Fréttir

18.9.2019 : Mótun nýrrar menntastefnu

Þann 24. september verður aðilum skólasamfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum boðið á kynningarfund um mótun nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð 2020 -2030 þar sem verkefnið verður kynnt og útlistað frekar, annar fundurinn verður kl. 15:00-15:45 í Víðistaðaskóla (starfsstöð við Hrauntungu) og hinn kl. 17:15 - 18:00 í Hraunvallaskóla. Um er að ræða sama efni á báðum fundum. Hér má lesa nánar um þetta mikilvæga verkefni. 

...meira
Hafnarfjarðarbær

30.8.2019 : Skólakynningar

Á hverju hausti fara fram skólakynningar fyrir foreldra/forráðamenn allra árganga í Hraunvallaskóla. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá alla foreldra/forráðamenn á þessum kynningum því nám barnanna kemur okkur öllum við. Með góðri yfirsýn og jákvæðri samvinnu allra hlutaðeigandi má ávallt vænta betri árangurs. Hér fyrir neðan má sjá niðurröðun skólakynninga:

3. bekkur – þriðjudaginn 3. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

7. bekkur – fimmtudagur 5. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

2. bekkur – föstudagur 6. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

4. bekkur – þriðjudagur 10. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

5. bekkur – miðvikudagur 11. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

6. bekkur – fimmtudagur 12. sept kl. 8:15-9:00 Heimasvæði

10. bekkur – mánudagur 16. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

8. bekkur – þriðjudagur 17. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

9. bekkur – miðvikudagur 18. sept kl. 8:30-9:15 Fyrirlestrarsalur

Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta í skólann á réttum tíma samkvæmt stundaskrá kl. 8:15 og verða í gæslu í Mosanum meðan á skólakynningu stendur. Nemendur í miðdeild mæta í skólann kl. 9:00 þá daga sem skólakynningar fara fram í þeirra árgangi og nemendur í unglingadeild kl. 9:15.

Sérstakt skólafærninámskeið verður haldið fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. bekk miðvikudaginn 4. september kl. 17:30 – 20:00 . Nánari upplýsingar verða sendar til þeirra foreldra.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur,

Starfsfólk Hraunvallaskóla

...meira

22.8.2019 : Skólasetning fimmtudaginn 22. ágúst

Skólasetning fer fram á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst sem hér segir:

kl. 08:30 Skólasetning 2. og 3. bekkur

kl. 09:00 Skólasetning 4. og 5. bekkur

kl. 09:30 Skólasetning 6. og 7. bekkur

kl. 10:00 Skólasetning 8., 9. og 10. bekkur

Nemendur í 1. bekk koma með foreldrum/forráðamönnum í viðtaltíma, sem þau fá með símtali, til umsjónarkennara 22. ágúst

Föstudaginn 23. ágúst mæta 1. bekkingar í örstutta „skólasetningu“ á sal kl. 08:15, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

...meira

21.8.2019 : Matarmálin

Gruskid-20195IMG_20190603_091504Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Skólamat um að sjá um skólamáltíðir í bænum til næstu 4 ára. Hægt er að skrá nemendur í mat á www.skolamatur.is Við hvetjum ykkur til að nýta þessa þjónustu en verð á skólamáltíð til foreldra er óbreytt frá síðasta skólaári eða 463 kr.

Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund, þ.e. frá 7:55 til 8:30, og byrjum við fyrsta kennsludaginn á því. Grauturinn verður afgreiddur hér í matsalnum.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar. Verð fyrir ávaxtaáskrift 102 kr per dag. Borga þarf fyrir 1 mánuð í einu.  Ef foreldrar hafa spurningar, ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við þá til að senda fyrirspurn á skolamatur@skolamatur.is

...meira

21.8.2019 : Ástundunarreglur

Gruskid-IMG_20180601_094528Frá haustinu 2019 taka við samræmdar reglur um skólasókn innan Hafnarfjarðar, þ.e. um fjarvistir/seinkomur, brottrekstra úr tímum og leyfi/veikindi nemenda. Tilgangur þess er að samhæfa reglur um skólasókn í grunnskólunum og viðbrögð við þeim. Í því felst að það sé ekki mismunandi eftir skólum hvernig er brugðist við minnkandi skólasókn nemenda og það sem stundum er nefnt „skólaforðun“

...meira

21.8.2019 : Hraunsel er LOKAÐ á morgun fimmtud

Við minnum á að Hraunsel er LOKAÐ á morgun 22. ágúst vegna starfsdags. Við opnum hress og kát á föstudaginn kl. 13:20.

...meira

11.6.2019 : Sumarbrosið

Sumarbrosið er komið út. Lesið og njótið!

Brosid-4.-tbl.-2018-2019

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is