Opið hús

3.6.2019

Mánudagurinn 3. júní OPIÐ HÚS Á mánudaginn er opið hús milli 08:30 og 10:30 í Hraunvallaskóla þar sem nemendur og kennarar eru búnir að leggja mikla vinnu í ákveðin verkefni. Það er mismunandi hvaða verkefni eru unnin í árgöngum en allir velkomnir að kíkja inn á svæðin og skoða. Endilega takið með mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur og frænkur og jafnvel vini og kunningja. Dagskráin á svæðunum er svona: 1. bekkur Verður með samveru á sínu svæði milli 08:30 og 09:00. 2. bekkur Verður með ratleik sem er framkvæmdur með foreldrum viðkomandi nemanda. 3. bekkur Verður með sýningu sem viðkomandi nemandi leiðir sína foreldra um. 4. bekkur Verður með sýningu sem viðkomandi nemandi leiðir sína foreldra um. 5. bekkur Verður með sýningu um Ísland. 6. bekkur Verður með opnar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Norðurlandanna. 7. bekkur Verður með kynningar á bakpokaferðalagi um Evrópu. Í 8.-10. bekk verður hver nemandi með sitt áhugasviðsverkefni til sýnis. Hlökkum til að sjá ykkur öll hér á svæðum skólans að skoða það frábæra starf sem nemendur eru að vinna.Grusk-20193IMG_20190603_093710

Grusk-2019IMG_20190603_094444


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is