skólans og stóðu sig vel.

...meira

22.5.2020 : Mikið að gerast

Þrátt fyrir allt þá er mikið búið að vera í gangi hjá okkur í Hraunvallaskóla. 

Vatnsendaskóli skoraði á Hraunvallaskóla á Krakkarúv. 7. bekkur tók málin í sínar hendurog útbjó myndband. Hér má sjá árangurinn: 
https://krakkaruv.spilari.ruv.is/krakkaruv/spila/krakkafrettir/24081/8ol0km  Hefst 3:12

Allt að gerast í Hraunvallaskóla
:D Vel gert 7.bekkur!!
Það var síðan viðtal við Halldóru Lind og krakkana í 6.bekk um samróm sjá hér:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8ku9s1

 

Hraunvallaskóli vann keppnina á samromur.is en nemendur, kennarar og foreldrar lásu 50.000 (slétt!) setningar. Yfirburðarsigur Halldóra Lind fór á Bessastaði ásamt tveimur fulltrúum nemenda og tóku á móti verðlaunum.
Glæsilegur sigur og glæsilegir vinningar sem skólinn fékk.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/20/hraunvallaskoli_og_smaraskoli_sigurvegarar/Mynd1Mynd2Mynd3

...meira

6.5.2020 : Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021

Skraning-2020-isk

Registration Leisure centres 2020-2021 

Regestration Centra rozrywki 2020-2021

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021 hefjast 7. maí. Frístundaheimilin eru hugsuð fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á MÍNUM SÍÐUM Nánari upplýsingar um frístundarheimili er í viðhengi.

Registration for leisure centres 2020-2021 opens may 7. Registration is done electronically through the site: “Mínar síður” (My pages) at www.hafnarfjordur.is – more info in attachment.

Zapisy na świetlice na semestr zimowy 2020-2021 rozpoczynają się 7. maja. Zapisy odbywają się drogą elektroniczną poprzez „Mínar síður“ (Moje strony) na www.hafnarfjordur.is. - więcej informacji w załączniku.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is