Unglingarnir okkar halda áfram að standa sig vel!

24.1.2019

Í gærkvöldi fór fram Söngkeppni Hafnarfjarðar í Bæjarbíói. Þrjú atriði voru frá Hraunvallaskóla af þeim 13 sem tóku þátt í þetta skiptið. Nemendur okkar stóðu sig með með einstakri prýði en fulltrúar okkar voru:  Bergdís Hrönn í 8. ÁRB sem söng lagið Shallow, Fölsku rollurnar, sem eru skipaðar þeim Elínu Björgu, Indíönu Elísabetu, Berghildi Björt, Dagbjörtu Ylfu, Erlu Sól, Karen Ösp, Rakel Sif, Silju Karen og Þuríði Ástu í 10. HBG, sem sungu Gleðibankann og Sveinbjörg Júlía og Jón Rangar í 9. ÓS sem gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina með frumsamda laginu Used to be. Erlendur Snær var með þeim í Mosakeppninni en komst ekki í gærkvöldi.

 Sveinbjörg Júlía, Jón Ragnar og Erlendur Snær munu syngja á Grunnskólahátíðinni 6. febrúar næstkomandi og einnig unnu þau sér inn sæti í Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Laugardalshöll 23. mars. Við óskum keppendum innilega til hamingju! :)

SigurvegararBergdis-HronnFolsku-rollurnarSveinbjorg-Julia-og-Jon-Ragnar

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is