Stofujól og jólafrí

15.12.2021

Föstudagurinn 17. desember er síðasti kennsludagurinn fyrir jólafrí og er hann jafnframt tvöfaldur dagur fyrir 1.-7. bekk. Það þýðir að fyrst eru nemendur með hefðbundinn skóladag, fara síðan heim og koma aftur kl. 15:30-17:00 á stofujól. Þeir nemendur sem eru í Hraunseli fara beint úr Hraunseli á stofujólin og þurfa foreldrar ekki að hafa áhyggjur af því að koma þeim þangað, starfsfólkið okkar mun sjá til þess að allir skili sér á rétt heimasvæði.
Öll stofujól fara fram á heimasvæðum nemenda þar sem við viljum blanda hópum sem minnst. Umsjónarkennarar eru búnir að setja upp skemmtilega dagskrá fyrir yndislegu molana ykkar og ætla að njóta saman í tilefni jólanna. Helgileikurinn verður sýndur rafrænt fyrir alla en 5. bekkur eru búin að æfa vel og taka hann upp fyrir okkur hin. Nemendur mega koma með sparinesti þ.e. smákökur eða bakkelsi til að gæða sér á.

Stofujól unglingadeildar verða fimmtudaginn 16. desember kl. 18:30-20:00 í heimastofu nemenda. Það er tvöfaldur dagur þar sem það er hefðbundin stundarskrá að deginum að undanskyldu vali en það fellur niður. Umsjónarkennarar eru búnir að skipuleggja næðisstund og skemmtilegheit "ala unglingadeild". Nemendur mega koma með sparinesti þ.e. smákökur eða bakkelsi til að gæða sér á. Nemendur í unglingadeild eru því komnir í jólafrí eftir hefðbundin skóladag föstudaginn 17. des.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla með von um að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is