Fréttir

16.1.2020 : Heimsókn í álverið

Þessi glæsilegi hópur nemenda úr 10. ÓS og 10 KJ heimsóttu álverið í Straumsvík í gær. Farið var með hópinn í kynnisferð um álverið. Byrjað var í matsalnum þar sem hópurinn fékk sódavatn (úr áldósum) og kremkex. Bjarni Már upplýsingafulltrúi álversins fræddi þau um starfsemi og svo var haldið í göngutúr um svæðið, inn í steypuskála og kerskála og voru krakkarnir til fyrirmyndar í alla staði. Ferðin var liður í náminu í náttúrugreinum - efnafræði og vistfræði og er álversferðin að verða fastur liður hjá 10. bekk. Með í för frá skólanum voru Ásgeir Rafn Birgisson, Ólafur Sigvaldason og Símon Örn Birgisson.

...meira

15.1.2020 : SÖNGKEPPNI HAFNARFJARÐAR Í KVÖLD!

Við eigum 2 atriði í keppninni....hlökkum til að sjá marga stuðninsmenn á staðnum!
ÁFRAM Bergdís Hrönn Óladóttir, Sveinbjörg Júlía Scheving Kjartansdóttir, Svandis Helga, Jón Ragnar Einarsson, Erlendur Snær Erlendsson og Aron Þór Björgvinsson :) 

Gangi ykkur vel <3


P.s. ekki hægt að borga með korti á staðnum!

...meira

13.1.2020 : Gul viðvörun!

RoskunGul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til þess að fylgjast með veðurspá og færð næstu daga. Foreldrar og forráðamenn eru beðin um að fylgjast með aðstæðum í fyrramálið og er hvatt til þess að börnum yngri en 12 ára sé fylgt í skólann í fyrramálið, þriðjudag 14. janúar.

Enska:
A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.

...meira

13.1.2020 : Umsóknir og innritun í grunnskóla

Gruskid-20196MG_20190603_091739Athygli foreldra er vakin á því að 1. febrúar ár hvert er formlegur umsóknarfrestur til að sækja um breytingu á skólavist nemenda í grunnskólum sem taki gildi frá næsta skólaárinu á eftir (ágúst). Um tilfærslur milli skóla gilda ákveðnar reglur sem samþykktar hafa verið af bæjaryfirvöldum og eru þessar:

· Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Hafnarfjarðar,

· vefslóðin sjálf: https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/Verklagsreglur_skolavist-i-grunnsklum-Hafnarfjardar-2019_oktober_LOK.pdf

Sömuleiðir er bent á að aðrir möguleikar í skólastarfi, til dæmis flýtingar, seinkanir og skólavist i sérskólum og sérdeildum svo dæmi séu tekin, þarf að sækja um í góðum tíma. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um slíkt er bent á að hafa samband við Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúa grunnskóla á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs, vigfus@hafnarfjordur.is, til að fá nánari upplýsingar um einstök málefni sem snúa að grunnskólastarfi og skólavist.

...meira

9.1.2020 : Gul viðvörun

RoskunGul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að meta sjálfir hvort að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir ákveðinn tíma, heldur bara verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim. Það skal tekið fram að veður hér á Völlunum er ágætt þegar þetta er skrifað. Börn hafa verið úti í frímínútum og skólastarfið farið fram með venjubundnum hætti.

English

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík to day. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.

...meira

8.1.2020 : Síðdegishressing í grunnskólum Hafnarfjarðar

Það hefur verið hluti af áformum bæjaryfirvalda með breytingum á matarþjónustu í grunnskólum frá hausti 2019 að nemendur eigi kost á að fá mat allan skóladaginn, í þessu tilviki síðdegishressingu. Hingað til hefur það eingöngu verið mögulegt fyrir nemendur í frístundaheimilum (1.-4. bekkur). Ákveðið hefur verið að bjóða öðrum nemendum (5.-10. bekkur) upp á sama kost og nemendum í frístundaheimilum er boðið upp. Slíkt verður eingöngu í boði í fastri áskrift eftir vikudögum. Verð á síðdegishressingu er fast eða kr. 213 á dag. Hver skóli útfærir síðan hvernig afhending á síðdegishressingunni fer fram til viðkomandi nemenda sem mun verða tilkynnt þeim sem gerast áskrifendur að síðdegishressingunni.

...meira

7.1.2020 : Skilaboð til foreldra og forráðamanna barna

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, heldur bara verið að hvetja til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

English

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs. ...meira

19.12.2019 : Jólabrosið

Jolabrosid-2019Jólabrosið er komið út og ekkert smá veglegt! Smellið á myndina til að lesa. 

...meira

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is