Fréttir

27.5.2020 : Glæsilegir fulltrúar Hraunvallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni og í smásagnakeppni 8.-10. bekkja

MVIMG_20200526_165948Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Víðistaðakirkju í gær og voru þau Júlía Lind Sigurðardóttir og Arnar Logi Ægisson nemendur í 7. bekk fulltrúar okkar að þessu sinni. Þau stóðu sig frábærlega í annars jafnri og hátíðlegri keppni. Það var fulltrúi Hvaleyrarskóla sem fór með sigur að hólmi í þetta skiptið og fulltrúar Lækjarskóla og Setbergsskóla komu svo í næstu tvö sæti. Jón Ragnar Einarsson nemandi í 10. ÓS komst aftur á móti á pall því hann varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni í 8.-10. bekkja veturinn 2019-2020. Hraunvallaskóli átti líka hæfileikaríka nemendur sem sáu um tónlistaflutning á hátíðinni en 

...meira

26.5.2020 : Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák

Hraunvallaskóli kom sá og sigraði á Grunnskólamóti Hafnarfjarðar í skák. Þorsteinn Emil Jónsson sigraði í flokki unglingadeildar og fékk bikar og fartölvu að launum. Í öðru sæti varð Andri Fannar bekkjarbróðir hans og munaði aðeins einu stigi á þeim félögum. Í flokki miðdeildar lenti Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir í þriðja sæti. Keppnislið Hraunvallarskóla vakti mikla athygli á mótinu - bæði fyrir frumlegan klæðaburð en einnig fyrir háttvísi, jákvæðni og hæfileika á skákborðinu. Vonandi verður þetta vísir að frekari sigrum Hraunvallaskóla í skákinni í framtíðinni. Krakkarnir eiga á hrós skilið en auk Þorsteins, Andra og Ragnheiðar kepptu þeir Össur Haraldsson og Atli Steinn Arnarsson fyrir hönd skólans og stóðu sig vel.

...meira

22.5.2020 : Mikið að gerast

Þrátt fyrir allt þá er mikið búið að vera í gangi hjá okkur í Hraunvallaskóla. 

Vatnsendaskóli skoraði á Hraunvallaskóla á Krakkarúv. 7. bekkur tók málin í sínar hendurog útbjó myndband. Hér má sjá árangurinn: 
https://krakkaruv.spilari.ruv.is/krakkaruv/spila/krakkafrettir/24081/8ol0km  Hefst 3:12

Allt að gerast í Hraunvallaskóla
:D Vel gert 7.bekkur!!
Það var síðan viðtal við Halldóru Lind og krakkana í 6.bekk um samróm sjá hér:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8ku9s1

 

Hraunvallaskóli vann keppnina á samromur.is en nemendur, kennarar og foreldrar lásu 50.000 (slétt!) setningar. Yfirburðarsigur Halldóra Lind fór á Bessastaði ásamt tveimur fulltrúum nemenda og tóku á móti verðlaunum.
Glæsilegur sigur og glæsilegir vinningar sem skólinn fékk.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/20/hraunvallaskoli_og_smaraskoli_sigurvegarar/Mynd1Mynd2Mynd3

...meira

6.5.2020 : Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021

Skraning-2020-isk

Registration Leisure centres 2020-2021 

Regestration Centra rozrywki 2020-2021

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2020-2021 hefjast 7. maí. Frístundaheimilin eru hugsuð fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á MÍNUM SÍÐUM Nánari upplýsingar um frístundarheimili er í viðhengi.

Registration for leisure centres 2020-2021 opens may 7. Registration is done electronically through the site: “Mínar síður” (My pages) at www.hafnarfjordur.is – more info in attachment.

Zapisy na świetlice na semestr zimowy 2020-2021 rozpoczynają się 7. maja. Zapisy odbywają się drogą elektroniczną poprzez „Mínar síður“ (Moje strony) na www.hafnarfjordur.is. - więcej informacji w załączniku.

...meira

29.4.2020 : Skólastarf frá 4. maí

Mánudaginn 4. maí nk. hefst skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert í samkomubanni, líka íþrótta- og sundkennsla - sem mögulega geta samt eitthvað breyst í einstaka skólum og tekin upp útikennsla út líkt og gjarnan gerist á vorin.

Mæting í Hraunvallaskóla er í þriðju kennslustund samkvæmt stundaskrá en í upphafi mánudags hefur starfsfólk möguleika til smá funda og skipulags.

  • Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 10:00
  • Nemendur í 5.-10. bekk mæta kl. 9:35

Nánari upplýsingar um mætingu koma frá umsjónarkennurum í vikupósti.

English below

...meira

24.4.2020 : Brosið er komið út

Brosid-3-2020Það er margt búið að vera í gangi í Hraunvallaskóla bæði yfir og í samkomubanni. Smellið hér til að lesa nýjasta Brosið. Við viljum líka vekja sérstaka athygli á Drekaslóð þar sem drekar á öllum aldri geta fundið sína slóð. Sjá nánar hér

...meira

8.4.2020 : Nánar um skólahald í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páskafrí

Nánar um skólahald í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páskafrí í áframhaldandi samkomubanni með takmörkunum á skólahaldi grunnskóla

Það er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á skólahaldi grunnskólanna frá þriðjudegi 14. apríl og meðan samkomubann með takmörkunum á skólahaldi stendur yfir. Þó verða gerðar breytingar í einum þætti og það snýr að matarþjónustu í grunnskólunum.

Þegar samkomubannið var sett á þurfti að taka hratt ákvarðanir. Þessar ákvarðanir snérust m.a. um matarþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar og giltu fram að páskafríi nemenda. Nú er sú staða upp að ákveðnar breytingar verða gerðar á matarþjónustunni eftir páska í ljósi reynslunnar sem kom þessar þrjár vikur sem samkomubannið hefur staðið yfir. Matarþjónustan verður sem hér segir eftir páska:

...meira

3.4.2020 : Páskamyndasamkeppni í Hraunvallaskóla

Í þessari síðustu viku fyrir páska fór fram teiknimyndasamkeppni hér í Hraunvallaskóla. Lagt var upp með að nemendur teiknuðu sína útgáfu af Picasso páskakanínu og skiluðu myndinni rafrænt til umsjónarkennara. Dómari valdi 8 bestu myndirnar úr hverri deild í undanúrslit og nemendur kusu rafrænt á milli þeirra. Þátttaka var mjög góð og barst fjöldinn allur af fallegum myndum í keppnina í öllum deildum. Eftir netkostningu stóðu eftirfarandi listamenn uppi sem sigurvegarar:

Í yngri deild : Magnús Logi í 2. Kötlu

Í miðdeild: Viktor Már í 6. Grímsey

Í unglingadeild: Elín Klara í 10. KJ

Við óskum vinningshöfunum til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir frábæra keppni.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is