Vitnisburður nemenda

30.1.2018

Í gær þann 29. janúar og í dag 30. janúar fá nemendur afhentan vitnisburð sem sýnir stöðu þeirra í náminu miðað við þau hæfniviðmið sem nú þegar hafa verið metin.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá höfum við tekið í notkun nýtt námsmat í öllum árgöngum Hraunvallaskóla. Nánari útlistun á frammistöðu birtist í hæfnikorti nemenda á mentor undir „gráu flísinni“ sem heitir „námsmat“. Hægt er að finna leiðbeiningar um hvernig farið er inn á hæfnikort nemenda á youtube rás mentors.  Þá er farin eftirfarandi leið:

kennslumyndband á Youtube

https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8

Æskilegt er að skoða hæfnikort síns barns vel fyrir samtal við umsjónarkennara á samtalsdegi þann 31. janúar.

Sjá nánar meðfylgjandi skjal.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is