Samskipta- og eineltisteymi Hraunvallaskóla

Stefnuyfirlýsing

Í Hraunvallaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn lýsir starfsfólk, nemendaráð, foreldrafélag og foreldraráð Hraunvallaskóla því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verður liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hraunvallaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Til að fyrirbyggja einelti er áhersla á leiki í frímínútum og er skólinn með Vinaliðaverkefnið sem unnið er eftir. Í Hraunvallaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér. 

Skilgreining

Einelti er síendurtekið áreiti sem beinist að sama aðila í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi þar sem meintur þolandi getur ekki varið sig. Einelti á sér stað milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps. Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í tvo flokka, andlegt og líkamlegt. Undanfarið hefur það einnig færst í vöxt að nemendur verði fyrir svokölluðu rafrænu einelti. 

Einelti-skilgreiningDæmi um einelti

Í líkamlegu einelti felst hvers konar líkamlegt áreiti svo sem barsmíðar, slagsmál, hártoganir og spörk.

Andlegt einelti á sér stað við höfnun, svipbrigði, skilaboð o.fl. (skilja út undan, tala illa um, ógna, hæða o.s.frv.).

Rafrænt einelti er skilgreint eins og annað einelti. Rafrænt einelti er notað yfir þá tegund eineltis þegar internetið og/eða GSM-símar eru notaðir til að koma niðrandi og oft á tíðum meiðandi upplýsingum um einstakling á framfæri. Einelti af þessum toga hefur færst verulega í vöxt undanfarin misseri enda gerir það geranda kleift að leyna betur athæfi sínu. Á heimasíðu SAFT eru gagnlegar upplýsingar um rafrænt einelti.

Vísbenbendingar um að um einelti geti verið að ræða:

Hugsanlega getur verið um einenlti að ræða ef nemandinn:

 • Er hræddur við að ganga einn í skólann eða heim
 • Fer aðra leið í skólann en hann er vanur
 • Vill ekki fara í skólann
 • Kvartar undan vanlíðan á morgnana, t.d. höfuðverk og magaverk
 • Byrjar að skrópa í skólann
 • Hættir að sinna náminu, einkunnir lækka
 • Fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur
 • Er sífellt að ,,týna” eigum sínum
 • Missir sjálfstraust, byrjar jafnvel að stama
 • Fitnar eða grennist ótæpilega
 • Leikur sér ekki við önnur börn, forðast þau jafnvel
 • Neitar að segja frá því hvað amar að
 • Kemur heim með marbleti eða skrámur sem hann getur ekki útskýrt
 • Verður árásargjarn og erfiður viðureignar.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

 • Samskipta- og tengslakannanir – hægt er að gera kannanir með ýmsum hætti. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um samskipti og líðan og bregðast við í samræmi við niðurstöður.  Könnun er lögð fyrir hvern árang minnst einu sinni á ári en auk þes eru sérstakar kannanir lagðar fyrir einstaka hópa þegar þess þarf. 

 • Lífsleikni – í hverjum árgangi eru unnið að bættum samskiptum m.a. í gegnum lífsleikni. Þar eru gildi skólans, vinátta - samvinna – ábyrgð, höfð að leiðarljósi.

 • Fræðsla og umræða – á haustin er eineltisáætlun skólans ásamt fræðslu um skilgreiningu kynnt á skólakynningu foreldra hvers árgangs. Ýmis fræðsluerindi á vegum skólans, foreldrafélagsins eru fengin inn í skólann.

 • Virkt eftirlit – gott eftirlit verður að vera þar sem nemendur koma saman s.s. í frímínútum, íþróttahúsum, ferðalögum, matsal og kennslustofum.

Samskipta- og eineltisteymi

Samskipta- og eineltisteymi Hraunvallaskóla kemur saman vikulega eða oftar eftir þörfum.

Teymisstjóri er Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir deildarstjóri en aðrir í teyminu eru Guðný Eyþórsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Linda Hrönn Helgadóttir deildarstjóri yngri deildar og Hjördís Bára Gestsdóttir deildarstjóri unglingadeildar.

 Hlutverk Samskipta- og eineltisteymis

Hlutverk samskipta- og eineltisteymis er  fyrst og fremst að vera leiðbeinandi aðili við lausn samskipta- og eineltismála. Teymið vinnur auk þess ýmiss konar forvarnarstarf. Fulltrúar teymisins eru kennurum til fullþingis í vinnslu samskipta- og eineltismála. Sé samskiptamál svo alvarlegt að kennari telur fullreynt að hann geti leyst það sjálfur getur hann vísað málinu til teymisins sem grípur þá til frekari aðgerða. Teymið getur svo vísað málum til nemendaverndarráðs ef það telur þess þörf. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is