Samtalsdagur 2. júní

31.5.2016

Fimmtudaginn 2. júní er samtalsdagur í Hraunvallaskóla. Að þessu sinni verður fyrirkomulagið þannig að frá 8:10 -12:00 verður opið hús þar sem forráðamenn eru hvattir til að líta við með börnum sínum. Frá kl. 13:00 - 16:00 geta þeir sem þess óska bókað einstaklingsviðtal hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að bóka viðtal: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g. Opið verður fyrir skráningu frá 25. - 30. maí.

Umsjónarkennarar og sérkennarar verða á heimasvæðum og taka á móti fjölskyldum. Allir unglingadeildarkennarar verða uppi á 3. hæð á unglingasvæðinu. Verkefni verða til sýnis og gert er ráð fyrir að nemendur taka verkefni vetrarins með sér heim. Við vonumst til að skapa afslappaða og notalega stemningu þar sem tækifæri gefst til að skoða og ræða árangur vetrarins og hvaðeina sem ykkur liggur á hjarta.

Íþróttakennarar verða í íþróttasalnum til viðtals og hver veit nema að þar verði hægt að prófa nokkrar þrautir.
List og verkgreinakennarar verða á sínum heimasvæðum til skrafs og ráðagerða.
Bókasafnið verður að sjálfsögðu opið, það er alltaf gaman að koma við hjá Önnu og sjá hvað hefur verið í gangi þar í vetur.

Einnig verða námsráðgjafar og stjórnendur að sjálfsögðu til viðtals.
Jafnframt minnum við ykkur á að fara vel í gegnum óskilafatnað sem hefur safnast upp í miklum mæli hjá okkur.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Hraunvallaskóla


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is