Fréttir

17.2.2020 : Vetrarfrí

Fimmtudaginn og föstudaginn 20.-21. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá þessa daga og helgina á eftir. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.

...meira

13.2.2020 : Röskun á skólastarfi og öðru starfi sveitarfélagsins – skilaboð til íbúa/foreldra/forráðamanna

RoskunRíkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Veðrið gengur niður eftir kl. 15 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn.

Helstu upplýsingar

· Almennt skólahald fellur niður en leik- og grunnskólar verða opnir með lágmarksmönnun

English version below

...meira

12.2.2020 : Skipulagsdagur og vetrarfrí

Miðvikudagurinn 19. febrúar er skipulagsdagur í skólanum. Þá mæta nemendur ekki í skólann og einnig er lokað í Hraunseli. Fimmtudaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Þannig að nemendur eru í fríi 19.-21. febrúar. Hafið það gott í vetrarfríinu.

English version below

...meira

30.1.2020 : Grunnskólahátíð í Hafnarfirði

Kæru foreldrar/forráðamenn unglinga í Hafnarfirði, 

Miðvikudaginn 5. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði. Sýndar verða leiksýningar frá öllum grunnskólunum í Gaflaraleikhúsinu kl. 10:00 fyrir Hraunvallaskóla og eigum við 125 miða á sýninguna til sölu. 

Um kvöldið kl. 19:00 - 22:00 fer fram ball í íþróttahúsinu við Strandgötu. Miðaverð á ballið er 3.000 kr og 200 kr í leikhúsið og miðasalan hefst miðvikudaginn 29. janúar og fer fram í félagsmiðstöðvunum í Hafnarfirði. Miðasalan í Hraunvallaskóla fer fram á skrifstofu Mosans og í Mosanum á kvöldin og byrjar hún strax í fyrramálið. 

 Á ballinu koma fram DJ Apollo, DJ Bratz, Maxi X Daxi, Club dub, Auður og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar þær Áróra og Arndís frá Öldunni og Hekla Sif frá Skarðinu. 

Mæting er í Hraunvallaskóla kl. 18:00 og fara rúturnar af stað þegar allir eru komnir. Fatahengi verður á staðnum en ekki er borin ábyrgð á verðmætum og skópör verða ekki geymd í fatahenginu. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að biðja unglinginn sinn að skilja ekki verðmæti eftir í yfirhöfnum sínum og velja skóbúnað vel því ballið er langt. 

Allir unglingar fara svo í rútum heim sem byrja að keyra frá Strandgötunni um kl. 22:00. 

Frí er gefið í fyrsta tíma þann 6. febrúar fyrir nemendur í unglingadeild og kennsla byrjar því kl. 9:35. 

Með fyrirfram þökk og von um góð viðbrögð, 

Deildarstjórar félagsmiðstöðva í Hafnarfirði

...meira

29.1.2020 : Jákvæð netnotkun barna og unglinga

Netnotkun

Fyrirlestur fyrir foreldra í boði Foreldrafélags skólans um jákvæða netnotkun barna- og unglinga þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00.

...meira

24.1.2020 : Samtalsdagur

Mánudaginn 27. janúar er samtalsdagur samkvæmt skóladagatali. Nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara með foreldri. Hraunsel er opið fyrir þau börn sem eiga vist.

 * Sjálfboðaliðar úr 5. og 6. bekk munu kynna hvernig þau eru að nýta iPad í skólastarfi frá 8:30 - 14:00.

Týndur fatnaður verður á vergangi og minnum við alla á að leita nú vel.

...meira

16.1.2020 : Heimsókn í álverið

Þessi glæsilegi hópur nemenda úr 10. ÓS og 10 KJ heimsóttu álverið í Straumsvík í gær. Farið var með hópinn í kynnisferð um álverið. Byrjað var í matsalnum þar sem hópurinn fékk sódavatn (úr áldósum) og kremkex. Bjarni Már upplýsingafulltrúi álversins fræddi þau um starfsemi og svo var haldið í göngutúr um svæðið, inn í steypuskála og kerskála og voru krakkarnir til fyrirmyndar í alla staði. Ferðin var liður í náminu í náttúrugreinum - efnafræði og vistfræði og er álversferðin að verða fastur liður hjá 10. bekk. Með í för frá skólanum voru Ásgeir Rafn Birgisson, Ólafur Sigvaldason og Símon Örn Birgisson.

...meira

15.1.2020 : SÖNGKEPPNI HAFNARFJARÐAR Í KVÖLD!

Við eigum 2 atriði í keppninni....hlökkum til að sjá marga stuðninsmenn á staðnum!
ÁFRAM Bergdís Hrönn Óladóttir, Sveinbjörg Júlía Scheving Kjartansdóttir, Svandis Helga, Jón Ragnar Einarsson, Erlendur Snær Erlendsson og Aron Þór Björgvinsson :) 

Gangi ykkur vel <3


P.s. ekki hægt að borga með korti á staðnum!

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is