Fréttir

1.11.2019 : Brosið!

Brosið er komið út. Sjón er sögu ríkari. Lesið og njótið!

Brosid-1-2019-2020

...meira

30.10.2019 : Vinningshafar í Gulldrekalóttó

Í dag voru lottovinningshafar í Gulldrekalottóinu heiðraðir. Flottir krakkar! Síðan fóru þeir með gjafir í sinn árgang enda ekkert nema fyrirmyndarbörn hér í Hraunvallaskóla.

...meira

25.10.2019 : Breytingar á skóladagatali 2019-2020

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur staðfest breytingar á skóladagatali Hraunvallaskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Breytingin snýst í aðalatriðum um að skipulagsdagur 6. janúar 2020 er færður til 9. júní. Þá færast skólaslit aftur um 1 dag sem og þema og áhugasviðsdagar í lok maí og byrjun júní. Annað er óbreytt. Breytingar þessar eru gerðar vegna fyrirhugaðar námsferðar starfsfólks til Serbíu í júní 2020. Uppfært skóladagatal má finna á heimasíðu skólans http://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/skoladagatal/

...meira

25.10.2019 : Haustklæði

Nú er haustið komið af fullum krafti og kuldinn er aðeins farinn að bíta í kinn. Við í Hraunvallaskóla viljum því minna á reglur skólans varðandi útiveru og ítreka mikilvægi þess að allir komi í skólann klæddir eftir veðri.

Allir nemendur í 1.-7. bekk fara út í frímínútur. Ef nemandi hefur verið veikur eða getur ekki að öðrum orsökum farið út hefur hann leyfi til að vera inni og jafna sig eftir veikindi að hámarki tvo daga. Nauðsynlegt er að skrifleg beiðni komi frá foreldrum vegna þessa.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur geti verið inni til að fyrirbyggja veikindi.

...meira

15.10.2019 : Rýmingaræfing

Bruni-1-MVIMG_20191015_101743Á hverju ári er haldin rýmingaræfing í Hraunvallaskóla. Markmiðið með æfingunni er að æfa nemendur og starfsfólk í að fara réttar leiðir út úr skólanum og safnast saman með skipulegum hætti á skólalóð svo unnt sé að taka manntal. Þegar æfingin fór fram voru um 900 manns í húsinu en búið var að rýma húsið og staðfesta að allir nemendur og starfsmenn væru komnir á sinn stað eftir einungis 10 mínútur. Vel gert Hraunvallaskóli!

...meira

8.10.2019 : Danskir nemendur í heimsókn

Danskir-MVIMG_20191008_110028Í dag komu 23 nemendur frá Danmörku í heimsókn til okkar í Hraunvallaskóla ásamt kennurum þeirra. Nemendurnir sem eru 15 ára og koma úr Bernadotteskole í Kaupmannahöfn hittu jafnaldra sína í Hraunvallaskóla og fræddu þá um danska menningu, land og þjóð. Að því loknu var farið um skólann í smærri hópum undir leiðsögn nemenda í Hraunvallaskóla sem sögðu frá skólastarfinu okkar. Heimsóknin kemur til vegna tengsla sem mynduðust gegnum ERASMUS+ verkefnis sem lauk núna á vordögum og Hraunvallaskóli og Bernadotteskole voru þátttakendur í ásamt þremur öðrum skólum í Rúmeníu, Finnlandi og Norður Írlandi. 

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is