Samtalsdagur

18.1.2017

Samtalsdagur verður fimmtudaginn 26. janúar. Foreldrar skrá sig í viðtal í gegnum Mentor, opnað var fyrir skráningar í dag miðvikudag og er opið til 23. janúar. Þeir sem eiga fleiri en eitt barn geta þá bókað tímana sjálfir og ráðið hvernig þeir raða þeim niður svo fremi sem tímar verði lausir.  

 Leiðbeiningar:

Foreldri bókar tíma í viðtöl í gegnum Mentor með því að fylgja eftirfarandi:

  • Foreldri skráir sig inn á sinni kennitölu og með sínu lykilorði.

  • Foreldrar fara inn á fjölskylduvefinn.

  • Þá sjá foreldrar hægra megin á síðunni undir ,,Aðgerðir“ nafn barns síns og undir nafninu stendur ,,Bóka foreldraviðtal“, foreldrar ýta á það.

  • Þá kemur upp síða með öllum viðtalstímum sem eru í boði fyrir foreldra. Foreldrar velja sér tíma og ýta á ,,Bóka foreldraviðtal“.

  • Þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að senda skilaboð til kennara ef fólk vill, ýta svo á ,,Bóka foreldraviðtal“ neðst í glugganum.

  • Foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að gefa sér tíma fyrir hvert barn og passa að bóka viðtölin ekki of þétt til að hafa tíma til að fara á milli stofa.

Ef þið lendið í vanda þá er ykkur bent á að hafa samband við umsjónarkennara til að fá aðstoð.

 Bestu kveðjur, stjórnendur

WP_20170111_10_19_26_Pro


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is