Fréttir

16.3.2020 : Skipulag á skólastarfi næstu vikur

Eins og aðstæður eru á þessari stundu er því miður ekki hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi. Það verður því með gjörbreyttu sniði og takmarkað eins og áður hefur komið fram. Á meðan á neyðarstigi stendur er verkefni okkar allra að halda börnum og ungmennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Kennarar og annað starfsfólk mun gera sitt besta til þess að skóla- og heimanám nemenda verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa.

Nemendur mæta í skólann á morgun þriðjudag eins og hér segir:

...meira

15.3.2020 : Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tekur gildi frá miðnætti í kvöld. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf getur ekki verið með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá þriðjudeginum 17. mars. Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í grunnskólunum og aðeins starfsfólk mætir i skóla. Síðdegis þann dag mun hver skóli senda foreldrum nánari upplýsingar um framkvæmd skólastarfsins frá þriðjudeginum.

English below

...meira

13.3.2020 : Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í öllum skólum

Í morgun á blaðamannafundi kom fram að skólastarf í grunnskólum mun halda áfram þrátt fyrir samkomubann á öðrum stöðum. Grunnskólum er skylt að halda áfram en þó með breyttu sniði. Í dag komu nemendur með Ipad (5.-10. bekkur) og námsgögn með sér heim úr skólanum. Ástæðan fyrir því er að við erum byrjuð að undirbúa breytt skólastarf og ef til samkomubanns kemur hvað varðar grunnskóla. 

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann þennan mánudag.

Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast vel með tölvupóstum frá okkur.
En umfram allt skulum við halda ró okkar og vinna hlutina saman því þá gengur allt svo miklu betur.

Njótið helgarinnar.

...meira

11.3.2020 : Bréf almannavarna til nemenda, foreldra og forráðamanna / To students, parents and guardians

Covid-19-8-1024x717Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.

Veikindi Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó.

Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans. Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19.

ÍslenskaEnglish - Polish below

...meira

9.3.2020 : Búið er að semja / No Strike

Kæru forráðamenn.

Búið er að semja og því kemur ekki til verkfalls. Skólahald verður með venjubundnum hætti. Hraunsel einnig opið eins og venjulega. 

English

No strike. School as usual.

...meira

6.3.2020 : Fréttir vegna yfirvofandi verkfalls

Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðra verkfalla

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli.

Kæru foreldrar og forsjáraðilar

Eins og kunnugt er hafa Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og BSRB boðað til verkfalla frá og með mánudeginum 9. mars. Ef til verkfalla kemur mun áhrifa þeirra gæta í skólastarfinu og biðjum við ykkur að lesa vel upplýsingar hér að neðan.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur boðað verkföll á fyrirfram ákveðnum dagsetningum; dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. mars, 26. mars, 31. mars og 1. apríl. Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist.

Um er að ræða um 660 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ sem flestir starfa innan grunnskóla sveitarfélagsins. Fyrirhugað verkfall nær m.a. til húsumsjónarmanna, ritara, skólaliða, frístunda- leiðbeinenda og stuðningsfulltrúa. Sérstök athygli er vakin á því að frístundaleiðbeindur og starfsfólk frístundaheimila mun frá og með mánudeginum 9. mars fara í ótímabundið verkfall sem þýðir að allt frístunda- og félagsstarf, fyrir og eftir skóla, fellur niður þar til samningar hafa tekist.


Áhrif á skólastarfið – LESIST VEL

Sjá nánar í meginmáli.

...meira

4.3.2020 : Stóra upplestrarkeppnin

Í dag kepptu 12 nemendur úr 7. bekk um að komast á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði. Lokahátíðin verður haldin í Hafnaborg 17. mars nk.

Allir keppendur stóðu sig virkilega vel en dómarar völdu Arnar Loga Ægisson og Júlíu Lind Sigurðardóttur til að verða fulltrúar skólans og Heiðrúnu Völu Hilmarsdóttur sem varamann.

Við óskum sigurvegurum og öllum keppendum til hamingju.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is