Frístundaheimili veturinn 2016-17

18.5.2016

 

FRÍSTUNDAHEIMILI


 

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístunda-heimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Skráning fyrir veturinn 2016-17 hefst 20. maí 2016

Skráning í frístundaheimili fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is  og skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn,  sem er ágúst til og með desember, og fyrir 1. desember fyrir vorönn, sem er janúar til og með júní. Uppsögn fyrir vorönn verður að tilkynna fyrir 15. desember annars framlengist umsókn til og með júní. Ef foreldrar vilja gera breyting á skráningunni fyrir haustönn þá er hægt að gera það frá 1. september til 15. september og tekur breytingin gildi þann 1. október og fyrir breytingu á vorönn þá er hægt að gera það  frá 1. janúar til 15. janúar og tekur breytingin gildi
1. febrúar.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/

Mikilvægt er að  fram komi ef barn þarf á stuðningi að halda.

Foreldrar geta valið um fjölda daga sem þeir kaupa fyrir barnið. Síðdegsihressing er innifalin. Gjaldskrá er aðgengileg á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. 

Aðstoð og upplýsingar

Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á „Mínar síður” þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins  í síma 585 5500 eða notaðu netspjallið á hafnarfjordur.is 

Það skal tekið fram að ef ekki hefur tekist að fullmanna allar stöður á frístundaheimilum þegar starfsemin hefst næsta haust er hugsanlegt að einhverjar tafir geti orðið á því að barn geti hafið dvöl sína á heimilinu.  Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum ef sótt er um fyrir 1. júlí. Börn sem þurfa stuðning  fá dvöl um leið og búið er að ráða inn stuðningsfulltrúa fyrir viðkomandi barn.

Staðfesting verður send á foreldra þegar barnið getur hafið dvöl á frístundaheimilinu.
stundaheimilið Krakkaberg í Setbergsskól
Helstu markmið

Að bjóða upp á örugga dægradvöl.

Að bjóða aðstöðu til örvandi og skemmtilegs frítíma utan skólatíma.

Að börnunum líði vel í frístundaheimilinu.

Að stuðla að alhliða þroska og félagsfærni.

Leiðir að markmiðum

Að styrkja félagslega stöðu barna með uppbyggilegri fræðslu og fjölbreyttu tómstundastarfi þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Að gefa börnum tækifæri og vettvang til að framkvæma hugmyndir sínar og tryggja þannig að styrkleikar og hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín.

Að ýta undir virkni og gagnrýna og skapandi hugsun.

Að kynna fyrir börnunum það íþrótta- og tómstundastarf sem í boði er í Hafnarfirði

 

Sérstakir dagar og vetrarfrí

Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun þessa daga og nánari upplýsingar eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin  eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna.

Dagskipulag

Eftir að  kennslu lýkur koma nemendur á frístundaheimilið. Merkt er við hverjir eru mættir.  Nemendur velja sér stöð til að vinna á og fara svo á sín svæði.

Daglegt starf skiptist í val og hópastarf. Í hópastarfi eru unnin ákveðin verkefni t.d. myndsköpun, hreyfing og farið í vettvangsferðir. Í vali er lögð áhersla á frjálsan, skapandi leik, en þar gefst börnunum kostur á að velja sér hin ýmsu verkefni.

Þegar farið er í vettvangsferðir eða börnin eru í leik á öðrum stöðum en á svæði frístundaheimilisins og foreldrar koma fyrr að sækja börnin þurfa þeir að ná í börnin þar sem þau eru.

Ef það er breyting hjá barni varðandi hvernig það fer heim þá þarf að senda viðkomandi verkefnastjóra tölvupóst eða hafa samband símleiðis fyrir hádegi þann dag, einnig er hægt að senda barnið með skrifleg skilaboð.

 Athugið að erfitt getur reynst að ná í símann í frístundaheimilinu á milli kl. 13:00 og 14:30.


Síðdegishressing
Í kaffitímanum er boðið upp á brauð, álegg, ávexti og drykk.

Í dagslok
Þýðingarmikið er að foreldrar tilkynni þegar  barn er sótt. Oft skapast mikill erill í lok dags þegar börn byrja að tínast heim og foreldrar koma til að sækja börn sín.

Leikjarnámskeið fyrir börn sem voru að útskrifast af leikskóla

Námskeiðið er 4.-19 ágúst eða frá því að sumarlokun leikskólanna lýkur og þar til starf grunnskólanna hefst með formlegum hætti, boðið er uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum.
Skráning fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is

 

Við leggjum áherslu á að eiga gott samstarf við foreldra og 
tökum vel á móti athugasemdum og ábendingum

 

 

Íþrótta og tómstundafulltrúi Geir Bjarnason
Fagstjóri Linda Hildur Leifsdóttir
Linnetstígur 3 - Sími: 585-5500 Heimasíða: www.tomstund.is  Netfang: ith@hafnarfordur.is

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is