Heildstæð verkefni

Ormurinn endalausi er verkefni sem tekið var upp á bókalausum dögum haustið 2019. Þar sýna nemendur færni sína og læra að nýta spjaldtölvuna til náms og sköpunar. Verkefnin eru af margvíslegum toga og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hour of code eða Klukkustund kóðunnar er alþjóðlegt verkefni sem skólinn tekur þátt í árlega í byrjun desember. Markmiðið er að sem flestir kynnist kóðun og þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Framtíðin liggur í tölvum og þeim mun betur sem börnin skilja hvernig þessi tæki virka og hvaða möguleika þau gefa okkur þeim mun betur á þeim eftir að vegna. Kóðun gengur út á rökhugsun, þrautsegju og að leysa vandamál, slík þjálfun nýtist þeim allsstaðar.

Tæknivika er haldin á miðstigi a.m.k. einu sinni á ári þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast þeim tækjum sem skólinn hefur upp á að bjóða. Þau leysa ýmis verkefni, tengd náminu á frumlegan hátt og læra í leiðinni hvernig nýta má tæknina.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is