Aðalfundur foreldrafélags Hraunvallaskóla

fimmtudaginn 3. maí, kl. 20:00 í fyrirlestrarsal

25.4.2018

AÐALFUNDUR
Aðalfundur foreldrafélags Hraunvallaskóla verður fimmtudaginn 3. maí, kl. 20:00 í fyrirlestrarsal Hraunvallaskóla. Auk venjulega aðalfundarstarfa mun skólastjórinn segja frá fyrirhuguðum framkvæmdum á skólalóðinni og við munum greina frá nýrri hugmynd um vorhátiðina, sem verður 19. maí nk. Verum öll hjartanlega velkomin.

Fjórir stjórnarmenn munu ganga úr stjórn og við vonum að fólk muni gefa kost á sér til í stjórn félagsins. Hér er um kjörið tækifæri að ræða til að hafa áhrif á foreldrasamstarf og skólabraginn og leggja sitt að mörkum til samfélagsins.

STYRKUR TIL BEKKJA/HÓPA
Enn þá er hægt að sækja um styrk að upphæð 30.000.- kr. til hópa eða bekkja vegna viðburða eða bekkjarstarfs með þátttöku foreldra. Það er gert með því að senda tölvupóst á netfang foreldrafélagsins: stjorn_ffh@googlegroups.com.

FÉLAGSGJÖLD
Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda að upphæð 2.500.- kr. hafa verið sendir í heimabankann. Félagsgjöldin eru grundvöllurinn að starfi foreldrafélagsins sem hefur að markmiði að styrkja skólastarfið og samstarf heimilis og skóla. Félagið styrkir t.d. Vinaliðaverkefnið, kaup á búnaði fyrir Mosann, námskeið, fyrirlestra fyrir nemendur og stendur fyrir fundum, námskeiðum, vorhátíð ofl.

20160315_110755462_iOS


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is