Skólasetning

20.8.2020

Skólasetning verður þriðjudaginn 25. ágúst eins og hér segir.

  • kl. 08:30 2. bekkur - mælst er til þess að nemendur mæti án foreldra/forsjáraðila
  • kl. 09:30 3. bekkur - mælst er til þess að nemendur mæti án foreldra/forsjáraðila
  • kl. 10:30 4. og 5. bekkur - ekki er gert ráð fyrir foreldrum/forsjáraðilum
  • kl. 11:15 6. og 7. bekkur - ekki er gert ráð fyrir foreldrum/forsjáraðilum
  • kl. 12:00 8., 9. og 10. bekkur - ekki er gert ráð fyrir foreldrum/forsjáraðilum

Nemendur í 1. bekk koma í viðtal til umsjónarkennara með einum forráðamanni þennan dag samkvæmt boðun kennara.

Í ljósi aðstæðna er mikilvægt að takmarka alla umferð fullorðinna um skólann og því eru foreldrar/forsjáraðilar vinsamlegast beðnir að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til og þá aðeins eitt foreldri/forsjáraðili með hverjum nemanda. Það er mikilvægt að við hjálpumst að við að framfylgja þeim sóttvarnarreglum sem núna eru í gildi. Gætum að 2M reglunni og persónulegum sóttvarnaraðgerðum líkt og handþvotti og sprittun.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst en nemendur í 1. bekk mæta í örstutta "skólasetningu" á sal kl.08:15, eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá þeim.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is