Dagskrá framundan

Skólablakmót fyrir 4.-6. bekk

Skólablakmót BLÍ 22.október 2021

Hraunvallaskóli hefur ákveðið að senda lið til þátttöku í blakmóti á vegum Blaksambands Íslands sem fram fer fyrir 4.-6.bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar í Skessunni. Mótið fer fram föstudaginn 22.október á skólatíma milli kl 12:30 og 14. Nemendur fara með rútu á vegum skólans fram og til baka. Skessan er óupphitað knatthús og þurfa nemendur að koma klæddir hlýjum íþróttafatnaði. Gott væri fyrir nemendur að hafa með sér vatn að drekka, en þau verða búin að borða hádegismat áður en lagt verður af stað. Þeir íþróttakennarar sem verða með hópnum allan tímann verða Sigurlaug Rúna, Ágúst og Jóhann Ingi.

Skráning hefur farið fram en þátttaka er bundin samþykki foreldra, óskum við því eftir samþykki foreldra/forráðamanna fyrir því að fara á mótið.

Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

Bestu kveðjur,

Íþróttateymi Hraunvallaskóla


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is