Samtalsvika 5.-9. okt.

Samtalsvika 5.-9. nóv.

1.10.2020

Samtalsdagurinn 8. október verður með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í ljósi aðstæðna er ekki ráðlegt að fá stóran hóp foreldra/forsjáraðila inn í skólabygginguna á einum degi. Samtölin fara því fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað. Nemendur ættu að vera búnir að skila inn gátlista til umsjónarkennara sem verður hafður til hliðsjónar í samtalinu. Miðað er við að umsjónarkennarar klári samtölin í vikunni 5. -9. október. Í gátlistanum gátu foreldrar/forsjáraðilar afþakkað samtal og mun umsjónarkennari þá nota gátlistann sér til upplýsinga um nemandann. Ef samtal er afþakkað en umsjónarkennari vill tala við foreldra/forsjáraðila þá mun hann hafa samband.
Umsjónarkennarar munu hafa samband við foreldra um heppilegan samtalstíma.

Ákveðið var að fresta túlkaviðtölum fram á mánudaginn 26. október. Þá verður búið að panta túlka sem koma inn í skólahúsnæðið og taka símtal/zoom viðtal með umsjónarkennurum á fyrirfram ákveðnum tíma. Nánari upplýsingar um þann dag koma þegar nær dregur.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is