Valáfangar 2019 – 2020

27.5.2019

Kæru nemendur í verðandi 8., 9. og 10. bekk

Nú er komið að því að velja sér valáfanga fyrir næsta skólaár. Best væri ef nemendur og foreldrar geri þetta saman og vandi vel til verka. Hlekkurinn opnar kl: 18.

Byrjið á því að lesa ykkur vel og vandlega til um alla valáfanga sem í boði verða á skólaárinu í bæklingnum Þitt er valið og merkið við þá valáfanga sem ykkur þykja áhugaverðir.

Notið svo öftustu síðuna í bæklingnum til að merkja við valáfanga sem þið viljið vera í, á hverju tímabili fyrir sig og merkjið einnig við „til vara“ ef ske kynni að áfanginn sem þið völduð sé orðinn fullbókaður.

- Opnið vefslóðann inn á valkönnunina t.d. með því smella hér

- Fylgið fyrirmælum sem upp koma eins og að skrá fullt nafn, kennitölu og „verðandi“ árgang á næsta skólaári, þ.e. nemendur í núverandi 8. bekk velja 9. bekkur o.s.frv.

- Ekki er hægt að breyta vali og því er nauðsynlegt að vanda sig og velja út frá eigin áhuga en ekki annarra. Þegar búið er að smella á „STAÐFESTA“ er ekki aftur snúið og valið þitt orðið fast!

Gangi ykkur sem allra best

Kveðja,

Hjördís B. Gestsdóttir

Deildarstjóri unglingadeildar

Hraunvallaskóli


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is