Fréttir

20.11.2018 : Brunaæfing

Í morgun var haldin brunaæfing í skólanum og gekk svona ljómandi vel að koma öllum í öruggt skjól. Allir skiluðu sér á rétta staði og flestir voru vel klæddir enda var nýstingskuldi.

...meira

19.11.2018 : Endurskinsmerkjatíð

Við viljum minna foreldra á að nú er kominn þessi tími þar sem börnin eru hætt að sjást á morgnana á leið í skólann. Endilega passið að þau séu vel sýnileg

...meira

16.11.2018 : Upplestrarkeppnin sett

Á degi íslenskrar tungu er hefð að setja Upplestrarkeppni grunnskóla. Nemendur í 4. og 7. bekk mættu að setningu annars vegar litlu og svo stóru upplestrakeppninni.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það.  Sjá nánar.

...meira

7.11.2018 : Brosið er mætt :)

Eins og alltaf er fréttablað Hraunvallaskóla stútfullt af fréttum enda alltaf nóg skemmtilegt um að vera í skólanum. Það eru 16 blaðsíður af frábærum fréttum um okkur öll. 

...meira

25.10.2018 : Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson flytur fyrirlestur í Hraunvallaskóla mánudaginn 29. október, kl. 20:00. 

Í fyrirlestrinum fjallar Þorgrímur um hvatningu um að standa sig frábærlega í lífinu, bera ábyrgð á eigin vegferð, setja sér markmið, hjálpa hvert öðru, sýna samkennd og huga að litlu hlutunum dags daglega sem breyta lífi okkar. Hann fjallar um sterka liðsheild og notar landsliðið í fótbolta sem dæmi, segir sögur og sýnir myndbönd sem hreyfa við öllum.

Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir foreldrar og forráðamenn hjartanlega velkomnir. Sjáumst á mánudaginn!

...meira

17.10.2018 : Vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Sjá dagskrá meðfylgjandi, einnig á pólsku og ensku.

...meira

12.10.2018 : Bleikur dagur

Október er bleikur mánuður en í dag er bleikur dagur í skólanum til stuðnings baráttunni við Krabbamein. Við höldum þennan dag árlega og allir keppast um að mæta í einhverju bleiku og taka þátt í að minna okkur á hversu mikilvægt er að konur fari í skimun. Nánari upplýsingar er að finna á síðu Bleiku slaufunnar .

...meira

3.10.2018 : Green Clean Future

Upp á síðkastið höfum við í Hraunvallaskóla verið að vinna með plast og slagorðið Plastic not so fantastic! Hér hafa verið í heimsókn aðilar sem tengjast verkefninu Green Clean Future. Þau koma frá skólum í Danmörku, Finnlandi, Írlandi og Rúmeníu og hafa gengið hér um skoðað og spjallað við krakkana. Við erum stollt af því að vera aðili í þessu verkefni og krakkarnir hafa sýnt og sannað hversu mikilvægt er að flokka og hafa í huga hvað við kaupum og notum.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is