Hollt og gott nesti

í umhverfisvænum umbúðum

25.10.2017

Hraunvallaskóli er heilsueflandi grunnskóli.  Einn af grunnþáttum fyrir vellíðan er að njóta hollrar og reglulegrar næringar og þess vegna er mikilvægt að nemendur komi vel nærðir í skólann og hafi með sér næringarríkt næsti. Mælst er til að nemendur taki með sér afganga og nestisumbúðir heim en þannig geta foreldrar fylgst með nestisneyslu barna sinna jafnframt sem umhverfissjónarmið og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Allir eru hvattir til að huga að margnota umbúðum fyrir nestið þ.e. nota nestisbox og vatnsflöskur fremur en einnota ílát. Hér eru ábendingar frá Landlækni um hollt og gott nesti. Vinsamlegast kynnið ykkur þær vel.

Nesti


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is