Fréttir

18.3.2019 : Notkun spjaldtölva

26. mars verður haldin kynning fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í Hraunvallaskóla um notkun spjaltölva í kennslu og námi. Allir foreldrar eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega
foreldra 5. til 8.bekkja til að mæta. Kynningin verður haldin í fyrirlestrasalnum kl:17:30 - 18:30.

...meira

7.3.2019 : Nemandi í Hraunvallaskóla vann forritunarkeppni grunnskólanna í Tækniskólanum

fyrstasæti (2)Forritunarkeppni grunnskólanna var haldin 2. mars 2019. Keppnin er haldin árlega og er opin öllum grunn­skóla­nem­endum í 8. – 10. bekk sem hafa áhuga á for­ritun. Þemað í ár var retró tölvu­leikir. Notast var við for­rit­un­armál í textaham og í boði voru fríar pizzur og bolir fyrir alla þátt­tak­endur. Allir kepp­endur fengu viðurkenn­ing­ar­skjöl og verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Kristinn Vikar Jónsson nemandi í Hraunvallaskóla fékk verðlaun fyrir fyrsta sætið. Við óskum honum hjartanlega til hamingju!        

...meira

6.3.2019 : Fræðsla um kvíða hjá börnum og unglingum

Kvidi-53595369_10156149884817913_4905273077790670848_oNú er komið að því að fræðast betur um vellíðan barnanna okkar. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, heldur fyrirlestur um kvíða hjá börnum og unglingum fyrir foreldra í Hraunvallaskóla. Steinunn hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar þar sem hún m.a leggur áherslu á að greina á milli kvíða (sem er tilfinning og hluti af lífinu) og kvíðaröskunar (sem þarf að fá meðferð við). Við hvetjum foreldra til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hlusta á Steinunni og þiggja ráð úr viskubrunni hennar.

...meira

18.2.2019 : Vetrarfrí

Miðvikudagurinn 20. febrúar er skipulagsdagur samkvæmt skóladagatali. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag en opið er í Hraunseli fyrir þá sem hafa skráð sig þar. Fimmtudaginn 21. febrúar og föstudaginn 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hraunsel er lokað þá daga. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. febrúar. Venju samkvæmt er frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á meðfylgjandi tenglum á íslensku, ensku og pólsku.

Vetrarfrí – frítt í sund og fjölbreytt dagskrá menningarstofnana

Winter break – free admission to the swimming pools and a lot of fun things to do at the museums and library

Ferie zimowe – darmowe wejście na baseny oraz wiele ciekawych zajęć w Bibliotece oraz Muzeach w Hafnarfjörður

...meira

15.2.2019 : Nemendum líður vel í Hraunvallaskóla

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt niðurstöðum mælinga í Skólapúlsinum þá líður nemendum vel í Hraunvallaskóla. Einelti mælist marktækt undir landsmeðaltali og samband nemenda og kennara er traust og gott. Niðurstöður eru almennt mjög jákvæðar og marktækur jákvæður munur er á eftirfarandi matsþáttum:

  • Þrautseigja í námi
  • Trú á eigin vinnubrögð í námi
  • Trú á eigin námsgetu
  • Sjálfsálit
  • Stjórn á eigin lífi
  • Einelti
  • Samsvörun við nemendahópinn
  • Samband nemenda við kennara

Nemendur upplifa einnig að þeir séu virkir í tímum, þeim líður vel, borða hollt og finnst vera agi í kennslustundum. Það sem mælist undir meðaltali (ekki marktækur munur) er ánægja af lestri og náttúrufræði. Hér má sjá samanburð á niðurstöðum mælinga frá því í október og janúar.

...meira

15.2.2019 : Fyrirlestur um jákvæð samskipti á mánudaginn

Við minnum á þessa skemmtilegu fræðslu!

51279064_10156087692507913_791931156940455936_o

...meira

14.2.2019 : Frábært myndband

Hér er frábært myndband um kvíða og hvað kvíði getur verið góður ekki bara slæmur. Við mælum með að allir horfi á þetta myndband enda fáum við öll kvíðtillfinningu öðru hvoru og sumir oftar en aðrir.

Kvíði

...meira

14.2.2019 : 112 - dagurinn

246x0w112-dagurinn var haldinn um land allt sl. mánudag, 11.febrúar (11.2). Að þessu sinni var sjónum beint að öryggismálum heimilisins. Stór hluti símtala í neyðarnúmerið 112 á rætur að rekja til slysa og annarra áfalla á heimilum fólks. Fólk verður alvarlega veikt heima eða slasast, börn komast í lyf og önnur hættuleg efni, eldur kemur upp á heimilinu, þjófar láta greipar sópa, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í 112-blaðinu sem fylgdi Fréttablaðinu á mánudaginn (og er einnig hér) er bent á fjölmargt sem hægt er að gera til að fyrirbyggja atvik af þessu tagi og bregðast við þeim, til dæmis með því að læra skyndihjálp, efla fallvarnir og auka eldvarnir og varnir gegn innbrotum. Þar er einnig að finna lista yfir öryggisatriði, nk. tékklista til þess að einfalda úttekt á slysavörnum heima fyrir.

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is