Fréttir

13.5.2019 : Hæfileikakeppni miðdeildar

Mánudaginn 6. maí var Hæfileikakeppni miðdeildar haldin. Þar komu þrír fulltrúar hvers árgangs fram með atriði. Atriðin voru fjölbreytt og öll virkilega flott enda er óhætt að segja að dómararnir áttu í miklum erfiðleikum með að ákveða vinningashafa.

1. sæti: Danshópurinn Congo´s; Baldvina Þurý, Ragnheiður Jenný, Halldór Ingi og Daníel. 6. bekk

2. sæti: Karítas, Guðrún Inga og nokkrir áhorfendur með söng, píanóspil og dans. 7. bekk

3. sæti: Ísól spilaði á ukulele 5. bekkur

3. sæti: Ísak Nói með píanóspil. 7. bekk

Frumlegasta atriðið: Karítas og Guðrún Inga og nokkrir áhorfendur með söng, píanóspil og dans. 7. bekkur

...meira

9.5.2019 : Hraunvallaskóli vann íþróttakeppni 9. bekkja í Hafnarfirði

Á hverju ári er haldin íþróttakeppni milli allra 9. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar. Mótið fer fram til skiptis á Ásvöllum og í Kaplakrika en keppt er í ýmiskonar greinum. Þetta árið fór keppnin fram í Kaplakrika. Allur 9. bekkurinn okkar fór því þangað, ýmist til að keppa eða hvetja sinn skóla. Krakkarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og unnu íþróttakeppnina annað árið í röð því 9. bekkur í fyrra sigraði keppnina líka á síðasta ári. Sigruðu handboltann og fótboltann, lentu í öðru sæti í frjálsum og þriðja sæti í bandý. Komu krakkarnir því heim með fjóra bikara í fararteskinu, einn fyrir handboltann, einn fyrir fótboltann, einn bikar fyrir sigurinn til eignar og einn farandbikar. Flottur árangur hjá flottum krökkum!

...meira

7.5.2019 : Bókabrall

Bókabrall er samstarfsverkefni bókasafns- og upplýsingafræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Með Bókabrallinu viljum við vekja athygli á samstarfi okkar bókasafnsfræðinganna og mikilvægi safnanna í öllu skólastarfi. Brallið í ár var haldið dagana 2. og 3. maí. Það er fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og er nokkurskonar þrautakeppni þar sem 3 – 5 nemendur vinna saman að því að leysa þrautir sem tengjast bókmenntum. Í ár útbjuggum við fimm þrautir fyrir hvert af eftirfarandi aldursstigum; 1.-2. bekkir, 3.-5. bekkir og 6.-7. bekkir. Hér í Hraunvallaskóla var gríðarlega góð þátttaka og mátti sjá nemendur út um allan skóla í líflegum samræðum um ýmis konar rithöfunda, bókatitla, gæludýr sögupersóna, kvikmyndir gerðar eftir bókum, vináttu í bókum og margt fleira.

...meira

6.5.2019 : Spurningakeppni miðdeildar

Mánudaginn 29. apríl var Spurningakeppni miðdeildar haldin. Hún Anna okkar á bókasafninu heldur utan um þá keppni og býr til spurningar úr 10 fyrirfram ákveðnum bókum. Mikil fjölbreytni er í spurningum og aðferðum við að svara s.s. kahoot, fá aðstoð úr sal, spurninghjól og leikræn tjáning. Að þessu sinn vann 6. bekkur en mjótt var á munum og hörð keppni. 

...meira

17.4.2019 : Brosið er komið út!

Bros3-2019Brosið er komið út í þriðja skiptið á þessu skólaári. Blaðið er veglegt að venju enda af mörgu að taka þegar kemur að okkar frábæra skóla. Smellið hér til að lesa Brosið.

...meira

15.4.2019 : Duglegu nemendurnir okkar

Við í Hraunvallaskóla eigum svo sannarlega stóran hóp af duglegum nemendum sem hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum með glæsibrag. Á uppskeruhátíð Hraunvallaleika voru þau öll beðin um að stíga á svið - það vantaði því miður nokkra en meðfylgjandi mynd sýnir hluta af þessum glæsihópi og listann má sjá í meira...

 

...meira

11.4.2019 : Varlafréttir 2019

Varlafréttir eru komnar í loftið og fullt af krassandi fréttum um Hraunvallaleikana er að finna á síðunni ásamt viðtölum, stjörnuspá og verðurfréttum dagsins :) Endilega kíkjið á síðuna og sjáið hvað krakkarnir eru að gera.

Varlafréttir

...meira

11.4.2019 : Árshátíð 2019

Árshátíð nemenda á unglingastigi í Hraunvallaskóla var haldinn þann 3. apríl síðastliðinn og er óhætt að segja að það hafi verið frá­bær stemmn­ing. Þemað að þessu sinni var Winter Wonderland og var búið að skreyta skólann með t.d. risa blöðruboga við innganginn og hengja upp ljósaseríur um allan matsalinn.

Unglingarnir mættu í sínu fínasta pússi og var photoboothinn óspart notaður. Maturinn var góður í alla staði og Henning Darri Mosastarfsmaður stóð sig frábærlega sem kynnir fyrir skemmtiatriði frá nemendum og starfsmönnum.

Söngvarinn Flóni kom svo að borðhaldi loknu og hófst ballið með látum en okkar eigin DJ Englasálmar komu svo og lokuðu kvöldinu með trylltu setti. Unglingarnir voru algjörlega til fyrirmyndar, bæði á meðan á borðhaldi stóð og svo á ballinu um kvöldið. Takk fyrir Sturlaða árshátíð!

Kv Starfsfólk Mosans

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is