Dagskrá framundan

27. maí er samtalsdagur

27. maí er samtalsdagur. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara

Þriðjudaginn 27. maí er samtalsdagur í Hraunvallaskóla og eru kennarar til viðtals frá 8:10 – 12:30 að undanskildum kaffitíma frá kl. 9:30 – 9:50. Foreldrar mæta með barni sínu á umræddu tímabili þegar þeirkjósa og því er ekki um hefðbundnar tímapantanir að ræða í þetta skiptið. Foreldrar geta pantað einkaviðtal við kennara eftir kl. 13.00 kjósi þeir það frekar.  Við minnum jafnframt á að stjórnendur eru einnig til viðtals.

Umsjónarkennarar verða til viðtals á heimasvæðum, sérkennarar á heimasvæðum og í Keili, íþróttakennarar í íþróttasal, list- og verkgreinakennarar á sínum kennslusvæðum.  Kennarar í unglingadeild og Tedda verða öll til viðtals á sama kennslusvæðinu sem er nýbreytni í ár.  Við hvetjum foreldra og nemendur til að líta við hjá öllum kennurum og bendum á að djús og kaffi er í boði í matsalnum.

Bókasafnið verður að sjálfsögðu galopið og verður ýmislegt hægt að skoða og gera þar líkt og skákþrautir og bókmenntagetraun.

Jafnframt minnum við ykkur á að fara vel í gegnum óskilafatnað sem hefur safnast upp í miklum mæli hjá okkur.

Hér er gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar fyrir samtalsdaginn


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is