Fyrirlestur um einhverfu

21.11.2016

Föstudaginn 25. nóvember kl 13:30 til 15.00 verður Aðalheiður Sigurðardóttir með fyrirlestur um einhverfu fyrir starfsfólk skólans. Við viljum einnig bjóða foreldrum að koma og hlusta á fyrirlesturinn. Aðalheiður hefur á undanförnum mánuðum haldið áhugaverða fyrirlestra í skólum og leikskólum um fjölbreytileika einhverfunnar. Hún miðlar á einlægan hátt af reynslu sinni sem móðir einhverfrar stúlku og þeirra samstarfi við skólann þeirra í Noregi. Helstu markmið með þessum fyrirlestrum er að vekja athygli á ólíkum birtingarmyndum einhverfunnar og breyta viðhorfum um staðalímyndir og minnka fordóma. Einnig er mikil áhersla lögð á að hvetja til samstarfs á milli foreldra og skóla og hvernig það samstarf getur bætt lífsgæði barna. Ef þið viljið kynna ykkur þetta eitthvað frekar þá er hún með vefinn: Ég er Unik.

Vonumst til að sjá sem flesta!
Kveðja
Stjórnendur


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is