Lífið er núna

20.3.2018

Eitt af verkefnunum á tveimur stöðvum á Hraunvallaleikunum er að perla armbönd til styrktar ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Þetta yndislega verkefni hefur slegið í gegn, svo mikið að nú eftir að kennslu er lokið sitja kennarar og funda og perla og er fjöldi armbanda kominn í um 260 stk. Armböndin eru svo seld á kr. 2000 og verða aðstandendur Krafts á staðnum á föstudaginn enda ansi margir kennarar búnir að óska eftir armbandi :)


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is