Fréttir

22.9.2017 : Sjóræningjadagur

Sj"International Talk like a Pirate day" hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim síðan 2002.  Við á bókasafni Hraunvallaskóla höfum tekið þátt í þessum skemmtilega degi undanfarin ár við mikla gleði nemenda og starfsfólks.  Margir koma í sjóræningjabúningum og á bókasafninu er boðið upp á alls konar sjóræningjaverkefni.  Í ár var t.d. hægt að ganga plankann,  finna sitt íslenska sjóræningjanafn, fara í sjóræningjaratleik og margt fleira. Auðvitað var sjóræningjamyndatakan líka á sínum stað.  Dagurinn tókst í alla staði vel og stórir sem smáir sjóræningjar skemmtu sér konunglega saman.

...meira

31.8.2017 : Skólakynningar

Mynd-4Á hverju hausti fara fram skólakynningar fyrir foreldra/forráðamenn allra árganga í Hraunvallaskóla. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn á þessum kynningum því nám barnanna kemur okkur öllum við. Með góðri yfirsýn og jákvæðri samvinnu allra hlutaðeigandi má ávallt vænta betri árangurs. Hér fyrir neðan má sjá niðurröðun skólakynninga:

 •  7. bekkur – föstudaginn 1. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Á heimasvæði.
 • 4. bekkur – mánudaginn 4. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Í fyrirlestrarsal.
 • 2. bekkur – miðvikudaginn 6. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Á heimasvæði.
 • 3. bekkur – fimmtudaginn 7. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Á heimasvæði.
 • 5. bekkur – Miðvikudagur 20. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Á heimasvæði.
 • 6. bekkur – mánudagur 11. september kl. 8:10 – 9:00. Staðsetning: Á heimasvæði.
 • 8., 9. og 10. bekkir – miðvikudaginn 13. september kl. 8:10 – 9:30, í matsal skólans.

 Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta í skólann á réttum tíma skv. stundaskrá þ.e. kl. 8:10 og verða í gæslu í matsal meðan á skólakynningu stendur. Nemendur annarra árganga þ.e. frá 5. – 10. bekk mæta í skólann kl. 9:00 þá daga sem skólakynningar fara fram í þeirra árgangi. Sérstakt skólafærninámskeið verður haldið fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. bekk þriðjudaginn 5. september kl. 18:00 – 21:00. Nánari upplýsingar verða sendar til þeirra foreldra. 

...meira

23.8.2017 : Umferðaröryggi

 Í upphafi hvers skólaárs er nauðsynlegt að fara yfir þær umferðarreglur sem gilda fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur til að leggja grunn að auknu öryggi nemenda í umferðinni. Sérstaklega er mikilvægt að huga vel að yngstu nemendunum en við skulum ekki gleyma að fræða þau eldri líka.  Þáttur heimilanna er mikilvægur í umferðarfræðslu og forvörnum sem felst meðal annars í því að sýna gott fordæmi. Til að styðja heimilin í þeirri viðleitni, vill skólinn benda á nokkur atriði sem foreldrar/forráðamenn geta stuðst við þegar þeir vinna með börnum sínum að því að tryggja sem best öryggi þeirra í umferðinni.

 • Æfum leiðina í og úr skóla með barninu

 • Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endilega þá stystu

 • Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar

 • Sýnum hvernig við hegðum okkur ef farið er um vegi án gangbrauta og gangstétta

 • Verum sýnileg, notum endurskinsmerki

 • Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir

 • Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir

 • Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla

 • Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu

 • Förum yfir öryggi í kringum rútur og strætó

 • Bendum börnunum á örugg leiksvæði

...meira

15.8.2017 : Skólasetning

 Skólasetning er sem hér segir þriðjudaginn 22. ágúst:

 • Kl. 08:30    2. og 3. bekkur
 • Kl. 09:00    4. og 5. bekkur
 • Kl. 09:30    6. og 7. bekkur
 • Kl. 10:00    8., 9. og 10. bekkur
Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara sama dag. Nánari upplýsingar koma frá umsjónakennara þegar nær dregur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. – 10. bekk miðvikudaginn 23. ágúst

1. bekkingar mæta í örstutta  „skólasetningu“ á sal kl. 08:10, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is