Frábærum fjölgreindaleikum lokið

27.3.2015

Dagana 24. - 26. mars voru Fjölgreindaleikar Hraunvallaskóla haldnir. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur og flökkuðu hóparnir á milli fjölda stöðva í þrjá daga. Á hverri stöð beið þeirra nýtt og spennandi verkefni. Í ár var boðið upp á þeirri nýbreytni að nemendur gátu valið að vera í sérverkefnum. Þeir nemendur unnu þá að sama verkefninu alla þrjá dagana. Meðal verkefna sem sérhóparnir voru í var að æfa leikrit, stofna hljómsveit, vinna að listaverki í tilefni 10 ára afmælis skólans, búa til myndbönd og gera auglýsingar fyrir afmælishátíð skólans.

Í morgun var svo haldin tvískipt samvera á sal skólans þar sem hljómsveitin spilaði fjögur lög, dansaður var dans sem allir lærðu í þemavikunni og leiklistarhópurinn sýndi Grease á 10 mínútum. Frábær dagur í alla staði.

Með því að smella hér má sjá stop-motion myndbönd sem unnin voru á einni stöðinni á fjölgreindaleikunum.

Og með því að smella hér má sjá myndband frá samverunni í morgun.

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is