Jákvæðar niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins í Hraunvallaskóla

17.12.2019

Niðurstöður mælinga Skólapúlsins, sem af er ári, staðfesta enn og aftur að nemendum líður vel í Hraunvallaskóla. Í 8 af 18 matsþáttum eru niðurstöður marktækt jákvæðari en landsmeðaltal. Niðurstöður annarra þátta eru innan meðaltals. Enginn þáttur er marktækt undir meðaltali. Í 15 af 18 matsþáttum eru tölur enn jákvæðari en á síðasta skólaári. Þeir þættir sem voru einnig mældir og eru innan meðaltals eru ánægja af lestri, þrautseigja í námi, áhugi á stærðfræði, ánægja af náttúrufræði, tíðni eineltis, tíðni hreyfingar, hollt matarræði, agi í tímum, virk þátttaka nemenda í tímum og tíðni leiðsagnarmats.

Matsþættir

HRVS

Landið

Munur

Trú á eigin vinnubrögðum í námi 5,5 4,9 0,6
Trú á eigin námsgetu 5,3 4,8 0,5
Sjálfsálit 5,2 4,6 0,6
Stjórn á eigin lífi 5,0 4,6 0,4
Einelti 4,9 5,3 -0,4
Samsömun við nemendahópinn 5,4 5,1 0,3
Samband nemenda við kennara 5,7 5,0 0,7

Þeir þættir sem voru einnig mældir og eru innan meðaltals eru ánægja af lestri, þrautseigja í námi, áhugi á stærðfræði, ánægja af náttúrufræði, tíðni eineltis, tíðni hreyfingar, hollt matarræði, agi í tímum, virk þátttaka nemenda í tímum og tíðni leiðsagnarmats.

Nemendakönnun Skólapúlsins er fyrir nemendur í 6. -10. bekk og er spurningalisti lagður fyrir úrtak nemenda í hverjum mánuði. Spurt er út í virkni, liðan og skóla- og bekkjarandi. Spurningalistinn er á sjö tungumálum.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is