Stoðkerfi

Undir stoðþjónustu skólans fellur sérkennsla, þroskaþjálfun, námsráðgjöf, ráðgjöf skólafélagsráðgjafa, nemendaverndarráð, Brúarteymið, sálfræði- og málþroskagreiningar, starf hjúkrunarfræðings og ákveðnir skóla- og frístundaliðar.

Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga allir nemendur rétt á kennslu við hæfi í hvetjandi námsumhverfi. Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra örðugleika og/eða fötlunar eiga rétt á stuðningi í námi í samræmi við skilgreindar þarfir þeirra. Það er því á forræði skólans að sjá til þess að skólastarfið taki mið af öllum nemendum þegar námsumhverfið er skipulagt. Í Hraunvallaskóla er áhersla lögð á þjónustu við nemendur. Þjónustan er fjölbreytt og leitast er við að mæta hverjum og einum sem best um lengri eða skemmri tíma.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is