Skólanámskrá

Í lögum nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 stendur að í hverjum skóla skuli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti, mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Skólanámskrá Hraunvallaskóla er lögð fram til samþykktar af skólaráði Hraunvallaskóla og Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Skólanámskrá samanstendur af tíu bekkjarnámskrám í heildstæðum grunnskóla. Hver bekkjarnámskrá skiptist í inngang og þrjá meginhluta auk viðauka. 

  • I. hluti kynnir menntastefnu skólans sem hefur að geyma þær helstu atriði sem skólinn leggur áherslu á í framkvæmd skólastarfsins 
  • II. hluti kynnir skipulag og sameiginlega þætti í starfsemi viðkomandi bekks/árgangs. 
  • III. hluti er kynning á námssviðum og námsgreinum sem eru hluti náms og kennslu í viðkomandi bekk. 
  • Viðauki er loks með upplýsingar og viðmið um gerð skólanámskrárinnar og kynnir uppbyggingu hennar. Viðaukinn er sameiginlegur fyrir alla grunnskóla bæjarins. 

Framsetning skólanámskrár er á þann hátt að fyrsti hluti er eitt skjal, annar og þriðji hluti eitt skjal og viðauki er eitt skjal.

Hafa ber í huga að starf í grunnskólum tekur alltaf einhverjum breytingum frá ári til árs og því er nauðsynlegt að endurskoða skólanámskrána á hverju ári svo alltaf megi þar finna nýjustu upplýsingar um skólastarfið. Það skiptir einnig miklu máli að allir þeir sem koma að starfinu í skólanum, nemendur, foreldrar og starfsmenn kynni sér vel inntak hennar og séu því vel kunnugir. Allar ábendingar um það sem betur má fara í starfi skólans eru vel þegnar. Skólanámskrá Hraunvallaskóla er aðgengileg á heimasíðu skólans.

l. hluti - Menntastefna 

ll. og lll. hluti - Bekkjarnámskrár

lV. hluti - Viðauki


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is