Hraunvallaskóli í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

8.3.2017

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hafnarborg í gær. Þar kepptu tveir fulltrúar frá öllum grunnskólum Hafnarfjarðar til úrslita. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir. Lesnir voru kaflar úr Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ, nemendur fluttu eitt ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og annað sjálfvalið.

Krakkarnir voru hafnfirskri æsku til mikils sóma og gerðu dómnefndinni talsvert erfitt fyrir. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmála-ráðherra, afhenti nemendum öllum viðurkenningar fyrir frækna frammistöðu og við vorum sérstaklega stolt af okkar fulltrúum, þeim Helenu Hauksdóttur og Sveinbjörgu Júlíu Kjartansdóttur úr 7. Hamingju, sem stóðu sig frábærlega. Sveinbjörg Júlía hafnaði í 3. sæti sem er glæsilegur árangur. Dagur Logi Sigurðsson úr Hvaleyrarskóla hreppti annað sætið og Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Áslandsskóla varð í 1.sæti.

WP_20170307_19_28_58_Pro

Á hátíðinni voru einnig veitt verðlaun fyrir Smásagnasamkeppni. Fjórar smásögur voru verðlaunaðar og var það Frú Eliza Reid forsetafrú sem sá um afhendingu þeirra. Særún Björk Jónasdóttur úr 10. HAH lenti í þriðja sæti með söguna,  Þetta er sagan hans Nizar. Aðrir verðlaunahafar í smásagnasamkeppninni voru úr Víðisstaðaskóla. Hátíðin var í alla staði glæsileg og við í Hraunvallaskóla erum stolt af okkar framlagi til hennar. 

WP_20170307_18_53_37_Pro


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is